Alþýðublaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 1
Þriðjudaginn 12. ágúst 1969 — 50. árg. 176. tbl- Fólkið lætur leiðinda- veður ekki aftra sér □ Aðsókn að ferðum Ferða- félags íslands hefur verið mun meiri í sumar en undanfarið hefur verið, þrátt fyrir grimmd veðurguða. — Á skrifstofu Ferðafélagsins fengust þær upp lýsingar, að einkum væri áber andi aukin þátttaka í sumar- leyfisferðimar sem taka frá fjórum upp í tólf daga. — Hefur rigningin ekki fælt fólk frá ferðalögunum? — Það er nú svo ótrúlegt, ALÞÝÐUBLAÐIÐ HEFUR hteraé AÐ Sememtsverksmiðja ríkis- insins hafi boðið ríkisstjóm inni a'ð gefa semenit í 1 km. vegar, ;ef gerð yrði tilraun til að steypa ofan á tiltölulega góða malarvegi eins 'og þeir eru, án þess að undirbyggja þá að nýju. að hún virðist ekki hafa gert það. Þó má kannski segja, að aðsókn hefði verið enn betri, ef veðúr hefði verið betra. — Hvaða staðir eru vinsæl- astir? — Þórsmörk er alltaf vinsæl ust, bæði til helgarferða og til að dveljast. Öræfaferðirnar verða sífellt vinsælli. Það eru átta daga ferðir og flogið til og frá Fag- urhólsmýri, en fast aðsetur haft í Skaftafelli og ferðir farnar þaðan um nágrennið. Þessar ferðir hófum við í fyrra. — Hvernig hljóðar ferðaá- ætlunin, það sem eftir er sum- ars? — Það eru svo til eingöngu helgarferðir eftir. Næstkom- andi föstudagsmorgun verður raunar farin ferð, sem er alveg I ný hjá okkur, en það er þriggja daga ferð um Dali og Stranda | sýslu. 28. ágúst verður svo far . ið í fjögurra daga sumarleyfis- ferð kringum Hofsjökul. Blessuð só’in skín í dag, og þaS gerði hún líka dag einn í fyrri viku — bá biSu börnin á Akranesi ekki boð anna, heldur stukku niSur í fjöru til aS busla í sjónum. (Liósm. H. Qan.) I sjonvarp Húsavík—GH □ Alþýðuflokksfélag Húsa- víkur efndi til fundar s.l. föstu dag og mætti formaður Alþýðu- flokksins. Dr. Gylfi Þ. Gísla- son á fundinum og hafði þar framsögu. Ræddi Gylfi aðallega um efnahagsmál og þann vanda, sem íslenzka þjóðin ætti og hefði átt við að etj a í þeim efnum undanfarin ár. Jafn- framt vék hann að samvinnu við önnur ríki á sviði viðskipta mála, gerði ýtarlega grein fyrir viðskiptasáttmála Fríverzlun- arbandalagsríkjanna og ræddi ýmis atriði varðandi hugsah- lega aðild íslands að EFTA. Að lokinni framsöguræðu svaraði Gylfi fyrirspurnum fundarmanna um ýmis efni. Sem svar við fyrirspurn um sjónvarpsmál sagði mennta- málaráðherra, að ákveðið væri, að Húsavík og sá hluti Þing- eyjarsýslna, sem hefði ekki enn komizt í sjónvarpssamband, fengju sjónvarp nú í haust. Yrði m. a. sett á fót bráða- birgðaendurvarpsstöð á Húsa- vík í þessu skyni mjög fljót- lega. Á svæði því, sem hér um ræð ir búa rösklega 3000 manns. Á fundinum urðu jafnframt miklar umræður um landsmál og tóku m. a. til máls Einar Fr. Jóhannsson, formaður AI- þýðuflokksfélags Húsavíkur, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður Gunnarsson, Björn Friðfinns- son og Guðmundur Hákonar- son. Fundarstjóri var Einar Jó- hannsson og var fundurinn vel sóttur. gKara □ Tómas Þorvaldsson, stjórn- arformaður Sölusamhands ís- lenzkra fiskframleiðcnda hafði samband við Alþýðublaðið í gær og tjáði því, að nú hefði allur blautverkaður saltfiskur, sem til væri í landmu, verið seldur og samkvæmt samning- unum muni síðustu afskipanir fara frani í október og nóvem- ber n..k. Heildarframleiðsla á blaut- verkuðum saltfiski fyrstu sex mánuði ársins nam um 21.500 tonnum. Nokkdr hluti þessa magns hefur verið tekinn til framhaldsverkunar og verður selt á Suður-Ameríkumarkaði. Blautverkaði saltfiskurinn hefur aðallega verið seldur til Portúgals, Spánar, Ítalíu, Grikk lands og Bretlands, en einnig hefur nokkurt magn verið selt til annarra. landa.. . U .mui • .em tcKu pait »Keögilmm -u -j em if'úi Halldóra Lúðvíksdótíir, Sigríður Kristinsdóttir, sem varð nr- 2, Ástdís Krist- jánsdóttir, sem varð Ungfrú ísafjörðmy og Guðríður Kristjansdóttir. . Reykjavík—St. S. □ í morgun vöknuðu Reyk- víkingar við fáséða sjón nu orðið —- sólina. Alþýðublaðið hringdi að vörmu spori í Pál Bergþórsson og hann sagði: — Já, við erum farin að sjá til sólar. Það er nýstárlegt. — Hvað veldur? — Hæg norðaustanátt; það er hún, sem gerir, að farið er að létta til. Svo er lægð við suðaustur- land, en undanfarið hafa þær haldið sig við suður- og suð- vesturlandið. Með því fer að rigna á norður- og austurlandi, þar sem verið hefur bjart og hlýtt. — Hvernig eru veðurhorf- ur? — Bærilegar. Framhald á bls: 15^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.