Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 11
ritstj. ÖRN | EIÐSSON 1 ÍÞI R# T1 n R
Þórólfur Beck leikur með KR á sunnudag:
Middlesex Wanderers
leikur 3 leiki hér
Middlesex Wanderers, úrvals-
lið brezkra áhugamanna í knatt-
spyrnu, er væntanlegt hingað til
lands nú um helgina í boði K. R.
Liðið mun leika hér þrjá leiki,
hinn fyrsta gegn K. R. sunnudag
inn 26. maí, annan gegn Val
þriðjudaginn 28. maí og hinn
þriðja gegn landsliði fimmtudag
inn 30. maí. Allir leikirnir verða
háðir á íþróttaleikvanginum í
Laugardal og hefjast kl. 20.30.
Middlesex Wanderers er sam
einingartákn allra áhugamanna
á Bretlandseyjum, því að eins og,
kunnugt er, eiga Bretar ekkert'
sameiginlegt knattspyrnusam-
band, heldur fjögur sérstök fyrir
hvert hinna fjögurra landa Bret-
lands, Englands, Skotlands, ír-
lands og Wales. Brezkir áhuga-
menn tefla því aldrei úrvalsliði
sínu nema á Olympíuleikum og
undir merki Middlesex Wander-
ers.
Lið Middlesex Wanderers leika
aldrei opinberlega heima fyrir,
lieldur einungis erlendis og hafa
þau um langt skeið ferðazt um
sem fulltrúar brezkra áhuga-
manna um allan heim. Þess má
geta að heiðursfélagi Middlesex
Wanderers er Sir Stanley Rous,
forseti alþjóðaknattspyrnusam-
bandsins F. I . F. A..
Middlesex Wanderers liafa tví
vegis áður sótt ísland heim,
1951 í boði K. R. og Vals og 1964
í boði Þróttar. Árið 1951 voru
leiknir fjórir leikir og unnu
Middlesex Wanderers þá alla,
gegn KR 5—2, gegn Val 4—0,
gegn sameiginlegu liði Fram og
Víkings 3-0 og gegn úrvalsliði
Reykjavíkur 2-1. Árið 1964 voru
lei.knir þrír leikir og lauk tveim
ur þeirra með sigri Middlesex
Wanderers, gegn Þrótti 5-1 og
gegn landsliði 6-1, en þriðja leikn
um gegn KR lyktaði með jafn-
tefli 3-3.
Leikmenn Middlesex Wander-
ers að þessu sinni eru 14 talsins
og fara hér á eftir nöfn þeirra
og félög: %
J. Swannell (Hendon)
A. W. Fay (Alvechurch) fyrirl.
C. Gilmour (Queens Park)
I. Robertson (Queens Park)
D. P. Jackson (Finchley)
D. Moore (Dagenham)
G. Ramshaw (Whitley Bay) <
M. Cannon (Barking)
J. Cozens (Hayes)
M. Mackey (Queens Park)
P. Deadman (Bar.king)
C. Gedney ,Alvechurch)
G. Lloyd (Llanelli)
P. Collett (Walthamstow Aven
ue)
Fararstjórar eru fimm, þeir
W. R. Grayling, M. Partridge, J.
E. Davies, R. W. Rush og W.
T. Nudd.
Að lokum skal þess getið, að
Þórólfur Beck, sem undanfarin
sjö ár hefur leikið erlendis sem
atvinnuknattspyrnumaður, hefur
nú endurheimt áhugamannarétt-
indi sín. Þórólfur mun leika sinn
fyrsta leik sem áhugamaður með
félagi sínu K.R. gegn Middlesex
Wanderers n. k. sunnudag, og
verður hann jafnframt fyrirliði
K. R. í leiknum.
Upphitun
er nauðsynleg
Sovézkur þjálfari, Jurý Mor
ozov, hefur komizt að þeirri
niðurstöðu, að yfirleitt geri
leikmenn færri skyssur þegar
líða tekur á leik. 65% af öll-
um mistökum séu gerð á
fyrstu 15 mínútunum. Því
heldur hann því fram að á-
ríðandi sé að öll liðin leitist
við að hita sig se m bezt uþp
fyrir leik og telur 20 mínútur
hæfilegan upphitunartíma.
(Úr fréttablaði KSÍ).
Næstu leikir í Reykjavíkur
móti 1. flokks verða í dag og á
morgun.
