Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 2
2 - JÓLABLAÐ 1969 ( Rætt við j iTómas £ Guðmunds- son skáld , ÞAÐ er sunnudagur og byrj- að að rökkva. Raunar hefur aldrei birt til fullnustu í dag, ginn þessara daga sem er lítið annað en grámygluleg ljósa- skipti. Það var meiningin að eiga atutt viðtal við Tómas Guð- mundsson skáld, og um leið og ihann tekur á móti mér í dyr- unum segir hann: — Mikið skammdegi í dag. Svo setjumst við sinn hvor- um megin við skrifborðið. Tóm as lsetur lítið yfir því að nokk- uð sé uppúr sér að hafa, en ég er á öðru máli um það. Hann er alltaf jafn hógvær og fágað- ur — einsog ljóðin hans. — Ég ætia að leyf a mér að spyrja þig alveg einsog fáráð- lingur, segi ég. —Já, spyrð þú, við skulum sjá, segir hann. — Fyrst langar mig til að spyrja; Er innspírasjón til? Sumir segja að hún sé ekkert annað en imyndun eða í hæsta lagi einhver kynleg efnaskipti í heilanum. Hvað segir þú um það? Og ef innspírasjón er til, hvað er hún þá? — Já, það er heldur erfitt að íala um það sem ekki er neinu öðru líkt. Efnaskipti í heilan- um eru ekki mín sérgrein. Ég hef meiri áhuga á hvernig þetta er lifað. Já, ég held við verð- um að segja að innspírasjón sé til, meira að segja mjög veru- leg reynsla, sterk og yfirþyrm- andi reynsla. Hún er auðvitað ?kki eingöngu bundin við skáld skap. Við skulixm segja þegar paaður kemur út í einhvern, fagran morgun, þá getur bara það atvik verkað ákaflega sterkt, það er eitthvað sem að grípur mann og hefur mann á valdi sínu, og þá getur líka homið einhver ómótstæðileg löngun til að festa með sér I : ’ þessa stemningu sem maður er gripinn, gefa því form sem áð- ur var bara kennd eða hug- blær. Þetta sama getur komið fram hjá öðrum sem athafna- þrá eða eitthvað allt annað, það fer víst eftir manninum. Það er alkunna að kaupsýslu- menn og athafnamenn geta sótt athafnaþrá sína á hljómleika og annað þess háttar. Þetta er ekki bundið við listir, þetta er eitt- hvað sem vekur manninn skemmtilega upp, lyftir honum yfir það sem er vanabundið og ófrjótt í lífinu. — En hvort er þá mikilvæg- ara, innspírasjónin eða vinnan við að yrkja og fága ljóðið? —Ef ætti að reyna að setja upp algilda reglu fyrir því þá held ég að hún yrði sú að þetta tvennt yrði að fylgjast að, ef vel á að fara. En þar fyrir ut- an er mjög ólíkt hverjum vinnu brögðum menn beita. Ég hafði lengi þá kenningu fyrir sjálfan mig, ég vildi að minnsta kosti reyna að fylgja henni sjálfur, að maður ætti að vinna kvæði sín þangað til þau bæru ekki annars merki en þau væru til orðin í einni andrá. Það kost- ar oft mikla vinnu. —Með þvi ertu að segja, ekki satt, að það eigi að fága ljóðið þangaðtil ekkert stend- ur eftir annað en sú gullna stemning andaxtaksins s.em var upphaf þess. — Já, líklega má komast svo að orði. — En hefurðu þá ekki þurft að umskrifa ljóð þín hvað eftir annað og ganga með þau lengi í huganum, hálfunnin eða unn- in, áðuren þú varst ánægður? — Jú, ég hef gerbreytt sum- um þeim mjög oft. Má ég nefna til dæmis kvæði sem mörgum er kunnugt, Japanskt Ijóð, sem ég orti á stúdentsárum mínum; ég hef til skamms tíma átt nokkrar gerðir af því einsog það var áður unz það loksins fékk þann búning sem það birt ist í. Ég byrjaði með það suður með sjó og flutti það svo til á hnettinum. Þetta átti ekki að vera landslagslýsing, ég held það hafi vakað fyrir mér að fá fram nógu hlutlausa mynd af samstöðu alls sem lifir. — En hvers vegna yrkir skáld, hvaða lífsreynsla hrær- ir þig helzt til að yrkja? — Það er dálítið erfitt að skýra þessa þörf, það eru svo margir hlutir sem verka sam- an. Skáld eru fyrst og fremst menn, það gildi ekki annað um þá en aðra menn. Heimurinn er fyrir löngu komin ofanaf því að skáld séu einhverjar furðu- verur. Svo veit maður aldrei hvers vegna þessi maður verð- ur skáld en ekki annar. Ég veit