Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 2
TOYÐ ÍBFAMH' K*™* B^SÍ ÓIafsson (áb-> °S BenediKt Gröndal. Símar: 14900 - p490,3: Aug^smgasimi: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. fonni,avík‘Í~ Prentsmiðja A1Þýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftareiald kr 120,00. - f lausasölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf! ÍSBRJÓTUR Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að láta gera nýjar tilraunir til að rjúfa einangrun þeirra byggða, sem hafísinn hefur lok- að. Horfir til vandræða á mörg- um stöðum, en horfur á að ísinn hverfi frá landi eru vægast sagt ekki góðar. Rætt hefur verið um að fá leigð- an ísbrjót til landsins. Þarf sjálf sagt að gera þá tilraun, enda þótt ýmsir óttist, að slík skip geti ekki rofið þann ís, sem hér fyllir firði. ísbrjótar enx yfirleitt gerðir til 'að brjóta lagnaðarís með því að renna sér upp á hann. Virðist satt að segja vafasamt, að sú að- ferð dugi við rekaís, sem oft er meiri neðan við sjávarmál en of- an. Ennfremur er talin hætta á, að renna, sem kynni að myndast, gæti fljótlega lokazt, þar sem lausa jaka mundi aftur reka sam an. Þrátt fyrir óvissu er sjálfsagt að gera tilraunina. Ef svo hörmu- lega fer, að fleiri ísaár fylgja á eftir þessu, er nauðsynlegt að vita, hvaða aðferðir koma að gagni. Eru þau vandræði, sem nú eru framundan, raunar ærið til- efni. Opinberir aðilar bafa því lát- ið í Ijós við Bandaríkjamenn ósk um að fá einn af ísbrjótum amer- íska flotans. Er það skip nú í við- gerð í Boston, en á að fara til Suðurheimskautsins í sumar. Er beðið með nokkurri eftirvænt- ingu svars um, hvort þetta skip fáist til að koma hingað og reyna að opna leið til lokaðra hafna fyrir norðan og austan. Auk tilraunar með ísbrjót hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að láta eitt af (varðskipunum reyna að komast með eldsneyti til Norð- fjarðar. Loks verður reynt að nota flugvélar meir en hingað til við að leiðbeina skipum, sem sigla um ísinn. Þrátt fyrir hrikálegar frétta- inyndir og ítarlegar frásagnir frá þeim byggðum, sem enn búa við algert vetrarríki og eru innilok- aðar af ís, mun fólk á hinum ís- lausú svæðum landsins eiga erf- itt með að gera sér í hugarlund, hvað hér er að gerast. Ein sú land plága, sem í sögunni hefur reynzt íslendingum verst, hefur lagzt á fæplega helming landsins, meðan annað landsfólk nýtur seinbúins en velkomins vors. Fjárhagstjón er þegar gífurlegt og getur orðið miklu meira. Fer því ekki hjá því, að þjóðarheildin — og þá alveg sérstaklega fólkið á íslausu svæð unum — verði að taka á sig byrðar vegna þessarar ógæfu. Loftslag hefur verið bafnandi á íslandi undanfarna áratugi, þótt það hafi verið hlýrra fyrr í jarðsögunni. Þetta hefur samfara menntun og tækni gert líf fólks- ins þægilegra en íbúar þessa lands hafa kynnzt um aldir. En hvernig erum við undir það bú- in, ef aftur kólnar um sinn? VÍÐ M0T— MÆLPM HYGGINDI, SEM í HAG KOMA ÞaÖ verður seint brýnt um of 'fyrir fólki að fylgjast vel með vöruverðinu, kynna sér verð- lagið á fleirum en einum stað áður en kaup eru ráðin. Með því má í ýmsum tilvikum spara sér margan skildinginn. Ég skal nefna dæmi. Ég þurfti að fá mér lítið gastæki, ferða tæki, sem um skeið hafa feng izt hér í búðum og gefizt vel, gaskúturinn eða fyllingin end ist tvo til þrjá tíma, ef látið er loga fullt. Ég fór í fjórar ferðavöru- verzlanir í Miðbænum, sem eru hver í nágrenni við aðra, þar sem þessi gastæki feng- ust, og spurðist fyrir um verð ið, tegundin var allsstaðar hin sama, stærðin sömuleiðis. ★ í fyrstu verzluninni, sem ég fór í, kostaði gastækið kr. 445.00. í annarri kostaði það kr. 400.00. í þeirri þriðju kr. 315.00. í þeirri fjórðu kr. 303.00. Þetta var í öllum til- vikunum verðið á gastækjun- um sjálfum án fyllingar. En Punktar Ostur og annar iðnaður ÞAU tíðindi hafa borizt frá' Hveragerði, að sérstök ostagerð, sem þar hefur starfað á annað ár, hafi hætt störfum vegna fjár- skorts. Sem betur fer fylgir frétt- inni, að ekki hafi verið um neina óreiðu