Alþýðublaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 2
2 Al'þýfiublaðið 1. nóvember 1969
BARNASÍÐAN
Umsión Rannveig Jóhannsdóttir
Þessa skemmtilegu mynd sendu Þórgunnur 6 ára
og Magga 8 ára. jÞær fá báðar senda Molaveifu að
launum.
Yerðlauna-
krossgáta
Lárétt; 1 jurt — 4 Skyldir
stafir — 5 belti — 6 Slæmi.
Lóðrétt: 1 Naut — 2 Litlir
ullarhnoðrar — 3 Flugustrákur
í Alþýðublaðinu — 5 Eins og
5 lárétt.
Kæra barnasíða.
Ég sendi þér litla krossgátu,
sem ég vona að ungu lesend-
urnir geti ráðið. Ef þau lenda
í vandræðum finnst mér ekki
nema sanngjarnt að pabbi og
mamma hjálpi til. Með beztu
kveðju. — G. Ó.
!
Við þökkum G. Ó. kærlega
fyrir og ætlum að verðlauna 3
krakka, sem senda rétta
ráðningu. Ráðningar skulu hafa
borizt fyrir 1'5. nóvember. —
Utanáskriftin er; Bamasíða
Alþýðublaðsins, pósthólf 320.
i
l ,
I 1 i 3
*f ■ *
6
OKKAR Á MIIJJ SAGT
t
Halló krakkar!
Nú er ein vika liðin af vetrinum, og
þið auðvitað komin í vetrarstemningu.
í skólanum er nóg að gera, og ég veit,
að ykkur finnst ekki síður gaman á vet
urna en á sumrin, þó að munurinn sé
mikill á þessum árstíðum.
Á veturna gerið þið svo margt, sem
hreinlega enginn tími V gefst til að
sumrinu. Því það eigið þið að nota til
að vera sem piest úti að leika ykkur.
Eins og þið vitið virka dagarnir
styttri á veturna, vegna þess að þá
dimmir fyrr. Og á kvöldin, þegar
dimmt er orðið, og engir krakkar mega
vera úti lengur, er alveg upplagt að
setjast við að teikna eða rifja upp gát-
ur og skrýtlur og m.>gt annað, sem
ykltur hefur verið sagt, og þið haldið
jafnvel, að þið séuð búin að gleyma. .
Við skulum því efna til SKRÝTLU-
IvEPPNI, sem verður þannig, að þið
safnið 5—6 skemmtilegum skrýtlum.
Þið ráðið því alveg sjálf, hvort þið
verðið ei.i eða í félagi við systkini ykk-
ar, skólafélaga eða vin.
Þegar þið hafið safnað skrýtlunum,
skuluð þið senda þær til BARNASÍÐ-
UNNAR, innan 14 daga.
Veitt verða verðlaim ' fyrir beztu
skrýtlurnar, en auk þess munu flestar
skrýtlurnar, sem inn koma, birtast á
síðunni ykkar, ásamt nöfnum send-
endanna.
Gangi ykkur nú vel,
Ykkar
1
Rannveig.
Til hamingju
með afmælið
Ævinlýri Benna Bangsa
í dag er fyrsti dagur nýs
mánaðar, nóvembermánaðar.
Ég ætla því að biðja yfckur
krakkar, sem eruð 10 ára og
yngri, og áttuð afmæli í
október, að fylla út eyðublaðið
hérna fyrir neðan, og senda
það til
Bamasíðunnar, merkt
„Afmælisböm.“
Síðan verða dregin út nokkur
nöfn. Og þau heppnu fá smá af
mælisgjöf frá Alþýðublaðinu.
Ég varð .... ára .... október.
Nafn .................
Heimili
Sími
1. Frú Kanína á afmæli í dag, 2.
og Benni færir henni af-
mælisgjöf. Hún er mjög glöð
og spennt.
Frú Kanína tekur upp pakk
ann og finnur þar þessa Iíka
stóru og finu matreiðslu-
bók. En liún er samt ekki
ánægð.
Hver á hvað!
iHér eru átta myndir af mis-
munandi persónum. Og fyrir
neðan sjáið þið marga ólíka
hluti. Hver hlutur á þó að til-
heyra einni ákveðinni persónu.
Getur þú séð hver á hvað?
Þegar þú hefur fundið hvaða
hlutur á við einstaka persónu,
skaltu skrifa lausmina á blað
ásamt nafninu þínu og heimil-
isfangi, og senda bréfið til
Barnasíðu Alþýðublaðsins,
Pósthólf 320.
En þú verður að senda lausn-
ina innan 14 dága frá og með
deginum í dag (1. nóv.).
3. Allt í einu fer hún að há-
gráta, og segir snöktanði, —
„ó, Benni, ég kann ekki að
lesa.“
4. „Allt í Iagi,“ segir Bennl.
„Fað skal ég kenna þér.“ Nú
er frú Kanína glöð. — Og
kennslan byrjar strax.
ii il