aðeins um sjálfan mig að mér er óhætt að fullyrða að það hafi verið einhver fyrsta heimspeki lega hugsunin sem upp kom í mínum huga þegar ég var smá- drengur, hvernig þeim mönn- um mundi líða sem ekki væru skáld; mér fannst það hljóta að vera ákaflega fábreytt tilvera. —* En hvað er það í lífsreynsl unni sem hrærir þig mest, gleð- in yfir lifinu, fegurðin, sorg- in? — Ég hygg að það sé fegurð in sem oftast hefur komið mér af stað. Mér finnst það skiljan- legt, hún er pósitíf, hún er já- kvæð, þess vegna ætti hún frekar að verka innspírerandi. Það er löngunin til að festa fegurðina á blað, höndla hana, lifa í henni. —Kannski fegurð í náttúr- unni? — Já, í náttúrunni og hvar sem er í lífi mannanna. En fegurð getur líka birzt í sorg. Samkvæmt eðli sínu held ég þó að fegurðin, björt og hrein, hafi oftast komið mér af stað. Það held ég líka að liggi næst minni gerð. Að vísu eru mörg kvæði í bókum mínum af öðr- um toga, en sorgin og þjáning- in . . . maður þarf að fara ákaflega varlega með slík efni. — Nú langar mig til að spyrja þig svolítið um yrkis- efni. Skáld velja sér afaroft ástina til að yrkja um, en er það endilega víst að þegar skáld yrkir ástarljóð þá sé til- efnið í raun og sannleika ást- arævintýri eða kona sem það er ástfangið af? Getur það ekki allteins verið formlaus stemn- ing sem kemur óboðin en fellur einhvem veginn bezt inní slík- an búning? — Jú, ég tel það tvímæla- laust. Ég hef oft hugsað um það að þótt stór hluti af ást- arkvæðum sé í orði kveðnu af höfundarins hendi tengdur ein- hverri ákveðinni konu þá er orsökin meira það að hann hefur þurft að velja sér form fyrir einhverja andlega stemn- ingu. Ungir menn yrkjia mikið af ástarkvæðum og það eru þá oft sorgarljóð. En ég hygg að þaú séu ekki sorgleg fyrir það fyrst- og fremst að þeir hafi orðið fyrir svo ákaflega mi'kl- um áföllum í þessum efnum persónulega, heldur kemur þar til greina þessi mikla píslarvætt isþörf hjá ungum mönnum. Þeir eru þá bara að veita út- rás þeim kenndum eða hugblæ sem ríkir hið innra. Þannig eru ástarharmar í skáldskap ekki endilega ógæfa, þeir eru mönnum, þetta er partur af þvi beinlínis vinsælir hjá ungum að vera ungur. — Já, þú segir, er þú lítur til baka, í einu þínu þekktasta kvæði: „Þá syngjum við tví- tugir harmljóð um horfna æsku og hjörtu voru trega þær vonir sem bregðast oss síðar.-f — 'Já, kannski hef ég verið að minnast einhverra slikca íil- vika. — Skáld eru talin hafa næm ari tilfinningu fyrir lífinu en aðrir, jafnvel sterkari sam- kennd með öllu sem lifir og hrærist, hvað viltu segja um það? — Jú, mér finnst það ekki ósennilegt að skáld séu þeir, menn sem að upprunalegri gerð hafa mjög næma tilfinningu fyr ir öllu sem lifir. En svo er á það að líta að það tilheyrir þessari iðju, skáldskapnum, að rækta tilfinningalífið. Það er þessi ræktun tilfinningalífsin3 sem gerir menn næmari heldur en annars hefði verið. Það er ákaflega erfitt að hugsa sér skáld án þess það hafi sterka samkennd með lífinu. — Það er kannski iðulega þessi samkennd með öllu lif- andi sem kemur ljóðstemning- unni af stað, kveikir neistann?, — Ég hygg það. — Nú langar mig til að spyrja þig um nokkur Ijóð, hvernig þau urðu til. —Ætli ég muni það eða hvaða ljóð langar þig til að nefna? — Kannski þú segir mér þá eitthvað um Eftirmála, siðasta kvæðið í Stjömum vorsins? —Já, það kvæði var ekki hugsað sem eftirmáli fyrir bóls ina þótt það hafnaði síðast 1 henni. Það er eftirmáli við á- kveðinn kapítula, dálítið stór- an kapítula, í lífi mínu. Aftasta kvæðið í þessari bók átti að heita Stjörnur vorsins, og það var með í handriitunum þegari þau fóru í prentsmiðjuna, en ég varð óánægður með það og drá það til baka á síðustu stundu, | Z./öð/ð kemur þegar jboð vill, Ijóðgerð er "ekki ne/n skrifstofuvinna

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.