Alþýðublaðið - 22.08.1969, Side 13

Alþýðublaðið - 22.08.1969, Side 13
<3* 1 1 1 * HQTTIh RitstJérSs Örn Eiðsson D Að Búlandi 5 í nýja Fossvogshverfinn býr 18 ára gamall nemandi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, sem ekki er í frásögur fæxandi í sjálfu sér, en síðastlið in fimm ár hefur þessi sami unglingur, Hans Isebarn að nafni, unnið íslands- meistaratitilinn í golfi í flokki xmglinga. Nú síðast fyrir nokkrum dögum vann hann íslandsmeistaratitilinn í golfi í fimmta sinn í þessum flokki. Hann fór 72 holurnar í 322 höggum, sem hefði nægt til að ná þriðja sæti í meistaraflckks- keppninni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hans verið í fremstu röð golfleikara unanfarin áiv enda ber glæsilegt safn bikara, sem prýða heimili hans í Fossvog- inum, vott um frækilega frammistöðxi hans í keppnum. í tilefni af því, að hér er greinilega á ferðinni einn af þeim, sem langt eiga eftir að komast í golfíþrótt- inni á komandi árum, brugðum við okkur í heimsókn til Hans Iseh>arn og röbb uðum við hann smástund. Hér sést Hans Isebarn með al'la verðlaunagripina, sem hann hefur hlotið í keppnum á xmdanförnum árum. — Hvenær byrjaðir þú að leika golf, Hans? — Pabbi er mikið í golfinu, og ég fór þess vegna mjög snemma að fikta við þetta, en líklega hef ég byrjað að æfa í alvöru, þegar ég var tíu ára gamall. — Það er líklega eins með golfið og aðrar íþróttir, að mikilsvert er að fá' góða kennslu í undirstöðuatriðun- um, ef góður árangur á að nást seinna meir. Hverjir hafa nú kennt þér mest? — Ég fór í fyrstunni upp á golfvöll með pabba, Ingólfi ísebarn, og kenndi hann mér sitt af hverju, sem komið hef- ur mér að góðum notum síðan. í>á hef ég lært mikið hjá Magn- úsi Guðmundssyni, sem var um tveggja ára skeið hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur. Nú svo hef ég lesið mér svolítið til,“ segir Hans, og bendir á bók uppi í bókahillu, eftir golf- snillinginn Jack Nicklaus. — Hvern álítur þú vera bezta árangur þinn til þessa í golf- inu? — íslandsmótið í ár, þegar ég fór 72 holur í 322 höggum, er tvímælalaust langbezti ár- angur, sem ég hef náð. Enda álít ég að ég hafi aldrei verið í eins góðri æfingu, og ég er nú. í fyrra varð ég í öðru sæti í Coca Cola keppninni, á eftir Einari Guðnasyni, en þá varð íslandsmeistarinn í ár, Þorbjörn Kjærbo, í þriðja sæti. Einnig hef ég náð öðru sæti í Bridgestone-keppninni, en þá varð Þorbjörn númer eitt. — Ég hef veitt því athygli, að golfleikarar hafa oftast ein- hverja ákveðna kylfu sem nokk urs konar aðal-kylfu. Hvaða kylfu notar þú mest? — Mest nota ég nú auðvitað ,pútterinn,“ en þú ert nú víst ekki að spyrja um það. Sjö- járnið nota ég mest í alls kon- ar skot, jafnt í teigskot sem skot inn á flöt, og hvort sem skotið er langt eða stutt. — Stefnir þú að einhverju ákveðnu marki í íþróttinni? — Ég stefni auðvitað að sigri í hverri einustu keppni sem ég tek þátt í, og reyni alltaf eins og ég get að sigra. Þetta ár verður mitt síðasta í unglinga- flokki, svo að næsta ár keppi ég í meistaraflokki. Þá mun ég stefna að því að sigra í ís- landsmótinu fyrst og fremst. Árangur minn í •, nýafstöðnu íslandsmóti hefði nægt til þess að ná þriðja sæti í meistara- flokkskeppninni, og ég tel mig geta náð miklu betri árangri hafi ég nægan tíma til að æfa. Manstu eftir nokkru skemmtilegu atviki, sem hent hefur í golfkeppni? — Einu sinni var ég þremur höggum á undan Þorbirni Kjærbo í Coca Cola keppninni, þegar kom að síðustu holu. — Högg mitt lenti utan brautar, og tókst mér ekki að finna hann. Ég var með bolta af gerð inni Dart nr. tvö, og var enn að leifa hans, þegar Þorbjörn, sem stóð nokkuð frá mér, finnur bolta utan brautar. Hann kallar til mín, „Heyrðu Hans, varstu ekki með Dart númer þrjú?“ Hefði ég svarað þessu játandi, hefði ég misst tvö högg, þrátt fyrir að þessi bolti var einmitt minn bolti, og þá hefði Þorbjörn sennilega náð mér í keppninni. En sem betur fór vissi ég, hvaða bolta ég var með, og náði því að verða á undan Þorbirni í þetta sinn.“ „Hvert er álit þitt á hinum nýju reglum, sem útiloka ung- lingana frá keppni við þá full- orðnu?“ — Mér finnst þessar reglur anzi furðulegar, og finnst að það ætti að nema þær úr gildi hið bráðasta. Til dæmis hefur mér aldrei farið eins mikið fram og í fyrra, en þá lék ég einmitt talsvert við þá beztu, sem ég álít að hafi verið mjög lærdómslúkt fyrir mig. Ég tel engan vafa leika á því, að fái unglingarnir tækifæri til að leika við þá beztu, þegar þeir hafa getu til þess, fari ekki hjá því að þeir nái betri árangri seinna meir, sem bein afleið- ing af þeirri fyrirmynd, sem þeir fá, þar sem hinir beztu í íþróttinni leika. Hvar eiga líka unglingarnir að læra annars staðar en hjá þeim, sem eldri eru og reyndari? — Hvað mundir þú vilja ráð leggja unglingum, sem eru að byrja að stunda golf? — Ég álít, að þeir eigi fyrst og fremst að æfa sig vel; fá réttar hreyfingar í sveifluna, og æfa vel höggin, sem þeir nota síðan á sjálfum golfvell- inum. Ég held að allt of marg- ir brenni sig á því, að leika bara hring eftir hring, en leggi ekki nægilega mikla áherzlu á undirstöðuna.“ Að þessu sögðu kvöddum við Hans Isebarn, og teljum ekki nokkurn vafa leika á því, að nafn hans .eigi eftir að heyrast oft í sambandi við keppni þeirra beztu í golfi á komandi árum. — gþ. ounnsr

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.