Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 8
Ralph Nader hrellir bandaríska ið'juhölda. BANDARlSK „SAMVIZKA" HINN 36 ára gamli líbansk- bandaríski lögmaður, RALPH NADER, sem árið 1965 olli miklu umróti í bandarískum bílaiðnaði með ásökunum sín- xun gagnvart bifreiðaframleið- endum um vöntun á öryggi í gerð bifreiða, hefur á þeim 3 árum, sem liðin eru frá því að hann hóf ,,raust samvizkunnar" gerzt aösópsmikill og eftirtekt arverður málsvari neytenda og eldheitulr þjóðfélagsgagnr'ýn- andi. Þegar Ralph Nader sendi frá sér bók sína, „Hættuleg farartæki“, þar sem hann tók fyrir ýmsa galla á bandarísk- um bifreiðum og varð á svip- stundu víðfrægur. Árangurinn af þessari herferð varð hvorki meiri né njinni en sá, að settar voru aðrar og mun strangari öryggisreglur um imiri og ytri gerð bandarískra bíla. fh* 1 ' RALPH HINN „ÖRAGI“. Ralph Nader lét sér ekkert fyrir brjósti brenna, er hann skar upp herör gegn bandaríska bílaiðnaðinum. Hann talaði í sjónvarp og hljóðvarp, ritaði greinar og flutti fyrirlestra. Hann kom mönnum fyrir sjón ir sem sjálfumglaður, öruggur og fífldjarfur ungur ofurhugi, og þar sem hann reri einn á báti gegn áköfum andbyr, hlaut hann fljótlega sess sem „óbilgjarnasti fulltrúi hins bandaríska neytenda". Starfsaðferðir hans eru ein- stæðar. Hann byrjar ávallt á því að leggja fram örugg sönn unargögn fyrir þeim málstað, er hann leggur lið. Síðan legg ur hann drög að því, að þau stjórnvöld, er málið heyrir und ir, láti það til sín taka til að skorið verði úr um réttmæti gagnrýni hans. Síðan heldur tiann áfram baráttu sinni fyrir oþnum tjöldum, þangað til úr- slitin ern svo auðsæ, að mál er til komið að leita höggstað ar annars staðar á vettvangi þjóðlífsins. HANN BREYTTI BÍLGERÐUNUM. Það tók Ralph Nader sex mán uði að fullkomna „öryggisher- ferð“ sína gegn bílaiðnaðinum, eftir að bók hans hafði verið gefin út og þjóðarþingið hafði lagt fram lagafrumvarp þar sem gert var ráð fyrir gagngerum breytingum til batnlðar hvað öryggi snertir í bandarískum bílum. Lögfræðingurinn ungi undirbjó og flutti mál sitt ná- kvæmlega og skörulega með ^ glöggum, lýsandi dæmum, prýði legri rökfestu og fullkomnum vottorðum færustu sérfræðinga. Þetta var allt svo kirfilega grundvallað, að ekki varð sk'ellt við skollaeyrum. Árang- urinn kom bezt í Ijós í umferð aröryggislögunum frá 1966. Lög in leiddu til þess að hert var á 50 öryggisatriðum í bandarískri bílagerð árin 1968 og 1969. En Ralph Nader hafði ekki fengíð nóg. Hann heldur herferðinni á- fram til þess — eins og hann sjálfur komst að orði — „að brúa bililð, sem enn er milli óskhyggj u og veruleika, þess sem bílaiðnaðinum ber að sjá fólkinu fyrir og þess sem fólk ið á réttmæta heimtingu á“. Nader vinnur nú að athugun á tryggingakerfi Bandaríkjanna og hlut þess í endurbótum á öryggi bandarískra bíla. Síðustu tvö árin hefur hann einnig beint skeytum sínum allharka- lega að kjötiðnaðinum. Hefur hann meðal annars haldið því fram, að um 15 prósent af því kjöti, er berst á bandarískan markað. fari varhluta af því lög boðna eftirliti, sem ætlazt er til að það falli undir. Og ekki var að spyrja að árangrin xm einnig í það skiptið! Reglurnar um heilbrigðiseftirlit með kjöti voru gerðar til muna strangari. Þá hefur Nader upp á síðkast ið haft heppnina með sér, er hann hefur beint athyglinni að mengun vatns af völdum gass, — mengun, sem skaðleg getur reynzt miklum hluta þess fersk vatnsfiskjar, sem snæddur er í Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum mánuðum slóst hann í lið með dr. Karli Z. Morgan, sem er forstjóri rannsóknastofnana rík- isins á sviði atómorku í Oak Ridge. Það samstarf snerist um það að uppræta hættu af geisla virkni við röntgenmyndun tann lækna. Árangurinn varð sá, að Bandaríska tannlæknasamband- ið tók tillit til niðurstaðna þeirra félaga í tilkynningu, er það sendi sínum 108.400 með- limum! Siðan sneri Nader sér og að hættunni í geis'avirkni af ákveðnum tegundum litasjón varps. Sú geislavirkni getur orð ið nokkur, ef horft er langtím um saman á vissar tegundir sjópvarps þessa. Og nú er starfsvettvangur Ralph Naders orðinn svo víður, að hann teygir sig allt frá eit- urlyfjum til þotna, er fljúga hraðar en hljóðið! -HVER ER RALPH NADER EIGINLEGA? Ralph