Alþýðublaðið - 08.11.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1969, Blaðsíða 2
2 ' Alþýðublaðið nóverríber 1969 BARNASÍÐAN Umsjón Rannveig Jóhannsdóttir □ Myndirnar af þessum fyr- lenzka fánann við hún. ViS flytj irtaks togurum fékk Bamasíð- um Pétri og 'Gunnari beztu an frá þeim Pétri Jenssyni og þakkir og biðjum þá að koma Gunnari R. Gunnarssýni. Ann í heimsókn við tækifæri og ar togarinn heitir Surtsey RE taka við Molaveifu hjá okkur. 105, en hinn Narfi RE 12. Þeir ■ Þið skuluð endilega senda teikn eru í fallegum litum með ís- ingar, sem þið hafið gert, svo hægt sé að skreyta síðuna ykb ar með myndum eftir ykkur. Svo þakka ég fyrir öll skemmti legu bréfin, sem ég er að fara yfir.— Skrýtlur i □ Drengur einn sex ára fór í kirkju með foreldrum sínum og lieyrði þar frásögnina af Adam og Evu, og hvernig Eva var búin til úr rifi Adams. Sama dag var veizla heima hjá honum og hann borðaði svo mikið að honum varð illt og gekk afsíðis. — Hvað gengur að þér, elsk- an mín, spurði mamma hans. — Æ, svaraði strákur, mér ev svo mikið illt að ég held ég ætli að fara að eignast konu. Kalli litli, viltu ekki koma og' kyssa hana frænku þína? Ég skal gefa þér krónu. Kalli: — Nei, þá vil ég miklu heldur taka lýsi hjá mömmu, og fá túkall fyrir það. „Þú segir að þú hafir verið undrabarn?“ „Já, allir segja, að þegar ég hafi verið tveggja ára, hafi ég verið eins sniðugur og nú.“ „Pabbi, sögðu þeir ykkur frá Hrafna-Flóka, þegar þú varst í skóla?“ „Já, góði minn." „Þeir eru enn að því?" * Kennarinn bað Jón að segja sér, hvað táknað væri með orð- inu hræsnari. „Það er,“ svaraði Nonni, „drengur, sem kemur í skólann með bros á vör.“ I Barnarúm og dýnur Vinsæl ! Og I ódýr Hnofan Hjúsga'gnaverzlun Þórsgötu 1 Sími 20820 I I I I I I I I I I I I I I Börnin í tjaldinu Allt var miklu skemmtilegra eftir að Klara fékk indíánatjaldið sitt. Klara var 6 ára og lék sér alltaf við Kalla, sem var 5 ára og átti heirrra í næsta húsi. Hún hafði fengið tjaldið í afmælisgjöf. Á hverjum morgni reistu þau það í garðinum heima hjá henni, og það var ekki fellt fyrr en þau fóru irrn að borða kvöldmatinn. Þegar maður á tjald, borðar maður náttúrulega morgunmatinn í því. Mamm'a smurði nokkrar brauðsneiðar og þau fengu „djús‘‘ á gosdrykkja- flösku. Einustu húsgögnin í tjaldinu voru tveir mjaltastólar, sem pabbi hans Kalla hafði gefið þeim. Á þeim var ,gott að sitja á morgnana, þegar grasið var ennþá blautt. Á milli stólanrra var pappakassi, sem var notaður fyrir borð. í botn- inum á honum lágu nokkur gömul Andrés önd blöð, og Kalli hafði búið til ferkantað gat á aðra hliðina á kassanum, svo hægt væri með naum- indum að stinga hendinni þar í gegn og ná í eitt blað. Mamma hans hafði einrnig gefið þeim sitthvað í tjaldið. Meðal ann- ars gamalt Ijósker með kerti í. „Bara að við mættum nú sofa í tjaldinu í nótt,“ sagði Kalli við mömmu sína. Mamma hans var ekki alveg viss. Hún varð að tala við ömm'u henrrar Klöru fyrst. Og börnin fengu leyfi til að sofa í tjaldinu eina nótt með því skil- yrði, að það væri beint fyrir neðan svefnherbergisglugga foreldra Klöru, svo að þau gætu haft auga með þeim. Tjaldið var of lítið til þess að hægt væri að breiða alveg úr svefn- pokunum, en það gerði ekkert til. Þeir voru hvort sem var alltof langir fyrir Klöru og Kalla. Þau fengu sitt hvort vasaljósið og peysu, sem þau gátu farið í utan yfir náttfötin, ef þeim yrði kalt. „Ert þú hrædd?" spurði Kalli, þegar þau lágu í svefnpokunum og skoðuðu Andrés önd blöðin. „Nei, auðvitað ekki, við hvað ætti ég eiginlega að vera hrædd?" qagði Klara. „Við köllunr bara, ef eitthvað kemur fyrir." „Hvað getur komjð fyrir?" spurði Kalli hræddur. „Ef til vill skríður eitthvert villt dýr inn í tjaldið, eða það kemur hættulegur maður utan af götunni. En það versta er, ef ,það verður þrumuveður og eldingunum slær niður í tjaldið, þá deyjum við,“ sagðl Klara. Kalli gat ekki sofnað. Hann lá og hugsaði um alla hræðilegu hlut- ina, sem gátu komið fyrir, og hann hlustaði eftir hljóðunum úti í nótt-* inni. Ef hann væri nú bara kominn heim í sitt eigið herbergi. Kalli hugsaði svo mikið, að hann sofnaði að síðustu af hræðslu og hann dreymdi mjög illa. Stór björn reyndi að opna rennilásinn á tjald- inu og á eftir stakk hann hramminum inn eins og hann vidi ná í fæt- urna á Kalla. Hann gat mjakaö sér svo langt inn í tjaldið, að hann lá á milli svefnpokanna með trýnið upp við höfuðið á Kalla. H'ann þefaði af honum til að vita, hvort hann gæti étið hann. Kalli vaknaði hljóðandi. Hann hafði dregið fæturna upp undir höku og það bogaði af honum svitinn. Og svo sat aðeins heimskulegur kötL ur við höfðalagið hjá honum. Það var hann, serrr hafði .komið Kaila tii að dreyma um björninn. Mamma Klöru hafði heyrt hljóðin í Kalla og kom hlaupandi út til að vita, hvað væri að. Kalli sagði henni frá vonda draumnum, sem hann hafði dreymt, og hún sagði, að bezt væri fyrir hann að koma inn og sofna í Klöru rúmi. Næsta nrorgun skyldi hún svo vekja hann nógu snemma til þess að hann kæmist aftur í svefnpokann áður en Klara vaknaði. Klara hafði sem betur fer ekki heyrt hljóðin í Kalla, af því að hú§ grúfði sig ofan í svefnpokann og svaf eins og steinn. Snemma morguninn eftir læddist Kalli aftur út í tjaldið. Klara sval enn, og hann skreið ofan í svefnpokann án þess að hún vakrtaði. Fuglarnir sungu úti og það varð alveg bjart í tjaldinu, og Kalli skildl ekki núna, hvernig hann hefði orðið svona hræddur við köttinn kvöldið áður. En Klara fær örugglega aldrei að vita, að hann hafði orðið svo hræddur, að hann hafi þurft að sofna í rúminu hennar. LEIKFÖNGIN eru fallegust í Leikfangalandi. Koimið og skoðið. Leikfangaland Veltusundi 1 1— Sími 18722

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.