Alþýðublaðið - 08.11.1969, Blaðsíða 8
8 Al'þýðublaðið 8. nóvember 1969
□ ÞaS er nauffsynlegt aS varS;
veita heilar götur eSa jafnvel heil
hverfi í gamla borgarhlutanum svo
unnt sé aS lesa byggingj?rsögu
borgarinnar af húsunum sjáifum.
ÞaS er á engan hátt fullnægjandi
aS varSveita eitt og eitt hús slitiS
úr tengslum viS umhverfiS þó svo
þaS sé merkilegt út af fyrir sig,
sagSi Þorsteinn Gunnarsson, arki-
tekt er viS höfSum tal af honum
um daginn um byggSakönnun
gamfa borgarhlutans, sem hann og
HörSur Ágústsson, listmálari, vinna
aS og senn er á enda.
FORSAGAN
Forsaga könnunar þessarar er
byggðakönnun sú, er fram fór
um það leyti sem byggðasafn-
ið að Árbæ var sett á laggirn-
ar, í því skyni að kanna hvaða
hús skyldu flutt þangað upp-
eftir. — Um það leyti kom Þor
steinn Gunnarsson heim frá
námi í arkitektúr í Kaupmanna
höfn. Hafði hann tekið sem sér
grein könnun og skipulagningu
gamalla borgarhluta, í tengsl-
um við endurskipulagningu
þeirra. Var Þorsteinn fenginn
af borgaryfirvöldunum til þess
að kanna og gera skynditillög-
ur á ákveðnum reit í borginni.
— Þóttu vinnubrögð Þórsfeins
mjög nýstárleg hér og könnun-
in var ítai'lega gerð. Seinna
iagði borgarráð til, að hafin
yrði ailsherjar könnun á varð-
veizlugildi húsa í gömlu borg-
arhlutunum og vinnubrögð
Thor Jensens húsið er ómiss-
andi hluti af umhverfi Tjarn-
arinnar í Reykjavik, auk þess
sem það er verðugur minnis-
varði um hyggingarháttu. þá,
sem ríktu upp úr aldamótun-
um. — (Myndir : ÞORRI)i
Þorsteins lögð til grundvallar,
og hann, auk Harðar Ágústs-
sonar, fenginn til að fram-
kvaéma könnunina. — Hófust
þeir handa skömmu fyrir jól
1967 og er því verki senn lok-
ið, eins og drepið var á hér
að framan. -— Þar sem rann-
sókn þessi á eftir að hafa á-
hrif á dóma borgaryfirvaldanna
yfir gömlu hverfunum, hitti,
Alþýðublaðið Þorstein að máli
fyrir skömmú og bað hann að
lýsa henni í stórum dráttum.
10 ÁRUM OF SEINT
— Nú var aðalskipulag
Reykjavíkurborgar samþykkt
árið 1962, Þorsteinn, er þessi
byggðakönnun þá ekki full
seint á ferðinni?
— Það má segja, að hún sé
einum 10 árum of seint á ferð-
inni, en það er rétt að taka það
fram, að varðveizlutillögur okk
ar hafa verið gérðar í samræmi
við aðalskipulagið, en þar seg-
ir einmitt, að borgaryfirvöldin
óski eftir að nánar verði kveð-
ið á um þáð, hvernig ’ gömlu
borgárhverfin skuli meðhöndl-
uð. Við höfum lagt fram óskir
um varðveizlu, en endanlegri
samþykkt er ólokið.
GRAFIZT FYRIR UM
SÖGU HÚSANNA
— Hvernig unnuð þið þessa
könnun, Þorsteinn?
— Starfið er þríþætt. í
Nærmynd af skrautinu yfir
aðaldyrum Thors Jensens
hússins. Súlurnar eru eina
dæmið um jóniskar súlur í ís-
lenzkri byggingarsögu.