Alþýðublaðið - 22.08.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðdblaðið 22. ágúst 1969
Sáttafuiufair :
á sannudag
Prentarafélagið hélt ffund í
gær til að ræða samningamál-
in, og var myndin hér til hlið-
ar tekin utan við Iðnó rétt áð-
ur en fundurinn hófst. Annar
fundur í félaginu hefur verið
boðaður á sunnudagskvöld, og
mun hann taka endanlega á-
kvörðun um það, hvort af
verkfallinu verður eða ekki.
Hafi sáttatilboð komið fram
fyrir þann fund, mun það verða
tekið til meðhöndlunar þar.
Sáttasemjari hélt fund með
bókagerðarmönnum í gær-
kvöldi, og var annar fundur
boðaður á sunnudagskvöld. —■
Ekkert hefur enn gerzt, sem
bent gæti til þess að miði í
samkomulagsátt, en til þess að
ekki komi til verkfalls eftir
helgina þurfa samningar að
hafa tekizt fyrir kl. 8 á mánu-
dagsmorgun. —
Svar læknadeildar komið
□ í gær gekk forseti læknadeildar, prófessor Ól'afur
Bjarnason, á fund menntamálaráðherra og flutti hon
um svar deildarinnar við þeim tilmælum ráðherrans,
að deildin tæki í haust við öllum þeim stúdentum,
sem óskað hefðu að hefja nám í læknisfræði. Sam-
þykkir deildin að fallast á tilmæli ráðherra og að
einkunnatakmörkun á fjölda þeirra stúdenta, sem
óska að hefja nám í lækknisfræði á vetri komanda
yrði hví aflétt.
Mun stúdentum, sem ekki
höfðu tilskylda stúdentsprófs-
einkunn við innritun í lækna-
deild í haust til inngöngu í
deildina því gefinn kostur á
innritun og nýr skrásetningar-
frestur auglýstur.
Með samvinnu læknadeildar
og forsvarsmanna læknadeild-
ar er mál þetta því farsællega
til lykta leitt og fregnir Tímans
og Þjóðviljans af afstöðu lækna
deildarinnar því ekki reynzt á
rökum reistar enda virðast öll
afskipti þessara blaða af lækna
deildarmálinu frekar hafa ver-
ið í þeim anda að torvelda lausn
málsins en hitt.
f sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu menntamálaráðuneytisins
og háskólans segir jafnframt,
að menntamálaráðherra muni
leggja fyrir forseta íslands
nýja reglugerð um kennslu-
hætti og starfsskipulag lækna-
deildar er taki gildi þegar haust
'.ð 1970. Hefur þessi nýja náms
tilhögun verið í undirbúningi
um nokkurra ára skeið og gérir
m.a. ráð fyrir því, að lengja
árlegan námstíma við deildina
í níu mánuði en fækka náms-
árum úr sjö í sex, miðað við
eðlilegan námshraða. —
NEW YORK í MORGUN
(ntb): Óttazt er, að a.m.k. 40
manns hafi látið lífið í mikl-
um flóðum í ríkinu Virginíu í
Bandaríkjunum að undanförnu.
Eru þau af völdum hvirfilvinds
ins „Kamillu“, sem þar hafði
„viðdvöl“ á leið sinni austur
á bóginn, eftir að hafa gengið
berserksgang í ríkjunum Miss-
issippi og Louisiana.
V- 1
Clcsa í Jenisalem
□ JERÚSALEM f MORGUN
(ntb-reuter); ísraélska Jjií.nda-
mæralögreglan hleypti af all-
mörgum viðvörunarskotum í
gamla borgarhlutanum í Jerú-
salem í gær til að dreifa um
800 arabiskum andmælendum,
eftir að hin fræga E1 Aqsa-
moska hafði verið eyðilögð að
miklum hluta í eldi þá um dag-
i'nn. f morgun var komin á
kyrrð í Jerúsalem, en hliðum
gamla borgarhlutans hafði ver-
ið lokað. —
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR AUGLÝSIR:
Hjónarúm með dýnu og náttborðum kr. 14.500,—
Fjölbreyttasta húsgagnaúrvalið, sem völ er
á, á einum stað, er hjá
TRÉSMIÐJUNNI VÍÐI.
Kynnið yður verð og gæði
Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin
bezt.
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR
Laugavegi 166 — Símar 22229 — 22222.