í dag leika á Melavelli kl. 18
Þróttur og KR og á föstudag
leika á' Valsvelli kl. 20.30 Valur
og Fram.
P. Collett leikur Middlesex Wanderers lengst t.v.
ucuomundur hefur varpað yf!r 18 m. á æfingum í vor.
Setur Guðmundur íslands-
met i kúluvarpi á morgun?
Vormót í. R. fer fram á Mela
vellinurh föstudagskvöld 24. þ.
m. kl. 20.00
Þátttakendur eru um 50 og
vekur það athygli að mjög marg
ir koma utan af landi, koma t d.
um 10 manns frá félaginu Skalla
grími í Borgarfirði en meðal
þeirra er m. a. Eiiiar Ólafsson
sem vann Drengjahlaup Ár-
manns nú í vor og frá Breiðablik
í Kópavogi koma einnig um 10
keppendur og er þeirra á meðal
t. d. Þórður Guðmundsson sem
keppir í 2000 og 800 m. hlaupi.
Karl Stefánsson þrístökkvari
sem var áður í K. R. og einnig
Trausti Sveinbjörnsson fyrrum
FH-ingur sem keppir í sprett-
hlaupum. Frá KR-ingum skal
fyrst frægan telja Guðmund Her
mannsson hinn snjalla kúluvarp
ara en hann er nú í ágætri þjálf
u og betri en í fyrra og er ekki
ólíklegt að hann bæti met sitt
og varpi yfir 18 metra jafnvel á
fyrsta móti. Einnig keppir fyrir
K. R. Valbjörn Þorláksson en
hann er í óvenjulega góðri þjálf
un svona snemma vors og er
hann því vænlegur til mikilla af
reka. Halldór Guðbjörnsson
keppir í hlaupum og líka Þórar-
inn Ragnarsson. Fyrir Í.R. keppa
t.d. Jón Þ. Ólafsson í há'stökki
og Erlendur Valdimarsson í
kringlukasti en þeir eru báðir
meðal þeirra sem eiga möguleika
á Olympíuferð og eru þeir báðir
í mjög góðri þjálfun. Jón R.
Magnússon keppir einnig fyrir í.
R. en hann var nálægt íslands-
meti Þórðar B. Sigurðssonar i
fyrrasumar. Á þessu móti. keppa
nokkrar stúlkur og má þar nefna
meðal þeirra t. d. Kristínu Jóns
dóttur U. B. R. og Sigrúnu Sæm
undsdóttir S. S. Þ.
Keppt verður í 12 greinum
alls og hefst mótið eins og áður
segir kl. 20.00 nema í sleggju-
kasti, en þar hefst .keppnin kL
19.30.
„Öldungar"
keppa í dag
Á undan afmælisleik Fram
á Laugardalsvellinum á
fimmtudaginn, fer fram leikur
á milli ,,old boys“ frá Fram og
KR. Eru liðin skipuð þekktum
leikmönnum frá fyrri tíð og,
má þar þekkja marga fræga
landsliðsmenn eins og t. d.
Garðar Árnason, Hreiðar Ár-
sælsson og Örn Steinsen frá
KR og hjá Fram Reynir Karls-
son, Guðjón Jónsson, Skúla
Nielsen og fleiri.
Lið Fram verður skipað þess
um leikmönnum:
Guðjón Jónsson, Haukur
Bjamason, Guðmundur Guð-
mundsson, Reynir Karlsson,
Steinn Guðmundsson, Halldór
Lúðvíksson, Kerl Bergmann,
Guðmundur Óskarsson, Dag-
bjartur Grímsson, Hinrik Lár_
usson og Skúli Nielsen.
Lið KR verður skipað þess-
um leikmönnum. Gísli Þorkels
son, Reynir Schmith, Garðar
Árnason, Hörður Felixsson,
Helgi V. Jónsson, Leifur Gísla
son, Örn Steinsen, Þorbjörn
Friðriksson, Gunnar Guð-
mannsson og Atli Helgason.
Þessi leikur hefst kl. 3 ~
í dag, en strax á eftir
leika 1. deildar lið Fram og'
úrvalslið, sem íþróttablaða-
menn hafa valið. Verð að-
göngumiða er kr. 25 fyrir börn
stæðismiðar kr. 60 og stúkn
miðar kr. 75 (Ath. aðeins eitt
verð).
23. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