Alþýðublaðið - 22.08.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.08.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 22. ágúst 1969 □ — Pétur, hvaSan hefur hú þetta suðræua útlit? [ Og Pétur Einarsson, Ieikari, svarar: — Fólk hefur éinkum skýrt bað á tvenn- ? an hátt. Annars vegar, að þetta sé frá Tyrkjaráninu komið. Þá tilgátu hef ég af- sannað; mín ætt var ekki til í Vestman^raeyjum þá. | Hins vegar, að Fransmenn á Austfjörðum eigi einhverja hluídeild í mér — þá kenningu hefur mér ekki tekizt að afs.:nna enn. fr — Hvað ertu að teikna ! þarna? — Uppdrátt að senu í fyrsta t>ætti barnaóperunnar Apaspil. ■— Áttu að stjórna því? ■— Já, fyrir sjónvarpið. — Hefurðu áður fengizt við ! leikstjórn? ! — Já, ég hef meðal annars ' stýrt tveimur barnaleikritum, Rabba rafmagnsheila hjá Leik- félaginu og Nýju fötum keisar- ans hjá sjónvarpinu. Núna er ég að stjórna þremur einþátt- ungum fyrir Litla leikfélagið, einþáttungum eftir Nínu Björk Árnadóttur og Þór Rögnvalds- son. f — Hvers konar leiklistar- yinna finnst þér skemmtilegust? — Eg get ekki gert upp á fnilli hinna ýmsu greina á þann hátt. Ég er ánægður í hlutfulli við, hvað mér finnst mér hafa tekizt vel — og það kemur ekki málinu við, hvað 'ég er að gera. ■Hitt er svo annað, að hingað til hef ég verið ánægðari með það sem ég hef leikið heldur en leikstýrt til dæmis, en ég er núna eiginlega að læra leik- stjórn af reynslunni. Ég binri mig ekki við ákveðna aðferð, svo að það er mér mögulegt að læra á þennan máta — af reynslunni. — En hvað er að segja um þitt léiklistarnám í skólum? — Fyrst lærði ég hér hjá Leikfélaginu og útskrifaðist þaðan, en fór síðan til Banda- ríkjanna og lærði við leiklistar- deild háskólans í Georgíu. Þar valdi ég úr það námsefni, sem mér leizt bezt á — beztu kennslufögin að segja. Leiklistarkennslan þar var nefnilega alveg sorgleg — svo ég forðaðist hana, en allt við- víkjandi tækni og ýmsar aðrar greinar var mjög fullkomið. — Nú telja sumir, að dvöl fólks í leikskólum sé því frem- ur til ills en góðs. Hvað vilt þú um það segja? — Ég er sennilega núna fyrst að jafna mig eftir að hafa verið í leikskóla. — Hvernig þá? — Leikurinn verður of með- vitaður við að vera í leikskóla. En þetta þýðir. ekki, að ég.sjái eftir að hafa lærf — h’ef ‘sénni- lega bara haft ; gott af þessú „meðvitaða“ tímabili, sem ég er núna fyrst að losna úr. Svo gæti það aftur hent mig að staðna næstu tuttugu þrjátíu árin. — Hvað gætirðu gert til að koma í veg fyrir það? — Ekkert. Þetta fer bara eft- ir innstillingunni. En allir sem eitthvað fást við list eiga yfir v höfði sér að staðna. Málarar ' eiga til dæmis sín tímabil, sem standa kannski nokkur ár hvert, en að þeim tíma liðnum skipta þeir, þó ekki sé nema um efni; þá losnar eitthvað nýtt úr þeim. — Hvernig hlutverk finnst þér mest spennandi að vinna? — Það eru hlutverk, sem mér finnast ekki liggja beint fyrir mér —- opin, þegar ég l?s þau og hef fyrstu kynni mín af þeim. Þá verða þau eins og áskorun um að fá það út úr þeim, sem ætlazt er til. — Skipta leikdpmar og um- sagnir þig miklu máli? „ — Mér finnst, að það skipti mig voðalega litlu máli. Þetta er frékar spurning um, hvað mér finnst, , . • í)r • ; ! i . • - : . ' V * ‘ .Í — Nu ert þú talsvert undir ; sbiásjáhní; Pétur. Þú ert'kalldð- ur einn okkar efnilegasti ungi leikari — og vaxandi í listinni. Hvernig áhrif hefur það á þig? — Ég er ekki svo voðalega hræddur við þessa smásjá. Það er mín eigin smásjá, sem ég ótt- ast. — Kemur yfirleitt nokkurn tímann fyrir, að alveg óvænt fólk sé valið í hlutverk hjá leik- húsunum — bara eitthvert fólk af götunni, sem leikstjóri hef- ur fengið augastað á? — Þetta kemur aldrei fyrir, og það er galli. En leikhúsfólk virðist ganga með þá fáránlegu grillu, að enginn geti leikið, nema hann hafi verið í leik- skóla. Ég held það gæti orðið íslenzku leikhúsunum til mik- ils góðs, ef fólk af götunni — ótruflað af leikhústradisjóninni — yrði tekið inn í þau. — Hvað hefurðu um íslenzka leikara og leikhús að segja? — Hvort tveggja er stein- dautt, eða svo gott sem. . — Aí hverju? — Þetta er mikið okkur leik- urunum sjálfum að kenna. — Leikarar eru orðnir að sérstöku, einangruðu fyrlrbæri í þjóðfé- íágirtu'. Þéir þeklíjá ékki'þjóð- félagið og hafa ekki áhuga á því — þjóðfélagið þekkir þá ekki og hefur ekki áhuga á þeim. Leikarar hér taka sig nú svo hátíðlega, telja sig svo merkileg fyrirbæri, eru svo ó- skaplega gáfaðir. — Geturðu ekki átt von á því, Pétur, eftir að hafa viðhaft þessi ummæli opinberlega, að þegar skyggja tekur, ráðist all- ir leikarar bæjarins á þig, dragi þig út í port og lemji þig fyrir að hafa sagt þetta? — Nei, segir Pétur. — Þeirra aðferð er allt önnur. Ef þeir tækju þetta mjög nærri sér og ætluðu að klekkja á mér, þá mundu þeir gera það á allt annan hátt. — Hvað þá? Mundu þeir bak- tala þig? — Kannski eitthvað í þá átt- ina. Ég hef orðið að ganga í gegnum hliðstæða hluti og tel mig þó hafa sloppið vel. En þetta er alltaf reyndin. Ef leikhúsfólk hér er ekki á sama máli, þá fer það út í bak- nag í stað þess að útkljá málið beint. i’- Ánnars held ég það ætti ekki aðmióðga néinn að segja, áð ís- lenzkir leikarar og.deikhús séu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.