Alþýðublaðið - 17.11.1969, Síða 7
Al'þýðublaðið 17. nóvember 1969 7
talningu vantaði ljóshöfðaönd-
ina, en Jón B. Sigurðsson 3á
ljóshöfðastegg á Reykjaví'kur-
tjörn dagana 13. og 14. nóv.
1967. Þessi steggur kom ekki
erindisleysu á Tjörnina, hann
var kvikmyndaður af sjónvarps '
mönnum, • auk þess sem Jón
xnyndaði hann í bak og fyrir,
svo sem verðugt var um svo
sjaldséðan gest.
Ljóshöfðaöndin er náskyld
rauðhöfðaöndinni og útlits-
munur sáralítill á þessum tveim
tegundum. Hún hefur sézt hér
á landi eitthvað 15 sinnum á
ýmsum stöðum á landinu. Ljós
höfðinn hefur nokkrum sinn-
um sézt hér í slagtogi við ís-
lenzkar rauðhöfðaendur, en
Sumargestir
Þér mi'klu ferðamenn,
sem leggið yðar leið
um lönd og útlhöf breið!
Vér bjóðum yður
velkomna
einu sinni enn
í yðar sumarfrí.
Og fyrst þér eruð mættir,
þá vitum vér, að senn
mun vorið koma á ný.
En löng var þessi leið,
unz loks úr sænum skein
vor eyja íturhrein.
Hið hvíta jökulhótel,
sem heilan vetur beið
og stæði annars 'autt,
með léttra linda
hljómsveit
og loftin safírheið
og gólfið grænt og rautt.
Hve upp til yðar fyr
með aðdáun ég leit.
Þér fluguð sveit úr sveit,
og áttuð svör við öllu,
sem unglingshjarta spyr
og mæltuð ótal mál,
og hélduð burt á haustin,
en eg sat eftir kyr
með söknuðinn í sál.
Og samt? Það segir fátt
þeim sumargesti frá,
sem hvergi heima á.
Hann flýgur land úr landi
og leiðist sérhver átt
og finnur aldrei frið,
og hverfur út á hafið,
sem hrynur kalt og grátt
og á sér engin mið.
Tórrias Guðmundsson.
ekki er vitað til að neitt hreið
ur hafi fundizt, og bendir allt
til ,að aðeins hafi verið um
flækinga að ræða.
Þeir, sem kynnu að vilja fræð
ast frekar um Ijóshöfðann,
ættu að verða sér úti um Nátt-
úrufræðinginn 1968, 3.—4.
hefti, og fletta upp á bls. 165,
þar er að finna grein eftir Arn-
þór Garðarsson, dýrafræðing,
sem nefnist Ljóshöfðaendur
(Anas americana) á íslandi.
Rjúpnaveiðin
Lítil rjúpnaveiði hefur verið
í haust. Hjá flestum hefur dags
veiðin verið innan við tíu rjúp
ur. Mesta veiðin hér syðra, sem
frétzt hefur af, var á Holta-
vörðuheiði, þar fékk Gunnar
Guðmundsson, bóndi í Forna-
hvammi, 60 rjúpur 21. okt. Er
rjúpnaveiðin í haust mjög í sam
ræmi við álit fuglafræðinga um
stærð rjúpnastofnsins á þessu
ári, svo sem áður hefur verið
minnzt á hér í þættinum.
Rjúpnaverð í verzlunum í
Reykjavík mun vera um 75 kr.
inn og 100 kr. út, sem er svip-
að og í fyrra, kannski aðeins
hærra.
Dreki kemur
úr amareggi
Frá kóngstign össu kunna
menn fátt að segja, en aftur
nokkuð fleira af ungum henn-
ar og eggjum. Ein sögn er það
að ef látið er gull í arnarhreið-
ur er hún hefur nýorpið komi
úr öðru egginu lausnarsteinn,
en úr hinu flúgdreki, og er
þessi sagá sögð þar um'til sann
indamerkis:
Maður hét Jón; hann bjó í
Lambhaga i Borgarfirði. Hann
var ágætur skotmaður; það er
sagt að hann hafi gert það til
leiknis til að reyna hvort það
Framhald á bls. 11.
CAMEL FILTER
CAMEL REGULAR
AUÐVITAÐ
CAMEL CAMEL CAMEL