Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 15
öncuRióin Framhaldssaga effiJr INQIBJOSIGU JðN'SDGTTUR Teikningar eftir RAGNAR LAR. óskaplega mikið bágt. Mikið eru nú lítil börn annars yndisleg. Sjálfsagt hefur ástæðan fyrir því, að ég leit inn til Sigga og Möggu verið sú, að mér fannst ég þurfa að breiða ofan á þau eins og ég hafði breitt ofan á litlakút og Gunnu rétt áður. Það var hánótt. Klukkan var að verða fimm og þau hlutu að sofa á si'tt græna eyra í stof- unni, eins og þau höfðu gert klukkan eitt. Þá hafði ég litið til þeirra líka, enda vorum við Gvendur þá að tala svolitið saman inni hjá litlakút og Gunnu. Mér veittist erfitt að sofna, af því að ég er vön að sofna alltaf þannig, að hann Gvendur haldi í hendina á mér. Kannski hef ég bara farið inn ERCO BELTI og BELTAHLUTIR & BELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf I SKIPHOLT 15 — SÍMI 10199 vegna þessarár umhyggju, sem mæður bera fyrir börnum sin- um, því að þótt þetta væru ekki mín börn, óttaðist ég bara þeim mun meira um þau. Ég bar ábyrgð á þeim. Eg fór inn í stofu. Tunglið lýsti veikt inn milli glugga- tjaldanna og stofan var böðuð í dularfullu Ijósi mánans. En það voru engin börn í stofunni. SJOTTI KAFLI. HVARFIÐ Ég vissi naumast, hvað ég gerði. Eg fór í kápu utan yfir náttkjólinn, þó að mér hefði svo sem verið óhætt að vera í slopp á leiðinni yfir til Friðrikku. Hver ætli gæti séð mig klukk- án fimm um morgun? Ég tók lyklana, sem Siggi hafði látið mig fá, ef mig van- hagaði að sækja eitthvaö þang- að annað hvort á litlakút eða Gunnu. Ég opnaði dyrnar og þaut inn í íbúðina, en þar var engan að finna. Ég var frá mér af skelfingu. Mér hafði verið trúað fyrir börn- nnum og nú var þau hvergi að finna. Það var engu líkara en þau hefðu verið uppnumin. Ég leitaði ekki bara inni hjá Friðrikku og Bjössa, ég leitaði líka inni hjá okkur Gvendi og þar voru bara litlu börnin tvö. Gunna og litlikútur. Siggi og Magga voru hvergi. Þá vakti ég Gvend. ( Ég vissi vel, að hann var þreyttur og þurfti að fá að sofa, en börnin gengu fyrir eins og börn verða alltaf að gera. Guð einn vissi, hvað þau höfðu verið horfin lengi. Siggi litli, sem var svo þögull og innilokaður og Magga. sem leit upp til hans og dýrkaði hann af því að hann var stóri bróðir hennar. Gvendur var fljótari að vakna en ég hafði búizt við. Hann brá fljótar við, en ég hafði gert ráð fyrir að hann gerði. Ég veit raunar e.kki við hverju ég hafði búizt, en allavega fannst mér einhvern veginn, að hann hlyti að segja mér, að þetta væru ein- tómir hugarórar og vitleysa úr mér. Kannski hef ég haldið, að ekki þyrfti annað og meira en að Gvendur vaknaði til að börn- in birtust og ég væri laus allra mála. Því að mér hafði verið trúað fyrir börnunum og svona hafði ég brugðizt skyldu minni. Gvendur hringdi beint í lög- regluna og óskaði eftir að leitað yrði að börnunum. Það verður auglýst eftir þeim í morgunútvarpinu, ef þau eru ekki komin fram fyrir þann tíma og í hádegisútvarpinu líka. Ég vona að þeir leyfi Bjössa ekki að hlusta á auglýsingarnar og ég v e i t að Friðrikka fær ekki að hlusta á útvarpið. Gvendur sá um það. Um morguninn kom mamma hennar Friðrikku. Hún er göm- ul og slitin og mér virðist hún afar þreytuleg, eins og hún hafi aldrei fengið að hvíla sig. En það hlýtur líka að vera erfitt að ala af sér þrettán börn og koma þeim öllum til manns. Hún ætlar að líta eftir litla- kút og Gunnu, meðan ég fer og gef skýrslu um hvarf barn- anna. Gvendur sagði að ég yrði að gera það, ef þau væru ekkr komin fram um hádegið. Svo ég fæ þá að gefa skýrslu á endanum og það um mál, sem mig tekur jafn sárt og þetta. En finnst ekkj öllum sárt, að þurfa að gefa skýrslu um eitt- hvað hjá rannsóknarlögregl- unni? 14 Þetta mál var nefnilega sent til rannsóknarlögreglunnar, — Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflðvíkurflugvallar .Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist, að aðal skoðun bifreiða fer fram 4., 5., 6. og 7. júni n.k. Bifreiðaskoðunin fer fram við lögreglustöðina ofangreinda daga frá kl. 9-12 og 13-16,30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur og sýnd skulu skilríki fyrir lögboðinni vátrygg- ingu og ökuskírteini lögð fram. Athygli er vakin á því, að engin bifreið fær fullnaðarskoðun, nema ljósum hafi verið breytt til samræmis við hægri umferð. Vanræ'ki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma verður hann látinn sæta ábyrgð. skv. umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bif- reiðar ekki fært hana til skoðunar á áður aug- lýstum tíma, ber honum að tilkynna mér það bréflega. Athuga ber, að þeir er hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum sínum skulu hafa greitt afnota- gjöld þeirra, er skoðun fer fram. Þetta tilkynnist öllum er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 18. maí 1968. Björn Ingvarsson. AÐALFUNDUR H.F. Eimskipafélag íslands verður haldinn í fundarsialnum í húsi félagsins föstudaginn 24. maí kl. 1,30 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 23- maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.