Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 4
H-TÍÐ í SJÖNVARPI □ N.k. laugardagskvöld endar sjónvarpið H-áróður sinn með léttri dagskrá er nefnist H- TÍÐ sjónvarpsins. Þar koma fram ýmsir kunnir skemmti- kraftar. Á myndinni hér til hliðar er Þóra Friðriksdótt- ir að syngja nýjan H-brag eftir Hinrik Bjarnason. Hljóm ar munu frumflytja tónve'rk í mjög óhefðbundnum stíl. Höfundur er Gunnar Þórðar son. Ríó tríó flytur gaman- efni efir Böðvar Guðlaugsson, og fram koma söngvararnir góðkunnu Guðmundur Jóns son og Kristinn Hallsson. IHÍlllllÍÍMHMIIIIMIIIIIHIIMIimimillMMIllHIIIIHIIMÍllllllMMMIH^-. FRÁBÆR ENDING Kynferðismál á dagskrá í Sovét □ Kynferðisfræðsla í skólum er mjög á dagskrá í Sovétríkj. unum um þessar mundir. Ástæðan er sú m.a. að senn koma fram tvær fræðslukvikmyndir á þessu sviði er heita Frá drengi lil karl. manns og Frá stúlku til konu. Fram til þcysa hefur ekki þótt við- eigandi að ræða málið opinberlega um kynferð'ismál í Sovétrikj-i unum. • r" ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ fyrir rafhlöðu, sem sést íyrir framan bílinn á neðri myndinni. Raf hlaða þessi hefur styrkle'ika á við 45 venjulegar rafhlöður. Raf- bíllinn rúmar þrjá í sæti. Framleiðandi er American Motars RANNSAKAR OG EFNA- GREINIR BLÓÐ ÚR 300 MANNS Á KLST. Hið þekkta fyrirtæki Vickers í Bretlandi hefur nú framleitt tæki sem getur afgreitt 300 bióðprufur á klukkutíma. Tæk ið verður sennilega tekið í al- menna notkun um næstu ára- tnót. Blóðrannsóknir hafa mikla þýðingu í nútíma læknavísind um, s.s. við greiningu á sjúk dómum eins og sykursýki og háum blóðþrýstingi. En í mörg um öðrum tilvikum er nauð- synlegl að gera nákvæmar blóðrannsóknir. Fram að þessu hefur blóð- í rannsókn krafizt aðild margra fagmanna, sem hafa tekið við ; rannsóknum hver af öðrum. Nú er þetta ekki lengur nauð- synlegt. Vélin tekur að sér 60 manna starf, og verður kostn aður við blóðrannsóknirnar því miklu minni við tilkomu vélarjnnar. Það tekur vélina ekki nema 12 sekúndur að skil greina blóðið og niðurstaðan kemur á áprentuðum pappírs strimli. Prófessor John Butterfield við Guy spítalann segir að nú geti margir spítalar sameinazt um rekstur blóðrannsóknar- miðstöðvar. Tækið mun kosta milli 3—5 milljónir íslenzkra króna og er búizt við að það muni færa Englandi miklar út flutningstekjur um leið og framleiðslao- fer í fullan gang. VILL FÁ SVÍÞJÓÐ í EFNAHAGSBANDALAGIÐ ucua v cci i □ Franski rithöfundurinn Jean Jaques Servan Schreiber hefur nýlega verið á ferðalagj í Sví þjóð og kynnt sér m.a. efna- hagsmál. Hann segir að Evrópu þjóðirnar verði að taka mun meira tillit til Svía en gert hefur verið fram að þessu, því Svíþjóð standi öðrum þjóðum framar að flestu leyti, og því sé ekki hægt að ganga fram hjá þeim þegar verið er að byggja upp samkeppnisfæran iðnað við Bandaríkin. Hug- myndin um að Bandaríkin yrðu þátttakandi í hugsanlegu Vestur-Evrópu- amerísku bandalagi, í stað Efnahags- bandalagsins, sagði Schreiber að væri ekki raunhæf, þar sem Bandaríkin myndu verða of sterkir í þeim samtökum — jafnvægi móti Bandaríkjunum á iðnaðarsviðinu, en samvinna yrði þá frekar nánari á öðr- um sviðum. Schreiber sagði að Svíþjóð eitt EFTA landa ætti að sækja um inngöngu í Efnahagsbanda lagið, og að aðildarríki þess ættu að veita Svíþjóð viðtöku. Lítið inn í leiðinni. ★— Veitingaskálinn GEITHÁLSI. 2jð ára og byrjaðir sundnám Þessir litlu snáðar eru ekki nema tveggja ára gamlir en samt byrjaðir að læra að synda undir handleiðslu sund kennara, sem eru að gera til- raunir með nýjungar í sund- kennslu. Litlu snáðárnir nota ekki kúta eins og venja er heldur loftfyllta vængi eins og myndin sýnir. «IIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIII|: HEYRT&’ SÉÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.