Alþýðublaðið - 01.11.1969, Side 14

Alþýðublaðið - 01.11.1969, Side 14
14 Alþýðublaðið 1. nóvember 1969 EFTIR FRANCES OG RICHARD LOCKRIDGE Smáauglýsingar STÚLKAN I GULU KÁPUNNI aði í framan. — En Alice, hvernig væri, að ég æki strax af stað og svo hittumst við heima hjá mér eftir svona einn eg hálfan tíma? Væri það í lagi? j — Já, ætli það ekki. Við sjáumst þá aftur heima fijá þér. Rödd hennar varð aftur flauelsmjúk: — Er þér alveg batnað, Loren? Það er allt í lagi nreð þig núna? Hvers vegna fórstu eiginlega svona snögg- lega? .— Ég segi þér það, þegar við hittumst, sagði Loren og lagði á. Nú komst aðeins ein hugsun að hjá henni: Að kom ast eins fljótt og hægt væri heim í íbúðina sína við 10. stræti og tala við Alice JackSon. — Charles! Hún fann kjallarameistarann í garð inum. Hann var einmitt að slá grasflötina. Þegar Loren nálgaðist, slökkti hann á vélinni. — Ef Pet- ei Sayers hriiígir eða kemur, þá segið honum, að ég sé 'arin heirn, og fað væri gott, ef hann hringdi til mín eða.... Eða ætti ég að biðja Peter að koma til mín? Mig langar ekki til að vera ein með þessari Alice Jackson svo mikið sem eina mínútu. — Nokkuð fleira? spurði Charles og ýtti strá- hattinum aftur á hnakka. — Nei, sagði hún, ekkert annað. — Ég verð að reyna að komast til botns í þessu ein, ákvað hún og gekk út að bílnum sínum. Hún settist við stýrið, kom bílrrum í gang og ók af stað. Mölin þeyttist undan hjólunum um leið og hann þaut af stað. Skrifstofur Intercontinental Lead voru á 12. hæð- í skýjakljúfi einum í verzlunrahverfi New York borgar. Eftir að Peter Sayers hafði beýgt af Broadway inn í Wall Street, og numið staðar þar, sá hann, að þar hafði ekki verið lagt einum einasta bíl. Hann undr. aðist það dálítið. Sennilega hafa Snyder og Perkins komið í leigu- bíl, hugsaði hann. En það var heldur ótrúlegt, með Perkins að minnsta kosti, og hann þekkti hann nógu vel til að vita, að han kom aldrei án einkabílstjóra. Peter gekk inn í forsal háhýsisins og litaðist um1. Einkennisklæddur maður sat í húsvarðarklefanum og leit undrandi á Peter. Þegar Peter gekk að lyftunni kom maðurinn út úr klefanum á eftir honum.' —Á 12. hæð, sagði Peter. Þeir héldu upp. Á leiðinni upp fann Peter, að maðurinn hortði .rannsakandi á hann. —Gerið svo vel, herra minn. Maðurinn opnaði fyrir honum lyftudyrnar. Peter steig út. Beint á móti lyftunni voru skrif- stofurnar. Þær voru merktar með stærðar látúns- plöíu. Meðan Peter reyndi að opna hurðina og hringdi svo, stóð sá einkennisklæddi við lyftuna og beið. Peter hringdi aftur. Sá einkennisklæddi ræskti sig. — Hvert ætlið þér eiginlega? Peter sneri sér að honum. — Ég er kominn til að hitta hr. Snyder og hr. Perkins. Þeir áttu von á mér. —Það er sunnudagur í dag. Og enginn á skrif- stofunum. — En.... Peter horfði ráðþrota á hurðina. — Einkaritari Perkins hringdi í mig fyrir klukkutíma. Hún sagði, að ég ætti að hitta hr. Perkins á skrif- stofunni. — Það er sunnudagur í dag. Ég var að enda við að segja yður það. Hvorki hr. Perkins né eirikaritari hans hafa látið sjá sig hér í dag. —Gott og vel, sagði Peter og fór innr í lyftuna. — Get ég fengið að hringja hérna? Þegar lyftan var komin niður á neðstu hæð og maðurinn hafði opnað, benti hann á símaklefa. Hann stóð kyrr og horfði á Peter hringja. —Hvar er nú miðinn með símanúmerinu? Peter leitaði í öllum vösum. Loksirrs fann hann miðann, sem Charles hafði látið hann hafa. Það leið langur tími þar til svarað var. Það var karlmannsrödd að þessu sinni. — Þeta Ter Peter Sayers, sagði hann. Stutt þögn. — Nú, já, rumdi í hinum enda símalínunnar. — Get ég fengið að tala við hr. Perkins? —Hvern segið þér? — Hr. Perkins eða hr. Snyder. — Hér eru engir með þeim nöfnum. Þetta er í Barnettsapóteki. Peter starði á miðann. Hann athugaði, hvort hann hefði farið stafafeil. Svo sagði hann: — Fyrir andartaki hringdi ég í þetta númer. Þá anzaði stúlka. Hún sagðist vera að hringja fyrir hr. Perkins. — Hér er engin stúlka, anzaði hinn. — Þér ættuð bara að vita, hvað ég er feginn því, að hér skuli ekki vera neinn andskotans kvenmaður... .Þér haf ið fengið skakkt númer. , Það heyrðist smellur á línunni. Peter lagði tólið hægt á. 7 I I I ! I i TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmaxin annast vlðgerðir og vlðliald á trévwU húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og ddra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUB! Höfum fyrirliggjandl: Brettl — Hurðir — Véliarlok — Gejrmslulok á Volikswagen í allQestum lltum. Skiptum á eiiium degi með dagsfyrirvara fyrir' á- kveðið verð. — Reynlð viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og felæðningar á bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 PÍPULAGNIR. - Skipti hitakerfum. Ný- lagnir, viðgerðir, breytingar á vatnsleiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við wc^kassa. — Sími 71041. — Hilmar J. H. Lúthersson, pípulagningameistari. Jaröýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, Innan og utan borgarlxmar. Heimasímar 83882 — 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. __________________________________________I MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. VEITINGASKÁLINN, Geíthálsl

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.