Alþýðublaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 12, ágúst 1969 ^Hamingjan er tjverful SuSan olShe 31 MeSan þau biðu, virti Pétur Giídu Fyrir sér í laumí. j I fallegu andliti hennar mátti líta hluta af þeirri | mannvonzku, sem hann þóttist hafa séð í stigar.um áðan. Andlitsdrættir hennar voru skarpir og augu hennar hörkuleg. Skyndilegur ótti greip hann, því að það var engu líkara en stúlkan, sem hann elskaði, hefði breytzt skyndilega fyrir augum hans. i Honum létti mjög, þegar hann heyrði Lloyd Rutley koma. — Ég sagðist aldrei ætla að stíga mínum fæti hér irrn fyrir dyr; en þú varst svo æst, Helen Hvað er nú að? Hvað hafa þau nú gert þér? — Ég á von á barni5 Lloyd, sagði Helen. — Pét- ur er faðarinn, en Gilda heldur því fram, að það sért þú. Segðu þeim sannleikann. Lloyd Rutley virti hana fyrir sér. — Er þér alvara? spurði hann dræmt. — Sann- leikann? Þú veizt sjálf, hvað það hefur í för með sér. — Já, en hann neyðist til að trúa þér. Lloyd virti hana fyrir sér, þangað til Pétur rauf þögnina. — Ég sendi ekki eftir yður, Rutley. Helen vildi það sjálf. — Þetta er ekki aðeins ykkur Helen viðkomandi, svaraði Lloyd og djúp rödd hans skalf. — Ég er faðir barnsins, Farrell. Nú veinaði Helen hrátt: — Lloyd, þú veizt ekki sjálfur hvað þú segir! — Þetta er ekki til neins, Helen. Pétur verður að heyra sannleikann. Ég er faðir barnsins. — Þú getur ekki gert mér þetta, Loyd! veirraði Helen, en um leið sló Pétur Lloyd byimingshögg, svo að hann féll um koll. Pétur stóð yfir honum og augu hans leiftruðu af reiði. i — Upp með yður, Rutley, sagði hann re'ðilega, > fen þó rólega.; . i Blóðið rann úr munnvikjum Lloyd. Hann hristi höf- t j uðið og stóð á fætur, meðan Pétur beið með kreppta , hnefana. Gilda; sem staðið hafði sem lömuð eftir þessa óvæntu játningu Lloyds, hugsaði sig ákaft um. Ef Pét- ur héldi áfram að slá manninn myndi hann kannski neyð hann til að játa lygar sínar. — Hættu þessu, Pétur! hrópaði hún. — Hann er ekki þess virði! Hættu þessu! Þú getur ekki bætt tjónið með því að drepa hann! — Mig langar samt mest til þess! Og um leið og Lloyd var risinn á fætur, sló harrn aftur. Gilda kastaði sér í fangið á Pétri, sem reyndi að hrinda henní frá sér, en svo snerist hann skyndiiega á hæli og hljóp út úr herberginu og Gilda elti hann. Lloyd þurrkaði sér um munninn með vasaklútnum, en Helen horfði á hann, eins og hún hefði aldrei séð hann fyrr. ^ — Hvers vegna gerðir þú þetta, Lloyd? Hvers vegna? Ég hélt, að þú værir vinur minn. — Ég laug vegna þess, að ég er virrur þinn. Sá, sem efast um þig og vantreystir þér, á ekki skilið að eiga þig,. Ég hef lengi reynt að hjálpa þér að sleppa héðan; og nú get ég það loksins. — Ég vil ekki fara frá Pétri. Ég þrái aðeins aö eignast ást hans, sagði Helerr örvæntingarfull. — Geturðu ekki skilið það? Veiztu ekki, að nú hefuröu eyðilagt allt fyrir mér? Hvernig gaztu gert mér þetia? Hann gekk til hennar. — Komdu með mér, Helen. Ég skal annrast þig og ganga að eiga þig, þegar þú ert frjáls. — Ég vil þig ekki. Ég bað þig um hjálp og þú sveikst mig. Lloyd Rutley varð hræddur, þegar hann sá, hvað hún var niðurbeygð. — Fyrirgefðu mér, Helen, Ég átti að segja satt. og reyna að gera þessum asna það skiljanlegt, hví- líkan dýrgrip hann hefur eignazt. Ég veit núna, að ég mátti ekki reyna þetta. Hvernig get ég hjálpað þér? — Láttu mig í friði! Snertu mig ekki! sagði hún, þegar hann gekk í áttina til hennar. — Héðan af get ég engum manni treyst. Lloyd laut höfði og gekk út. Helen stóð á sama; hvernig honum leið. Hún vissi það eitt, að hann haröi logið og eyðilagt von hennar um hamingju. 23. KAFLI. Það var liðið fram yfir miðnætti, þegar Helen læddist niður í stofuna. Hún gat ekki sofið. Hún þoldi ekki kyrrðina og þvirrgandi einmanaleikann, og nú fór hún út á sloppnum. Þá heyrði hún „Foss" hneggja. Það var einhver í hesthúsinu — Pétur! Helen skalf við þá tilhugsun að verða að þola reiðiorð eiginmarins síns og læddist aftur inn í húsið og upp á herbergi sitt, meðan hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að hún gæti talað við hann á morgun. Snémma næsta dag stóð hún við gluggann og sá hann ganga út að hesthúsnu. Hún flýtti sér niður og elti hann, en Pétur sá hana ekki. Hann var að tala við Btes, þegar hún kom inn í hesthús og hún sá á stundinni; að Pétur hafði ekki sofið mikið frek- ar en hún. — Ég skal leggja á hestinn, sagði hann. — „Foss‘‘ verður að vita, hver ræður hér. — Já, en það er eitthvað að honum núna, tautaði hestasveinninn. — Hann hagar sér svo einkenni- lega, alveg eins og fyrir fáeinum vikum. Pétur setti beizlið á snoppuna á „Fossi," en hann hrreggjaði og prjónaði. Pétur hélt sínu fram; en hest- urinn dró hanrr á eftir sér um hesthúsið og mátti minnstu muna, að hann merð hann upp við vegginn. Helen horfði hrædd á þennan bardaga milli manfns og hests og nú minntist hún orða Lloyds: — Pétur ræður aldrei við þá blöndu stáls og eldsa sem „Foss‘‘ er samsettur af. Nú hafði Pétur neytt „Foss" inn á bás og ætlaði að setja á hann hnakkinh, hvernig sem hesturinn £ I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Smáauglýsingar trésmíðaþjónusta Látið fagmann. annast vlðgerðir og viðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýjn og eldra húsnæði. — Simi 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vél'arlok — Geymsl-ulolk á Voikswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynlð viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS •g góð vinna. Pantið í tnna I sima 15787. BIFREIÐA STJÓRAR Gerum við allár tegundir blfreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. »;+.... ■ •/, ■jjf áai’ BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og gerl við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíð 28, cdmi 83513. PÍPULAGNER Tek að mér viðgerðiir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jaröýtur - Traktorsgröíur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnax. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geitháls!. fr>. * • li

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.