Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 4
4 JÓLABLAÐ 1969
I
Tóvinna.
Mynd eftir
Sigurff GuffmundS'
son málara.
Konan til
vinstri prjónar
maður les í bók
kona spinnur
og önnur kona
vefur á fæti.
'
i
fpl x m Sil
í
■
-v'Ó'ííVÓ
;■ :■■
fV/ ' \
íL ' '
m
W"
: m
vm
|||f|||lfgf£
Á0:1
’líl
::
.
: ■
Hátíð fer að höndum ein,
hana vér allir prýðum.
Lýðurinn tendri ljósin hrein,
líður að tíðum,
líður að heigum tíðum.
Um jól og jólahald íslend-
inga að fornu og nýju hefur svo
margt verið skráð, að litlu er
þar hægt við að auka. Jólin
hafa lengi verið sú kirkjuhátíð,
sem horft var til með mestri til
hlökkun og haldin með mestri
helgi. Jólaljósin og jólahelgin
líkt og viku skammdegismyrkr
iriu til hliðar, og bak jólum fóru
í hönd lengri dagar, sem vísuðu
veg tii vors og sumars.
Aldrei var keppzt eins mik-
ið við innivinnuna og frá vet-
urnóttum og fram að jólum.
Þá voru vökur lengstar, og
vinnufúsar hendur kvenna og
karla lögðu saman við það
brýna verk „að koma ull í fat“,
rpeginhluta þess, sem heimilið
þurfti til ársfagnaðar. Upp úr
hgtiðum kom að því, að karl-
xnenn færu i verið, og áður
varð að vinna upp á þá plögg-
in. Sögur fóru af þvi, að mörg-
um hefði verið nóg boðið við
vökurnar á jólaföstunni, ekki
sízt þeim, sem kvöldsvæfir
voru. Var þá stundum tekið til
bpagðs að tálga augnteprur og
síftja á augnalok þeirra, sem
hætti til að dotta eða „draga
ýsur“ undir vökuvinnunni.
Sumsstaðar á landinu nefnd-
ust augnteprur vökustaur, en
'annar vökustaur var þó þekkt-
ari, glaðningurinn, sem borinn
var til fólksins þriðjudagskvöld
ið fyrir jólavikuna til að hugn-
ast því fyrir vökuvinnuna. Var
það nefnt „að halda vöku-
■staur.“
Geirlaug Filippusdóttir frá
Kálfafellskoti í Fljótshverfi
sagði mér, að þessi glaðningur
hefði verið m. a. grjúpánslangi
handa hverjum heimilismanni.
Var stungið í hann litlum tré-
teini, sem bar sama nafn og
glaðningurinn sjálfur. Undir
Eyjafjölium var orðið vöku-
■staur þekkt í þessari sérstöku
merkingu, en þar var það einn-
ig notað um fleiri vökubita, t.d.
bitann, sem gefinn var bömum,
sem vöktu yfir túninu á vor-
in. Solveig Einarsdóttir frá
Strönd í Meðallandi (96 ára)
segir mér, að kertin, sem hver
heimilismaður fékk á aðfanga-
dagskvöld, hafi verið nefnd
vökustaurar.
Sjálfsögð regla var að vinna
einhverja nýja flík á hvern
heimilismann fyrir jólin, ef þess
var nokkur kostur, svo hann
færi ekki í jólaköttinn, sem
sagt var. Líka var venja að
gera jólaskó handa hverjum
heimiiismanni. Eitthvert kvöld,
rétt fyrir Þorláksmessu, var
húðarskinn borið inn á pallinn
í baðstofunni, og húsbóndinn
risti það niður og sneið úr
skæði eftir þörfum. Jólaskórn-
ir voru því oftast leðurskór,
kirkjuskómir biðu í handrað-
anum á fatakistunni eftir jóla-
messu. Þeir eru venjulega úr
sauðskinni, fallega bryddir og
með rósabörðum. Þeir voru
■ekki settir upp, fyrr en kom til
kirkjunnar og farið var úr
þeim, þegar komið var úr
kirkju. Áttu margir sömu
kirkjuskóna svó árum skipti.
