Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 16
 I a SÍOAti Kjarasamningar á síldveiðum. Fyrirsögn í MOGGA. OF SEINT Hafísbreiðan lýkur um land5ó hálft og lokar fjörðum og víkum, en kennimenn liggja allir sem einn á bæn, og er það reyndar að likum. Ríkisstjórn landsins er einnig með úrræði á ferð, ef almætl’ið bregzt okkar vonum, í vikunni fékk hún vitneskju um hafísbrjót og von er bráðlega á honum. En nú er hann genginn í góðviðri og sunnanátt, allt gliðnar á víkum og fjörðum, menn óttast að járnbarðinn útlendi grípi í tómt, hver ísjak’i virðist á förum. Sá spaki Fyrst missa menn heilsu sina við að eltast við peningana en síðan láta þeir þá af hendi til að ná í hana aftur. Hverjir eru það annars sem tala svona mikið um forseta- efnin. Ég virðist ekki þekkja rétt'a fólkið í þessari borg. Mér finnst nú að flugmóði væri réttara nafn á gamlan og þreyttan flugmann heldur en eitthvað tæki til að he'ngja i rassinn á flugvél. Ég spældi kallinn alveg ferlega í gær mar. Hann var að lesa upphátt upp úr blaði að 10 milljónir Frakka væru í verk falli. — Hvernig fara frakkar í verkfall-, spurði ég, — loka þeir á sér ermunum? Er ekki ferlegt að vera frakkalaus í rigningunni? — LOFTÞETTAR UMBLÐIR VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. Prince Albert REYKTÓBAK. vo j 1 1 1 dag egi liillkstur Hvað er HÆGRi? Lesendur góðir. Þar sem nú er komið að þeim endaspretti, sem væntanlega sker úr um hvort hér verður tekinn upp H-umferð eoa ekki, þykir oss í H-umferðarnefndinni tillilýði- legt að ávarpa ykkur, jafnt gangandi, hjólandi, hestríðandi, akandi; ykkur sem syndið í spillingunni, vaðið í peningum, anið í blindni og gangið í augun, nokkrum vel völdum orðum og koma að nokkrum ábendngum af gefnu tilefni. Við höfum orðið þess áþreifanlega varir, að ekki er allt með felldu í H-umferðarmálum og bæta verður þar snarlega úr, eigi ekki að skapast öngþveyti og neyðarástand. Við höfum fengið nokkur bréf og fjölda upphringinga frá fólki, sem játar — sumt hispurslaust og kinnroðalaust, að það sé ekki vel heima í hægri og vinstrimálum. Viti t.d. ekki alltaf á stundinni, hvað sé hægri og hvað vinstri. Til er fjöldinn allur af ágætum ráðum til að átta sig eftir 1 'þessum efni og mun ég gera grein fyrir nokkrum þeirra: 1. Stöðvið biíreiðina, stillið ganghraðastigsstöngina þannig, að bifreiðin geti ekki runnið af :stað af sjálfdáðum. Ekki einu sinni á hægri ferð. Stigið út úr bfreiðinni og setjist flöt um beinum á götuna, þannig að fæturnr snúi í akstursstefnu 'bifreiðarinnar. Dragið skó af fótum og farið úr sokkunum. Horfið nú á fæturna með athyglisgáfuna vakandi og setið eftirfarandi reglu á minnið: |i Á hægra fæti er stóra táin ævínlega vinstra megin; á vinstri fæti er stóra táin ævinlega hægra megin. 2. heggiS höndina á lijartastað og liafið' yíír eftirfarandi setningu: Hjartað slær vinstramegin. Hægri helmingur minn er Gagnstæður þeim'vSnstri: 'Það eitt er við þessa reglu að athuga, að hún verkar ekki hjá fólki, sem ævinlega er með hjartað annaðhvort í brókun- um, eða uppi í hálsi. 3. Þessi regla er ætluð stjórnmálamönnum öðrum fremur. Þið sem einblínið í austur ættuð að aka Snorrabrautina frá 'Miklatorgi og söngla við sjálfa ykkur: Þegar ég ek austur Snorrabraut er Áfengisverzlunin mér á vinstri hönd, því er hægri þeim megin sem frá lienni snýr. Þið hinir sem einblínið í vestur hafið yfir eftirfarandi þulu: Þegar ég elt vestur Snorrabraut er Áfengisverzlunin mér á hægri hönd. Svona sleppa hægrisinnar toillega út úr utanbókarlærdómn um- • £ Aað lokum vil ég segja þetta: Engin regla er einhlýt, en allar reglur eru að einhverju leyti góðar. Munið þó, að með þessum lokaávarpsorðum tökum við ekki afstöðu til Góð- templaráraglunnar. . «•••• '' >■ _ ' ,i-*i Gaddur. .1 iuMat.w.'1-wj.i.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.