Nader er af líbönskum innflytjendum kominn. Faðir hans, Nadra, og móðir hans, Rose Nader, settust að í Win- sted í Connecticut, þar sem þau stofnsettu bakarí og brauð sölu með fleiru. Ralph, sonur þeirra, hlaut gott uppeldi og á- gæta menntun, hann útskrifað- ist frá Princeton Universit.y 1955 og varð síðar lögfræðingur frá Harvard-háskóla. Meðan hann stundaði háskólanám lagði hann einnig gjörva hönd á margt, var tfo^töðumaður kailu-klúbbsj bókavörður o. s. frv. o. s. frv. Hann er afburða eljumaður og ástundarsamur, svo að af ber. Er Ralph Nader hafði lokið herþjónustuskyldu sinni og tek ið háskólapróf sín, tókst hann mikla ferð á hendur um Afriku, Miðaustur-Evrópu og Suður- Ameríku. Hann „skrifaði sig á- fram", ef svo má segja. Hann aflaði sér farareyris í hnatt- reisu sína sem „free lance" blaðamaður og seldi dag- og vikublöðum pistla sína. Þegar Nader sneri aftur til Conneeticut hóf hann lögfræði- störf._í frítímum fékkst hann liins vegar við að kynna sér allt það, er hann gat, um feíla og bílaframleiðslu, einkanlega með tilliti til örj’ggis. Það hafði hann raunar þegar látið til sín taka, er hann sem laganemi rit stýrði „Harvard Law Record", riti laganema við háskólann. Hann tókst á hendur undir- stöðuathuganir, kj’nnti sér um- ferðaróhöpp náið og ræddi við umferðaryfirvöld, þá sem lent höfðu í bílslysum svo og vitni. Þar kóm og, að hann gerði för sína til sjálfrar Washington og ráðlagði öldungardeildamönnum að taka öryggi umferðarinnar til gagngerra endurbóta með nýrri og betri löggjöf um þau efni! í desembermánuði árið 1965 kom bók hans svo út og óvenjulegur ferill var hafinn. Ralph Nader, sem er „pipar sveinn" býr íWashington þar sem hann leigir húsnæði, ekur um í bíl sínum, snæðir á dýrum LAGI Og 100 vinnur að klukkustund matsöluhúsum minnsta kosti ir á viku. — Ég er eiginlega ekki byrj- aður ennþá, segir Ralph Nader. Ég er rétt að ná fótfestu .., Ég hef gert það að ætlunar- verki mínu í lífinu að verja hagsmuni bandarískra neytenda og ég vona, að það takist . . “. Fréttatilkynning frá Niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur: SKATTARNIR ‘68 1. UTSVOR : Úísvarsstofnar eru samkv. almennri reglu tekjustofnalaga hreinar tekjur og hrein eign samkv. skattaskrá. 01. TEKJUÚTSVÖR: Af þessu leiðir, að eftirtald- ir liðir eru ekki fólgnir í tekju- útsvarsstofni; í 1) Eignaauki, sem stafar af því, að fjármunir gjaldanda hækka í verði. 2) Eignaauki, sem stafar af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma, við byggingu íbúða til eigin afnota, sbr. þó nánari ákvæði í reglugerð um tekju- skatt og eignarskatt. 3) Fæði sjómanns, er hann fær hjá atvipnurekanda. 4) Kostnaður við stofnun heim- ilis kr. 41.300,00. 5) Slysadagpeningar og sjúkra- dagpeningar frá almannatrygg- ingum og úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga. 6) Kostnaður einstæðs foreldris, sem heldur heimili og fram- færir þar börn sín, kr. 20.700,- 00, auk kr. 4.140,00 fyrir hvert barn. 7) Hlífðarfatako.stnaður sjó- manna 4 íslenzkum fiski- og farmskipum, kr. 500,00 4 mán. Auk þess sérstakan frádrátt, kr. 3.000,00 á mán., enda hafi sjó- mennirnir verið skipverjar á slíkum skipum ekki skemur en 6 mán. á skattárinu. Sjái sjó- menn þessir sér sjálfir fyrir fæði, dregst fæðiskostnaðurinn frá tekjum þeirra, kr. 54,00 pr. dag. 8) Helming af skattskyldum tekjum, 'sem gift kona vinnur fyrir, enda sé þeirra ekki aflað hjá fyrirtæki, sem hjónin ann- að hvort eða bæði eigá eða reka að verulegu leyti. Auk þeirra liða, sem nú hafa verið taldir, veitir framtalsnefnd eftirtalda liði til tekjuútsvarsstofni: frádráttar 9) Sjúkrakostnað, ef liann má telja verulegan. 10) Kostnað vegna slysa, dauðs- falla eða annarra óhappa, sem orsaka verulega skerðingu á gjaldgetu, þ.m.t. mikil tekju- rýrnun. 11) Uppeldis- og menningar- kostnað barna, sem eldri eru en 16-ára og gjaldandi annast greiðslu á. 12) Ellilífeyri. 13) Örorkulífeyri. 14) Ekkjulífeyri og ekkjubæt- ur. 15) Útsvör s.l. árs, ef þau hafa verið greidd að fullu fyrir sl. áramót. Framtalsnefnd leyfir nú til frádráttar helming taps frá Framhald á bls. 14. 8 23. maf 196S - WOMMH ..JjLliul ^ * ItxjiiíilliiÍLLuiiu'l Uilil mi'.h Ia -JÍi \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.