Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 5
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN: Hwað er unnt að hér til hjálpar? Grein Ásgeirs dýralæknis Einarssonar í síðasta tölublaði Dýraverndarans hefur aff von- um vakiff mikla athygli þeirra, sem á annaff borð láta sér annt um hreindýrastofninn íslenzka, og hafa einkum tvær spurning ar veriff bornar upp fyrir mér í vifftölum um þessa grcin. í fyrsta lagi hafa menn spurt: Hvers vegna hafa hreindýrin í ve'tur og fyrravetur leitaff svo mjög á brott úr venjuleg- um högum sínum, úr því aff þau eru ekki fleiri en stund- um áffur á árum, þegar lítið hefur á því borið, aff þau leit uffu annars haglendis? Og í öffru lagi: Ef svo er komið, aff vafasamt sé, að dýrin hafi nægilega beit, jafnvel þó að þau leiti út um sveitir og það allt heim á tún bænda — effa aff minnsta kosti nagi þá haga, sem bændur nota lianda fé sínu, þegar þaff er ekki á f jalli, er þá ekki gerlegt og um leiff sjálfsagt, aff bætt sé úr fóffur skorti dýranna með því aff flytja á kostnaff ríkisins fóff- ur handa þeim á nokkra staffi úti í högum, þar sem þau geti notiff þess? Hreindýrin hér á landi hafa, svo sem almennt er kunnugt, nú um langt skeið einungis hafzt við á Austurlandi. Kjör- lendi þeirra og raunveruleg- ir heimahagar eru heiðalönd- in og öræfin inn af Jökuldal og Fljótsdal og allt suður í fjalllend;ð norður af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Á þessu svæði hefur að jafnaði haust- og vetrarverðrátta ver ið þannig, að þar hafa sjaldn- ar komið áfreðar en víðast annars staðar á gróðurlendi íslenkra öræfa. Þeir vindar, sem flytia með sér úrkomu í byggðum Suðaustur-Austur og Norðausturland, eru oft orðn- ir þurrir, þegar þeir hafa lagt leið sína yfir bað fjalllendi og þá heiðavíðáttu, sem skilur hreindýrahagana frá láglend- inu, og kaldsöm þeysidrög eða slydda byggðanna, sem nær að flytjast alla leið inn á hrein dýralöndin, er gjarnan orðin að þurrum snjó, þegar þangað kemur, en þurr snjór fýkur í skafla, og svo verður þá auð jörð á milli — og auk þess er það staðreynd, að hreindýr- unum veitist tiltölulega létt að ná til beitar, þó að jörð sé hulin alldjúpum snjó. En bæði í fyrra og nú í haust og vetur hefur veðráttan ver- ið með afbrigðum umhleypinga söm. Sterkviðri hafa geisað ýmist af þessari eða hinni átt- inni og hitabreytingar verið afar snöggar, stundum frá taís verðum lofthita í hörkufrost. Hraðfara stormar af austri og suðaustri hafa þeytt regni eða slyddu inni yfir hreindýrahag ana, og svo hefur skyndilega fryst og svellalög og jafnvel þykkur klaki lagzt víðast yf- ir gróðurinn. Svo hafa þá hrein dýrin leitað annars haglendis. * * * Það hefur ekki aðeins viðr- að svona hér á landi þessi um- ræddu ár. Á hreindýrasvæðun- um í Noregi og enn fremur í Svíþjóð hafa verið svo til al- ger jarðbönn á stórum svæð- um, og af þessu hefur leitt, að mikinn og torleystan vanda hefur borið að hondum allra þeirra þúsunda sem lifa á hreindýrarækt — og þá um leið stjórnarvaldanna, sem sjá sér skylt að vera forsjón hrein dýrabændanna, þegar að þeim þrengir, hvað sem líður um- hyggjunni fyrir dýrunum. Stjórnarvöldin í Svíþjóð, þar sem mest kreppir að, hafa því lagt sig fram um víðtækar rannsóknir á fóðurþörfinni — og hvaða fóður hreindýrunum hentaði, ef þau ættu að halda lífi og sæmilegum holdum, og hefur sænska ríkið lagl fram stórfé, bæði til rannsókna og itil fóðrunar. Dýraverndunarsamtök Nor- egs gefa út blað, sem heitir Dyrenes venn. í september- októberhefti þess blaðs 1967 er rækileg grein um fóðrun hreindýra. Höfundur hennar er hreindýrarækunarráðunaut- ur, senj heitir Loyd Villmo. Hann skýrir allnákvæmlega frá hinum sænsku rannsókn- um og kostnaðinum við fóðr- unina. Ennfremur er gerð grein fyrir því, hvaða fóður hefur verið gefið norskum hreindýrum í tilraunaskyni. Margt í greininni er svo fræði legt, að það verður ekki, rak- ið hér. En hins vegar skal nú skýrt frá því, hvaða fóður bæði norskir og sænskir dýralækn- ar og aðrir ráðnautar hafa tal- ið vanhaldin hreindýr þurfa. Svíar hafa gefið þannig blöndu: 1. 