Alþýðublaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 5
Al'þýðu'blaðið 29. september 1969 5 Alþýðu blaðið FrsmlcTiemdast j 6rl: I'órir Srcmundsson Kitstjóri: Kristján Bcrsi Ólftfuon (ábj Fréttsntjóri: Sijrurjén JóhHnnsson Auglýsmfsstjóri: ’ Sigurjóo Ari Sigurjónssoo Ótgefnndi: Nýja útgáfufclagið Prcnsmiðja Alþýðublaðsins: Sigur jafnaðarmanna Enda þótt talningu sé e'kki fyllilega ltol^ð í Þýzlka- landi, þá má ætla með nokkurri vissu um endanlieg úrslit kosninganna. Þýzki jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, hefur unnið mikinn kosningasigur, aukið fylgi sitt úr 202 í 224 þingsæti, eða uni 3,4%. Er ihann eini flokkur þingsins, sem unnið hefur á í lý)sningunum. Á síðus'tu árum ’hefur jafnaðarmannafltokkurinn í Þýzkalandi verið færður mjög í nútímiahorf og er orð- inn einn þróttmesti flokkur, sem jafnaðarstefnuna að- hyllist. Jafnaðarmenn njóta enda mikiis álits meðal þýzku þjóðarinnar, eins og -úrslit kosninganna sýna. Flokkair jafnaðarmanna uím heirn allan Ifagna sigri Skoðanabræðra sinna í ÞýzkVandi, og er það mikið á- nægjuefni fyrir evrópska jafnaðarmenn, hve steifna þeirra er i miiþlli sókn um Evrópu alla, eins og fcomið hefur m.a. fram við kosningarnar 1 Svíþjóð, Noregi og nú síðast í Þýzkalandi. Fjötrar Enn á ný hefur Moskvuvaldið látið til sín taka í málefnum Tékka, enn á ný hefur það miðstjórnar- vald alheimskommúnismans fóturn troðið mannleg réttindi, mannleg verðmæti í ríki, sem Moskvuvaldið telur sig þó vinveitt. Um þessa helgi, þegar í’slenzkt gróðurlíf var hneppt í fjötra fyrstu mjallar, var hinn veiki frelsisgróður í TékkósióvaH'u endanlega kæfður undir járnhæl fcommúnismans og þrælahellsið hert að hálisi tékk- neskrar þjóðar. Sá fjö'tur mun ekki falla af þeirri þjtoð, þótt sól rísi að vori og sú frelsisvon, sem rót- um sfcaut meðal tékknesks almúga á 'S'íðasta ári, var fcramin til dauðs við l^aldari barm en klakabrjóst Veturs konungs. Erindrekar MoskvuvaldsinSs í Tékkósióvakíu hafa isýnt þjóð sinni svo áð ekki verður um villzt, hverjum kommúnistar verða fyrst og fremst að sýna fyllsta trúnað, án tillits til þess, hverrar þjóðar rnenn þeir fcunna að vera, og hvaða drauma, vonir og þrár sú þjóð fcann að bera í barmi. Örlög Dubeeks og fylg- isma'nna hans eru búin hverjum þeim manni, sem hlýða vill á rödd þjóðar sinnar í löndum, þar sem Ikjommúnistar hafa komizt til valda. Einu framfar- irnar í 50 ára sögu fcommúniskrar harðstjórnar eru þær, að slíkir menn mega nú lífi hafda, — ef til vill. Geta lýðræðissinnaðir íslenáingar, sem stutt hafa vitandi vits við bak kommúmista á íríandi undanfarin ár og áratugi því fagnað öðru meir en að þrátt fyrir þann Stuðning skuli kommúnistUm á Islandli efcki hafa tekizt að efla sig til áhrifa og leggja sína fcöldú h'önd á frelsi og mannréttindi þjóðar vorrar. I I i L I I í i I I i I I □ Je Táme Moi Non Plus er án efa ein umdeildasta plata ársins. Það eru liðnir 3 mán- uðir síðan hún var gefin út og er nú í 4. sæti brezka vinsæld- arlistans og allt útlit fyrir að hún lendi í 1. sæti áður en langt um líður. Platan var gefin út á merki Philps, en þeir hafa nú dregið