að ræða á fjármálum fyrirtækisins, og er það á sína vísu lærdómsríkt, að slíkt skuli þurfa að taka fram hér á landi. Virðist reksturinn hreinlega ekki hafa borið sig. Þetta eru sorgleg tíðindi. — Margir góðir menn hafa hirt síð- ari áh lagt sig fram um að auka fjölbreytni landbúnaðarfram- leiðslunnar, ekki sízt ostanna. Hefur þessu framtaki verið vel tekið og það jafnan vakið gieði, er nýr Camembert, Port Saiut eða Ambassador ostur hefur kom- ið á markaðinn. Nú herma fregnir, að vara frá Hveragerðisbúinu hafi líkað vel og sala verið góð. Þetta kann að vera rétt, en ekki munu allir ostavinir vera sammála fyrra at riðinu. Það er því miður stað- reynd, bæði um Hvergerðingana og önnur mjólkurbú, að gæði íslenzku ostanna eru svo mjög misjöfn, að það hefur spillt stór- lega fyrir sölu þeirra. Venjulega hafa ostarnir verið góðir í fyrstu og vakið gleði. En því miður hefur ekki verið hægt að treysta því, að sams konar ostur fáisL aftur. Hver sending hefur virzt ólík annarri og yfirleitt farið versnandi eftir því sem frá hefur liðið. Þessi galli er að vlsu ekki á ostum einum hér á landi, held- ur er mikill hluti íslenzkrar framleiðslu þessu marki brennd- ur. Varan er svo kæruleysislega framleidd, að ekki er unnt að tala um föst og varanleg gæði. Mætti nefna mörg dæmi um þetta og þarf þá ekki frekar vitnanna við. Fólk hættir að kaupa slíka vöru. Neytendur osta telja ekki, að búið í Hveragerði hafi verið verra en önnur í þessum'efnum. Þessi galli fylgir þeim, sem stærri eru og halda velli í sam- keppninni. En þeir ættu að taka gagnrýni alvarlega og sjá til þess, að dýr ostur, sem þeir selja undir föstu vörumerki, sé ekki bragðríkur og góður eina viku en bragðlaus með öllu þá næstu. Það eru dýr vonbrigði, sem ekki gleymast, þegar ost- stykkið kostar 50—100 krónur. íslenzkur iðnaður heldur nú uppi söluherferð. Fólkið vill kaupa vörur hans, en þœr mega ekki vera eins misjafnar að gæð- um og raun ber vitni á mörgum sviðum. Norrænir bygginga- dagar NORKÆNN byggingardagur verður haldinn hér á landi dag ana 26. - 28. ágúst í sumar. Þátt takendur verða um 1000, þar af 7-800 frá hinum Norðurlöndun- um. Hverri ráðstefnu þessarar tegundar er valið ákveðið verk- efni. Aðalefni byggingardagsins hér, sem er sá 10. í röðinni verð ur „Húskostur" (Boligform). Byggingardaginn sækja full- trúar allra greina byggingariðn- aðarins á Norðurlöndunum fimm, svo sem fulltrúar þeirra stjórn valda og stofnana er með bygg- ingarmál fara í hverju landanna, ásamt sveitarstjórum, samtökum í verzlun og byggingariðnaði. Sameiginlegar ráðstefnur eru haldnar þriðja hvert ár, til skipt is í löndunum fimm, og verkefni þeirra eru helztu vandamál bygg ingariðnaðarins á hverjum tíma og þróun byggingarmála. Er þe'tta í fyrsta sinn, sem þessi ráð- stefna er haldin á íslandi. Hér á landi standa 25 aðilar að ráðstefnunni, og fulltrúaráðið er skipað einum fulltrúa frá Framhald á 14. síðu. fyllingarnar kostuðu í fyrstu verzluninni kr. 30.00. en í hin- um stöðunum kr. 22.00. Ég vil sérslaklega taka fram, að eng in þessara verzlana, sem ég fór í, var Haekauo, ég veit ekki einu sinni, hvort hún verzlar með siíkar vörur. E£ til vill hefð> ée fengið fleiri prísa á bessu á«æta tæki, hefði ég lagt ieið rrnna í fleiri verzl anir, en bað mun vera nokkuð víða á boðstólum. ★ Þett.a er aðeins eitt dæmi aí mörgum um mismunandi vöru verð ,í verzlunum í bænum Þeir, sem ekkert leita fyrir sér, en lát.a filviliunina ráða, geia bess vegna aiveg eins lent á hæsta og lægst.a verðinu. Nú vil ég engu slá föstu um ástæðuna fvrir bessum verðmis mun. hvort t.d. er um mismun andi innkaunsverð að ræða eða mismunandi verzlunará- lagningu, á bví kunna aðrir betri skil, enda skintir það ekki máli fyrir kaupandann, bótt bað sé að vísu nokkurt fróðleiksat.riði. Það sem skipti* kaunandann máli er hvað hanri barf að greiða margar krónur fyrir vöruna, hvað hún kostar. ★ Að sjálfsögðu verður ekki fylgzt að gagni með vöruverð- Framhald á bls. 14. 2 23- maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.