46% ómalað bygg og heil hveiti, 25% heymjöl, 15% hálmmjöl, 10% kögglar úr syk urúrangi — afgangurinn ýms- ar málmblöndur. 2. Aðallega sykurkögglar, ekki tekið fram, hver viðbót- in hefur verið. Norska blandan; Töðumjöl 35%, sykurleðja blönduð moði eða mold 6%, þangmjöl, bland að málmefnum, 1%, og afgang urinn bygg-, hafra- og hveiti hræra. Þetta fóður var svo blandað hálmi að einum fimmta. Greinarhöfundur lætur vel af árangri tjlraunanna með fóðurblönduna norsku — með tilliti til heilbrigði dýranna, en segir hins vegar, að ekki se fullreynt, hvort fóðrunin borgi sig. En tilraunirnar norsku hafa enn ekki farið fram í stórum slíl. Aftur á móti voru 27.000 hreindýr fóðruð um langt skeið í fyrravetur á sænsku blöndunni. Drápust yfirleitt ekki nema 2—3 dýr af hverju hundraði, en í stöku hópum drápust þó allt að 20%. En kostnaðurinn var mikill. Dýrin voru höfð í allstórum nátthögum, en fóðruð í minni Guffmundur G. Hagalin girðingum, þar sem fyrir var komið jötum. Talið var, að tveggja metra jata dygði handa 10—15 hreinum. Þá ber þess að geta, að ef dýrin eiga að þrífast, þarf að sleppa þeim út úr girðingunum 3—4 klukku- tíma á dag og láta þau hreyfa sig eðlilega. Hver var svo fóðurkostnað- urinn hjá Svíum? Hann svar- aði til hvorki meira né minna á hvert hreindýr 8 krónum íslenzkum á dag, miðað við nú- verandi verðgildi krónunnar, svo að einungis fóðurkostnað- ur á 27.000 dýr hefur numið allstórri upphæð eða '216 þús- undum króna á sólarhring! — Þar við bætist síðan kostnað- ur við að koma upp nátthög- um, fóðurgirðingum og jötum og vinnan við fóðrunina og gæzlu dýranna. .... Samt sem áður hafa Svíarnir komizt að þeirri niðurstöðu, að útkoman á tilraunum þeirra sé jákvæð. í fyrsta lagi muni það geta borgað sig hjá hreindýrabænd unum að gefa áðurgreindar blöndur sem fóðurbæti með lítt eða ekki fullnægjandi beit — og ennfremur geti það svar að kostnaði hjá ríkinu að láta fóðra á þennan hátt stórar hjarðir, þegar svo illa árai’, sem sjaldan ber upp á, að al- ger jarðbönn kom'a og haldast mikinn hluta vetrar. En eins og lesendur mínir ■ munu gera sér ljóst, jafnvel þeir, sem ekki hafa leitt hug- ann að viðgangi hreindýranna okkar, er sitthvað ljóðrun taminna hreinhjarða í Noregi og Svíþjóð og fóðrun villihrein anna hér á landi. í Noregi og Svíþjóð eru yf- irleitt litlir eða engir hagar utan tún í byggð, en hér eru víðlendar hlíðar, mýrar og móar í grennd við bæina, o& þar vex gróður, sem hreindýr in virðast þola jafnvel, þó að þau hafi um hrið brostið beit og séu tekin að megrast, og þarna geta þau alloft náð til jarðar, þótt að kreppi á af- réttum. En eins og Ásgeir dýra læknir víkur að, er við búið, að svo fari, þegar hreindýrin leita í stórum hópum niður í byggð, að þau skemmi stór- lega þá haga, sem bændur ætla fé sínu að vori- og haust- lagi — og til vetrarbeitar, þar sem hún er enn að meira eða minna leyti nýtt. Út af þessu hafa ekki enn heyrzt óánægjn raddir frá austlenzkum bænd um, en ef sú yrði raunin, að stórir hreindýrahópar eða — begar fram í sækti — meiri hlut.i hreindýrahjar^arinnar leifaði sér biargar vetur eftir vetur í heimalöndum bænda, mundu þeir bera sig upp und- an slíkum ágangi og krefjast aðgerða af hálfu ríkisvaldsins, eins og þeir líka munu kvarta, ef það sýnir sig, að beitarþol Framhald á bls. 14. Alþý®iiblaf!iif$ birtir hér grein úr apríl hefti þess ágæta rits, „Dýraverndar- ans“, og vekur þar meS afhygli á eigu legu tíniariti og athyglisverSu málefni. 23- maí 1968 ALÞVÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.