Alþýðublaðið - 08.10.1969, Side 16

Alþýðublaðið - 08.10.1969, Side 16
- Alþýðu blaðið 8. októb'er 1969 □ Mikið fjör er í slátursölu þessa dagana, eins og vænta má þar sem sláturtíðin stendur sem hæst. í gær var allt slátur uppselt í slátursölu SÍS á Kirkju sandi, og var stanzlaus ös þai frá því klukkan 9 um morgun- inn, þegar biðröðin var lengst, náði hún langt út á götu. SÍS fær allt sitt slátur ofan úr Borgarnesi, og fékkst því ekki meira slátur í gær, en væntan- lega hafa verið komnar nýjar birgðir í morgun---Sláturfélag Suðurlands hefur sláturútsölu að Laugavegi 160 og einnig þar var stanzlaus ös í gær, allt fram til sex, en'bílar frá Sláturfélag- inu höfðu varla við að flytja slátrið á milli. BLÓÐ, MÖR OG HAUSAR Við skruppum í gær upp í slátursölu, en hún er til húsa þar sem gamla verzlunin Ás var eitt sinn. Fólk kom og fór, fór inn í slátursöluna með alls kyns ílát, brúsa, fötur og bala, og kom út, með öll ílátin full af blóði og hlaðið mör og haus- um. — Við tókum tali Greip Kristjánsson, er hann og kona hans komu út úr slátursölunni. — Takið þið slátur árlega, Greipur? — Já, og höfum gert allan ókkar búskap, eða í 30 ár. — Hvað tekurðu mikið yfir- leitt? I ÞAÐ BORGAR SIG AÐ TAKA SLÁTURí DÝRTÍÐINNI — Það er misjafnt, fer eftir efnum og ástæðum. Maður tek- ur meira í dýrtíðinni, það borg- ar sig. Við geymum alltaf tölu- vert, bæði súrt og líka í frysti, og þá fullsjóðum við slátrið, svo að ékki þarf nema að hita það upþ áður en það er borðað. Næst koma þau Álfheiður Eiriarsdóttir og sonur hennar, Jón Rafhar Jónsson. — Hvað tekur þú mikið? spyrjum við Álfheiði. — Tólf slátur. — Hefur þú tekið slátur oft? — Allan minn búskap, 35 eða 36 ár. Reyndar er þetta i annað sinn sem ég tek slátur hérna, við erum frá Bolungar- vík, en erum nú flutt til Hafn- arfjarðar. ( /-: KANN EKKI AÐ META SÚRT SLÁTUR — Hvernig geymir þú allt þetta slátur? Ég frysti það, sýri ekkert. Loks hittum við Ásu Sverris- dóttur, þar sem hún var að Frh. á 15. síðu. Ása Sverrisdótir kemur slátrinu fyrir í skottinu. Greipur Kristjánsson, iögregluvarðstjóri, ber út b!ó5i5. ■ ■ 59 milljónir koma í hlut (slendinga Ungverjar styrkja þýðingar úr ísl. □ Reykjavík — KB. Áhugi á íslenzkum fræðum er mikill í Ungverjaiandí og er líklegt, að ungversk istjórnarvöld muni á næst- unni auka stuðning sinn við þýðingar á íslenzkum bókmenntum á ungversku, bæði fornum og nýjum. íslenzk stjórnarvöld hafa á hinn bóginn boðið ung- verskum stúdent eða kandidat styrk til íslenzkunáms hér, en til þessa hefur aðeins einn Ungverji getað þýtt bókmenntaverk úr íslenzku. Reykjavík — KB. □ Sérstök yfirdráttarheimild íslendinga hjá AlþjóSagjaldeyr- issjóðnum samkvæmt því nýja kerfi sem tekur gildi um ára- mótin nemur 670.700 dollur- um eða um það bil 59 milljón- um króna. Frá þessu skýrði viðskipta- málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla son á blaðamannafundi í gær, en hann er nýkominn heim af fundi Alþjóðabankans og Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins, þar sem ákveðið var að þetta nýja kerfi tæki gildi nú um áramót- in og að fullu á þremur árum. Ráðherrann sagði að ákvörð- un um þetta hefði verið tekin á fundi í Ríó fyrir tveimur ár- um, en með þessu kerfi væri raunverulega verið að auka við gullforða eða gjaldeyrisvara- sjóð heimsins. Heildarupphæð yfirdráttarheimildanna er 9,5 milljarðar dollara og kemur kerfið til framkvæmda þannig, að nú um áramótin verður yfir- dráttarheimildin 3,5 milljarðar en 3 milljarðar bætast við 1971 og 1972. Hlutur íslendinga fyrsta árið verður rúmar 20 milljónir króna, en heimildir einstakra aðildarþjóða fara eft- ir framlagi hverrar um sig til sjóðsins. Heildarupphæð kvóta allra þjóða hjá sjóðnum er 21,5 milljarðar dollara, þar af er okkar kvóti 15 milljónir eða 0,0706 af heildarupphæðinni. Aiþýðuflokks- fundur í Kópavogi Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur fund í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 9. okt. kl. 8 síðdegis (neðri salur). — Fundarefni: Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason ræðir um stjórnmálaviðhorfin. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. Þetta kom fram á biaða- mannafundi, sem dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra hélt í gær, en þar skýrði hann frá sex daga opinberri heim- Frh. á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.