útgáfuna til baka vegna þeirra deilna, er staðið hafa um hana. Hún hefur verið bönnuð í mörg um útvarpsstöðvum, þar á með- al BBC. Sumar útvarpsstöðvar leyfa þó að útvarpa undirspil- inu en þurrka út textann. Nú hefur Major Minor merk- ið tryggt sér útgáfuréttinn. — Platan hefur selzt í 120.000 eintökum. Serge Gainsburg, höfundur lagsins sagði sl. þriðjudag í viðtali við New Musical Ex- press, að von væri á annarri plötu í janúar nk. með honum og Jane Birkin, en hún sá um kvenhlutverkið í Je Táime Moi Non Plus og leysti það prýði- lega af hendi. Einnig hefur ver ið gefin út LP plata með þeim og eru textarnir í þeim lögum allir franskir. Þá má geta þess, að lagið, Je Táime Moi Non Plus, var tekið upp á sínum tíma með Brigitte Bardot, en þegar átti að gefa plötuna út, vildi hún það ekki, svo að hætta varð við allt saman í það sinn. Loksins „Get Back“ heitir þriðja myndin með The Beatles og verður hún frumsýnd í Eng- landi upp úr næstu áramótum. „Get Back“ er eins og nálf klst. heimildarmynd um æf- ingarnar í sambandi við hinn umdeilda sjónvarpsþátt þeirra. Ein af senunum í myndinni er af því þegar þeir tóku upp lagið „Get Back“ undir berum himni á þaki byggingar Apple fyrirtækisins í London. Mynd þessi er sú þriðja og síðasta í samningi við United Artists. Um svipað leyti og myndin verður frumsýnd kemur út LP með þeim félögum og heitir hún einnig „Get Back“. Á föstudaginn kom út nýjasta LP með The Beatles, en hún heitir Abbey Road. Fyrirfram hafa verið pöntuð 50 þúsund eintök, svo að útlit er fyrir að þessi plata seljist ekki síður en fyrri plötur bítlanna. Paul samdi lögin „Bathrroom Win- dow“ og „Maxwell’s Silver Hammer“ fyrir 8 mánuðum, en þau eru bæði mjög góð, sérstak lega hið síðara. Eitt bluesiag er á plötunni og heitir „Carry that weight", og eftir því að dæma gætu þeir alveg hiklaust lagt fyrir sig blues eingöngu. Eitt lag á plötunni er eftir Ringo Starr „Octopuses Gard- en“ og svipar til „Yellow Sub- marine“. Lagið „Here Comes The Sun“ eftir Georg Harrison er áreiðanlega með þeim beztu sem hann hefur samið. — □ Mick Jagger í Rolling Stones er að leika í kvikmynd í Ástralíu um þessar mundir. Hann leikur þar hlutverk Ned Kelly, sem er illræmdasti bófi sem Ástralíumenn hafa eign- azt. Stjórnendur myndarinnar segja að Mick sé ágætur leik- ari. VINSÆLUSTU PLÖTURNAR: (2) 1 Bad Moon Rising Creedence Clearwater • • Revival .(3) 2 Don‘t Forget to Remember Bee Gees .(1) 3 In the Year 2525 Zager & Evans (5) 4 Je t‘aime . . . Moi non plus Jane Birkin Scrge Gainsburg .(8) 5 Natural Born Bugie . Humble Pie (4) .6 Too Busy Thinking About My Baby , . . Marvin Gaye (6) 7 Viva Bobby Joe Equals .(7) 8 My Cherie Amour Stevie Wonder (11) 9 Good Morning Starshine Oliver (15) 10 ITl never fall in Love Again Bobbi Gcfotry (9) 11 Honky Tonk Women Rolling Stones (10) 12 Saved bv the Bell Robin Gibb (17) 13 Cloud Nine Temptations (14) 14 Curly Move (26) 15 Marrakesh Express Crosby, Stills & Nash (13) 16 Make Me an Island Joe Dolan (30) 17 Throw Down a Line Cliff Richards & Hank Marvin Framh. á bls. 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.