Alþýðublaðið - 29.11.1969, Qupperneq 14
~i4 Alþýðublaðið 29. nóvember 1969
Framhaldssaga eftir Elizabeth Messenger
A
fiallahótelinu
15
aS einhver hafði verið að gramsa í þeim. Hún hafði
svo sem sjálf opnað þær og tekið nokkuð upp úr
þeim fyrr um daginn, en hún hafði ekki skilið svona
við allt á tjá og tundri.
Hún flýtti sér að taka efstu fötin upp og stóð sem
þrumu lostin. Frammi fyrir henni lá penirrgakassinn
úr veitingasalnum, sem tekinn hafði verið frá henni.
Pat starði fram fyrir sig, eins og það væri eitur-
slanga, sem lá þarna á milli nærfatnaðar henrrar.
Einhver hafði lamið hana niður til þess að stela kass
anum, og hafði síðan lagt á sig það erfiði að fara
hingað inn og koma honum fyrir á milli fata hennaf.
Hver gat- hafa gert þetta? ,Meg? Útilokað. En
hver gat annars hafa komizt þangað inn? Hitt fólkið,
sem bjó í þesu húsi hafði aðeins lykla að útihurð-
inni. En aðallykillinn að hótelinu gekk líka að þeirri
hurð.
Pat fann hálsinn á sér herpast samanf af kæfandi
skelfingu. Eitt var þó alltaf víst: einhver á hóteliuu
vildi umfram allt stimpla hana sem þjóf. Hún var ný
í starfi þarna, og enginn myndi taka upp hanzkann.
fyrir hana. Meg gat komið á hverri stundu. Hvað
myndi hún hugsa, þegar Pat segði: Sjáðu, hvað ég
var að finna hérna í töskunni minrri! Peningakassann!
í örvæntingu sinni kastaði hún fötunum aftur yfir
kassann, smellti lokinu á töskuna og læsti herrni.
Þetta var nú verri sagan, hugsaði hún með sér í
örvæntingu. Nú veit ég, að hann er þarna. Hvernig
í ósköpunum á ég að geta skýrt málið, ef hann
finrrst, áður en ég get gefið nokkra skýringu? Ég
verð að fara til Frame og segja honum upp alla sög-
una.
En myndi hann trúa henni? Hann hafði verið við-
staddur, þegar lögregluforinginn hafði greinilega
dregið orð hennar í efa.
En hún varð engu að síður að tala vð hann, hún
varð að skilá kassanum, áður en einhver kæmi til
skjalanna og segði, að hún væri með hann.
Hver gat það verið, sem var að reyna að koma
henni í klípu?
Hún rénndi greiðu yfir hárið á sér og bar á sig
varalit. Henni fannst spegilmynd sín grá og guggin.
Hún gekk franv að dyrunum, en svo datt henni í hug,
að það var sími þarna í húsinu. Hún bað stúlkuna við
skiptiborðið að gefa sér samband við Meg, og and-
artaki síðar heyrði hún rödd hennar.
— Meg? Þetta er Pat, úti í húsi. Veizt þú, hvar
hr. iFrame er? 1
J— Harrn er óskaplega upptekinn, hann er alls
staðar. Er það nokkuð, sem ég get gert?
— Viltu vita, hvort þú getur ekki náð sambandi
við hann og biddu hann að koma hingað yfir til mín.
Segðu, að það sé afskaplega mikilvægt, annars væri
ég ekki að gera honum þetta ónæði.
— Er allt í lagi með þig?
— Jájá, enr ég verð að fá að tala við hann eins
fljótt og kostur er.
— Nú, ég skal svo sem reyna það.
Það var barið að dyrum um leið og Pat lagði sím-
ann á. John Webley stóð fyrir utan.
— Hvað er eiginlega að? Þér eruð svo hræðslu-
legar á svpinn?
—Já. En ég get ekki skýrt frá því alveg strax. Ég
bað hr. Frame úm að koma hirrgað yfir, og ég á von
á honum á hverri stundu. Áttuð þér eitthvert erindi
við mig?
— Já, mér datt í hug, að við gætum ,einmitt núnja
skroppið spölkorn niður eftir veginum. Hvað finnst
yður um það?
— Það vildi ég mjög gjarna, sagði Pat, — en ég
verð að bíða eftir herra Frame. Það er dálítið, sem
ég þarf að sýna honum.
—Þá ætla ég að bíða — haldið þér, að það
taki langan tíma?
Nei, það vorra ég ekki.
— Þá sæki ég bílinn og bíð við húsgaflinn hjá
veginum. Ef þér farið stíginn þvert yfir, þá vona ég,
að við hittumst. Það er engin ástæða til, að nokkur
sjái okkur leggja af stað.
Patricia varð hugsandi. Undir venjulegum kring-
umstæðum myndi hún ekki hafa farið af stað með
unnusta annarar konu, hvorki vegna Jinny eða sjálfr-
ar sín, —,en þetta voru engar venjulegar kringum-
stæður.
— Ég kem eins fljótt og get, sagði hún.
20. KAFLI
JOHN WEBLEY sneri sér við og fór, og í sama vet-
fangi komu þau Meg og Frame fyrir hornið á leið
sinni frá hótelbyggingunni.
Frame var heldur stuttur í spuna.
— Þér vilduð tala við mig, ungfrú Masters?
— Já, mér þykir afskaplega fyrir því að vera að
ónáða yður, hr. Frame, en mér fannst það vera það
eina, sem ég gat gert. Mig langaði til að sýna yður
svolítið. Viljið þér gjöra svo vel að koma inn?
Pat gekk á undan þeim inn í herbergið og opn-
aði töskuna. Meg og Frame.stóðu við hlið hennar.
Hjartað hætti að slá í brjósti Pat, þegar hún sá
svipinn á Frame. Myndi hann trúa henni?
I
TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA
Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna
yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. —
Sími 410 5 5
VOLRSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu
lok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988.
NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum hús-
gögnum í heimahúsum.
Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin.
AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari.
PIPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum,
frárennslis- og vatnslögnum.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Sími 18 717
PÍPULAGNIR.
Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns-
leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og
kalda krana. Geri við WC-kassa. — Sími 17041.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON,
pípulagningameistari.
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur
cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar-
innar.
Heimasímar 83882 33982.
iarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Matur og Bensín
ALLAN SÓLARHRINGINN.
VEITINGASKÁLINN, Geifhálsi