Alþýðublaðið - 08.11.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.11.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 8. nóvember 1969 / i j I 36. EFTIR FRANCES OG I RICHARD LOCKRIDGE j STULKAN I I I GULU KÁPUNNI horfinn inn á næstu bugðu. Loren hélt áfram. En henni var æ betur Ijóst að þessi vegur hlaut að enda sem blindgata. Það þýddi að bíllinn var búinn að leiða hana í gildru, sem engin möguleiki var að sleppa úr. Taugar hennar voru yfirspenntar, og hún byrjaði að missa kjarkinn. Hún svitnaði í lófunum og hægri fóturinn á bensíngjöfinni var næstum dofinn. Það er bezt að ég snúi við og fari á bensínstöð- ina, hugsaði hún. Kannski get ég snúið við eftir næstu beygju. 1 | , I f Hún tók eftir svolitlu útskoti þar sem hægt var að snúa við og bakka inn á það. En þegar hún ætlaði að fara' að aka áfram, sá hún að Ijósgræni bíllinn var fyrir aftan hana. Loren hemlaði. ; Hún sat sem stirðnuð og gat hvorki hreyft legg né lið. Galopnum augum starði hún í spegilinn. Stúlkan steig út úr bílnum. Hægt kom hún í áttina til Loren. Hún heyrði marra í mölinni undir fótum hennar. Og svo stóð stúlkan við hliðina á bílnum hennar, beygði sig fram og leit á Loren gegnum hálf opinn hliðargluggann. — Gaman að sjá þig aftur, sagði hún. — En hvað það var fallegt af þér að elta okkur hingað. Hún tók af sér blðu slæðuna og brosti til Lorenar. Þetta var Alice Jackson ... — Stígðu út úr bílnum, sagði Alice Jackson og opnaði hurðina á bíl Lorenar. Og sá Loren að hún miðaði á hana skammbyssu. — Flýttu þér svolítið, bróðir mínum er illa við að bíða. Hún lét Loren ganga á undan sér, og kom nokkr- um' skrefum á eftir. Þegar þær voru komnar alveg að Ijósgræna bílnum, var hurðin opnuð. — Komdu inn góða — heyrði Loren ökumarrniiin segja. Mjúk og vingjarnleg rödd. Og þá þekkti hún hann aftur: Það var Robert Campbell. B o b frændi hennar. — Övænt ánægja finnst þér ekki, sagði Bob bros- andi. Loren kom ekki upp orði. Húrr fann skammbyssu- hlaupið nema við mjöðmina á sér, riðaði svolítið og lét svo fallast niður í sætið. Alice kom inn á eftir henni. Bíllinn fór strax af stað. Enginn sagði orð. Robert Campbell ók bifreiðinni svo sem hálfa mílu til viðbótar, svo nam hanrr staðar. — Þá erum við komin, sagði hann. — Þarna er húsið, sem þú ert búin að taka á leigu... Alveg yndislegt hús, Þú ert nefnilega þar í felum eftir að vera búin að myrða frænda þinn og svo blessaðann karlinn hann Lathrop... Öíl þrjú gengu þau saman upp stigann að húsinu. Alice alltaf nokkrum skrefum á eftir Loren. Það var sannarlega yndislegt hús sem þau fóru inn í. ■— Það er konrinn tími til að ég kynni þig fyrir systur minni, sagði Bob og ýtti Loren niður í hæg- indastól. — Þú mátt ekki taka þaö illa upp fyrir henni, þó hún kalli sig stundum Alice Jackson. Hann brosti til systur sinnar. — í raun og veru heitir hún Dorothy og þetta er indælis stúlka. Hún hefur verið mér stoð og stytta upp á síðkastið. Dorothy Campbell, sem kallaði sig Alice Jackson — hélt enn á skammbyssunni. — Ég held að við ættum að fara að flýta okkur, sagði hún, og nú var röddin ekki eins blíðleg og áð- ur. — Loren talaði í símann á leiðinni. — Rétt er það, sagði Bob. — En þá vissi hún ekki enn hvaða leið hún myndi fara, og hér verður ekki svo auðvelt að firrna hana. Bíllinn hennar er meira en hálfa mflu í burtu. Og þegar hann finnst verðum við komin langt í burtu. Loren hafði ekki sagt orð fram að þessu. Hún horfði enn á Robert Campbell og trúði ekki sínum eigin augum. Bob frændi hennar sem hún hafði hald- ið að væri trúverðugasti maður sem hugsast gat... — Og hvað ætlið þið nú að gera. Rödd Lorenar hljómaði einkennilega rólega, hún undraðist það sjálf. — Það færðu fljótlega að sjá væna mfn. Bob gekk inn í hliðarherbergi, setti upp skinn- hanzka og tók ferðatösku. Hann opnaði hana og fór að taka upp úr henni föt. Það voru föt Lorenar... Bob hafði sótt þau í íbúð hennar eftir að systir hans hafði rekið Lathrop í gegn. — Allt mun benda til þess að þú hafir ætlað að koma þér hér fyrir, sagði Bob. — Það er bráðum "kominn hálfur mánuður síðan þú tókst húsið á leigu — og auðvitað undir fölsku nafni. Hann hengdi föt Lorenar umhyggjusamlega inn í skápinn. —• Þú leigðir húsið undir nafninu — Alice Jack- son... Dorothy Campbell lokaði skápnum, tók veski Lor- enar opnaði það og dreifði snyrtivörunum víðs vegar um herbergið. — Ég viðurkenni að þú átt rétt á skýringu, sagði I I I I I I I I I I I I I I I I I l I TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Latið fagmann annast vlðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Simi 41055. VOLKSWAGENEIGENDUB! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véiarlok — Geymslulok á Volikswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptln. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Síniar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningaí á bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 PÍPULAGNIR. - Skipti hitakerfum. Ný- lagnir, viðgerðir, breytingar á vatnsleiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við wc-kassa. — Sími 71041. — Hilmar J. H. Lúthersson, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtur tmktorsgrðf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Hcimasímar 83882 — 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. __________________________________________I MATUR OG BENSIN allan sólarhringinn. VEITINGASKÁLINN, Geíthálsl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.