Alþýðublaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 12, ágúst 1969 STEFNA NIXONS GAGNVART 'P. % □ Okkur þótti merkilegasta fréttin, þegar Hvíta hús- ið tilkynnti um fyrirhugað ferðalag Nixons forseta fyrir rúmum mánuði, að hann skyldi fara til Rúmen- íu og verða þar með fyrsti Bandaríkjaforsetinn, sem heimsækir kommú íistaríki. En í Bandarkjunum sjálí um beindist athyglin fyrst og fremst að Asíuför for- setans, ekki af því að Bandaríkin séu að verða meira Kyrrahafsveldi en Atlantshafsveldi, heldur af hinu, að erfiðustu va idamál Bandaríkjanna nú eru Asíu- málin. Nixon forseti tók við völd- 'um, þegar stefna Bandaríkj- anna gagnvart Asíu var búin að spila rassinum úr buxun- um, en það var stefna sem var mótuð upphaflega í varafor- setatíð Nixons sjálfs, meðan John Foster Dulles enn var Utanríkisráðherra. Þessi stefna — eftiröpun á öryggiskerfi Evrópu — beið endanlegan ó- sigur í frumskógum Víetnams, og þegar Vietnam-deilan var ' orðin að samningaefni í París, var Ijóst að ekkert gat framar orðið hið sama og áður. En hvað gat Nixón. látið koma í staðinnV Á því misseri, sem Nixon ihefur setið að völdum, hefur- hann ekki s'agt mikið, sem gef- íð gæti vísbendingu um það, í hvaða átt ný stefna gagnvart Asíu mundi ganga. Sú hugsun gerði vart við sig, að hann nefði. enga stefnu í þessum mál um. Þeíta skapaði mikla óvissu um alia Asíu, einkum þó hjá nánustu bandamönnum Banda- ríkjanna. Aðeins örfáum dög- iim áður en forsetinn hóf Asíu ’ för sína sagði New Ýork Tim- es, að hann ætti hvergi að iara, heldur vera kyrr heima og kynna sér Asíumálin, svo '. að hann gæti verið búinn að ’ móta meginatriði nýrrar stefnu ’ þegar hann legði upp í ferða- iagið. f þessum ummælum lágu grunsemdir um að for- setinn hefði enga stefnu í Asíu málum. En hefur för forsetans þá orðið til þess að skýra málin? Því er hægt að svara bæði ját- andi og neitandi. Nixon hefur komið fram með þá hugmynd 1 að Asíubúar verði sjálfir að mJ. Jbera áþyr^ð. á framvindu.unála ; i ólfunni, og hann viðhafði það oft ummæli eins og „Asía verð ur að leysa vandamál Asíu“ og Asía f.vrir Asíubúa“, að það mætti halda að hann hefði gengið í skóla hjá þeim vinstri sinnuðum mótmælahreyfingum sem hafa verið í fararbroddi í andstöðunni gegn þeirri Asíu- stefnu, sem Bandaríkin hafa fylgt til þessa. Þetta út af fyrir sig er ekk- ert nýtt. Nixon talaði í þessa átt þegar í kosningabaráttunni. En nú getur ekki verið á því neinn vafi lengur að þetta er orðinn kjarni Asíustefnu hans, og í samræmi við það skýrði hann öllum ríkisstjórnum í löndum, sém hann heimsótti, frá því að þær yrðu sjálfar að bera ábyrgð á því sem hann kallaði „innra öryggi“. Ekki einu sinni ráðamenn í Thai- landi gátu velkzt í vafa um af stöðu forsetans. Það er lærdómurinn frá Víet nam, sem hér liggur til grund- vallar. Forsetinn komst svo nálægt því að viðurkenna hið rétta eðli Víetnamdeilunnar, að forsætísráðherra Indlands, frú Indira Gandhi, hefur látið svo ummælt að afstaða Bandaríkj- anna gagnvart Víetnam sé far- in að nálgast sjónarmið Ind- verja. Deiluefnið frá Víetnam er tij í flestum Asíulöndum. Þetta stendur í sambandi við van- þróun landanna, og efnahags- legt og félagslegt- óréttlæti, Það ólgar undir yfirborðinu í mörg- um þeim löndum, sem Nixon kom til, og það lofar því góðu að hann skuli hafa tekið jafn skýrt og ótvírætt fram, að Bandarfkin aetli sér ekki að leysa þessi vandamál, að minnsta . kosti, ekki ■ með her- valdi. Nsxu'Bi á táli viS Yfifeu, fersela SuSur-¥íetnam í li£úsftsc'!v!?i sinni 1J Asíu á dögunum. í Asíu getur raunar oft ver- ið erfitt að skera úr um, hvað sé innlend uppreisn og hvað sé skipulagt og stjórnað utan frá. Og sum ummæli Nixons um Kína voru á þann veg, að aftur haldsstjórnir í þessum heims- hluta vanrækja áreiðanlega ekkert tækifæri til þess að kenna valdhöfunum í Peking um þá erfiðleika, sem kunna að koma upp heima fyrir. Þá kemur í Ijós, hvort forseti Bandaríkjanna stenzt prófið eða ekki. En það gefur þó góð ar vonir að Nixon hefur ekki gert neinar tilraunir til þess að vekja aftur til lífsins varnar- baridalögin x Asíu, SEATP og CENTO. Það fer ekkert á milli mála að forsetanum væri ljúft að þessi bandalög dæju að fullu og skuldbindingar Bandaríkj- anna á grundvelli þeirra hyrfu um leið úr sögunni. Samskipti sín við lönd Asíu vilja Banda- ríkin nú ákveða með tvíhliða samningum við hvert einstakt ríki fyrir sig. Hér eftir minna Bandaríkin ekki á sig í Asíu með því að hafa herlið í allt að því hverju einasta landi, sem fæst til að hýsa slíkt lið. En Nixon hefur þó fullvissað þessi lönd um, að þau muni áfram vera undir vernd Bandaríkjanna og tryggð gegn þrýstingi frá kjarnorku- veldupi, þ .e. Kína, sem Banda ríkjaforseti sagði að væru nú alvarlegasta ógnunin gegn friði og öryggi í heiminum. Þessar skuldbindingar Bandaríkjanna verða styrktar með því að Bandaríkin munu áfram hafa herstöðvar í nágrenninu, eink- um á eyjum utan við megin- landið. Það þýðir meðal ann- ars að Japanir munu komast að raun um að ekki verði hlaupið að því fyrir þá að fá aft ur umráðarétt yfir eynni Oki- nawa. ' Enn vantar mikið á að hægt sé að tala um vel skírgreinda stefnu Bandaríkjanna gagn- vart Asíu. Og sú stefna sér heldur ekki dagsins ljós fyrr en Bandaríkjamenn hafa los- Framh. á bls. 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.