Jólaplöggin voru unnin við
erfiðar aðstæður. Merk kona,
Snjólaug Jóhannesdóttir úr
Svarfaðardal, hefur lýst fyrir
mér, hvernig móðir hennar
setti glóðarker undir baðstofu-
■glugganum heima til að þíða
hrímið og stóð svo sjálf á stóli
undir glugganum til að njóta
dagsglætunnar við verk, sem
ætluð voru heimafólki til jóla-
fagnaðar.
Norðlendingar áttu fram yfir
Sunnlendinga mótaðar kökur
■og laufabrauð, sem þátt í há-
tíðahaldi jólanna. í gerð laufa-
brauðs tíðkuðust víða hefð-
bundnar skreytingar, sem fróð-
legt hefði verið að safna í einn
stað, þótt vafalaust verði enn
lengi haldið áfram þeim sið að
skreyta og baka laufabrauð tii
jóianna.
Víða var siður að steypa jóla
kertin daginn fyrir Þorláks-
messu. Stærð þeirra og fjöldi
fór eftir efnum og ástæðum.
■Margir kirkjuhaldarar steyptu
'kóngakerti á altarið fyrir há-
tíðamessumar um jól og nýár,
einstofna að neðan, þríálma að
oían. Þau vom kennd við Aust
urvegsvitringana. Hjónakerti
með tveimur álmum voru stund
um steypt og þá ætluð hjónum
á heimilinu. Minnstu kertin,
sem steypt vom, nefndust dás-
ar. Fékk hvert barn á heimil-
inu einn dás, er jól'akertin voru
steypt.
Jólakertin Vom yfirleitt
strokkkerti. Mörg heimili áttu
■að sönnu kertaform, en það var
venjulega aðeins notað fyrir
minniháttar kertasteypu, t. d. í
byrjun ljósatíma að hausti.
Kertaefnið var sauðatólg. Að
verkinu var oftast unnið í búr-
inu. Strokkurinn var vandlega
dúðaður, sívafinn þykku brek-
áni. Að því búnu var hellt í
hann sjóðandi vatni vel upp til
miðs. Ofan á það var hellt
bræddri tólginni. í kertarök
var notað margþætt ljósagarn,
'sem keypt var í verzlunum. Á
gólfinu við hliðina á strokkn-
um var gengið frá mjólkur-
trogi með uppistöðu sitt við
hvorn enda. Sívalt prik Var sett
langsum yfir trogið.
Tveir unnu saman að kerta-
■steypunni. Gekk verkið þannig,
að rökin voru tekin eitt af öðru,
difið ofan í strokkinn og jafn-
óðum sett á prikið yfir trog-
inu. Gekk þetta á víxl, þar til
komin voru hæfilega gild kerti,
eða kertalykkja, sem kallað
var. Hún var skorin sundur I
miðju og aðeins numið ofan af
endunum til að fá rak fyrir
fyrstu kveikingu. Neðsti hluti
kertis hét kertastaup.
Kirkjuhaldarar steyptu mik-
inn kertahlaða fyrir jólin, Hver
sóknarbóndi varð að gjalda
ljóstoll til kirkju sinn'ar, átta
merkur af tólg. Mun sízt of-
mælt, að tólgarforði fátækra
heimila hafi oft ekki gert bet-
ur en nægja í ljóstollinn. Víða
var venja, að kirkjuhald'arinn
sendi kerti á hvert heimili f
sókninni, fyrir jólin, eitt handa
hverjum heimili'smanni. Þessi
siður hélzt í Holtssókn undir
Eyjafjöllum til loka 19. aldar,
Um langömmusystur mína, Sig
ríði Einarsdóttur konu sr.
Kjartans Jónssonar í Ytri-Skóg
um, heyrði ég þess getið, að
hún hefði sent jólakerti á hvert
heimili í Skógasókn.
Víða var það siður á jóla-
föstunni að skrá nöfn allra
gesta, sem komu á bæinn fram
til Þorláksmessu. Nefndust
karlar jólasveinar en konur
jólameyjar. Á Þorláksmessu var
dregið um nöfnin. Karlar drógu
úr nöfnum kvenna en konur