Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 7
svo að hún hafi ánægju af. Á meðan ég orkti gamanvísúr fyr- ir Alfreð heitinn Andrésson og samdi gamanþætti fyrir leik- ' ara af hans kynslóð, náði ég ' eyrum og athygli áheyrenda fyrir listrænt miðilsstarf þeirra. Nú verður grínið að vera hrjúf ara, hamslausara liggur mér við ' að segja, og svo auðskilið að það krefjist ekki minnstu hugs unar af áheyrendum — þeir verða að geta drukkið það fyr- irhafnarlaust í sig eins og veig arnar úr glösunum. Þetta er ekki nema eðlilegt og í fullu samræmi við þá þróun, sem orðið hefur á öðrum sviðum. Skop er að vísu alltaf skop — en framleiðsla þess er háð tízku og breytist frá kynslóð til kyn- ' slóðar. Aukin hraði, minni íhug un, sterkari og harmrænni 1ÍÍ3 nautn og lífsátök — hams- ’ lausara skop, þannig leitar allt til síns stundarjafnvægis. — Hvað segir þú um það, er skop alltaf skop? Er huigsan- legt að sú skoðun mín sé rétt að skop sé oft fúlasta alvara en hins vegar alvarán hreinasta grín? — Skop er alvara . . . þar er oft mjórra á mununum en margur heldur. Það má skipta öllu í flokka, skopi líka, — tala um ærslafengið skop, meinlegt skop og misheppnað skop, en í heild og eðli sínu er skopið sem slíkt og alvaran af einni sömu rót, að ég held, og þéna einum og sama tilgangi. Líf- eðlisfræðingar telja, að nátt- úran hafi ekki gefið mannin- um og öllum æðri dýrum tvö 'augu emungis til þess, að við- komándi hefði annað til vara ef hitt blindaðist, heldur sé það viðmiðunarskynjuninn, sem þár er um að ræða, sem byggist á því að tvær sjónlínur myndi horn í vissum depli. Er þar í rauninni um að ræða það grund vallaratriði, sem öll nútíma við miðunartækni byggist á. Það mætti segja mér, að skop og alvara væri manninum frá nátt úrunnar hendi í blóð borið í sama tilganai — að þar sé um að ræða tvær sjónarlínur að sama skurðardepli, sem eigi að gera manninum kleift að stað- setja ýmsa hluti í tilverunni, og þá fyrst og fremst sjálfan sig. Beiti hann einungis ann- arri sjónarlínunni, hverfur við miðunin og stáðsetningin hlýt- ur að verða röng. Það lítur út fyrir að forfeður okkar hafi vitað þessi sannindi af eðlis- ávísun sinni eða gáfum, því að þeir kölluðu þá menn einsýna, sem aldrei gátu litið á neitt mál nema frá einni hlið, og hlutu því að staðsetja það skakkt. Við köllum þá núna einstefnumenn eða annað þess háttar, sem ber að vísu vitni hrörnandi málkennd, en nær þó að túlka hugtakið. Það er einkennandi fyrir þá, að þeir taka alla hluti svo alvarlega, ekki hváð sízt sjálfa sig, að alvara þeirra verður í rauninni ósjálfrátt skop — það er að segja, ef þeir hinir sörnu hafa ekki svo mikil völd og áhrif, að þeir verði hættulegir en ekki hlægilegir. Fyrir það er öllum, JÓLABLAÐ 1969.. 7 sem hneigjast að einræði, mein- illa vlð sköp þar eð einræði hlýtur alltaf að byggjast á skakkri viðmiðun. Skop og al- vara er því í rauninmi eitt og hið sama og hvorttveggja er manninum nauðsyn, ef ekki á illa að fara. Glati einstakling- ur eða kynslóð — eða jafnvel heil þjóð öllu skopskyni, eða takist vissum öflum að bæla það niður, er voðinn vís og er skemmst að minnast nazismans í Þýzkalandi því til sönnunar. Reyndar þarf víst ekki að fara einu sinni svo langt aftur í tímann. Þeir höfundar, sem fást við að sémja skop, eiga því ekki síður mikilvægu hlut verki að gegna en hinir, sem beita alvörunni til viðmiðun- ar. Og satt bezt að segja er það trúa mln, að okkar eigin þjóð muni ganga bétur að staðsetja sig í tilverunni, ef hún temdi sér að líta á það skoplega í sínu eigin fari af meiri alvöru, og alla sína kátlegu alvöru af meiri skopi en hún hefur gert að undanförnu — en það er annar handléggur. — Áttu þar við að skopskyn okkar sé að slævast? — Kannski hefur viðleitni mín til að semja skop orðið til þess að ég líti hlutina helzt til alvarlegum augum. Kannski hef ég líka farið að fást við skop- ið af ótta við mína eigin al- vöruhneigð. Kannski er það þetta annaðhvort eða hvort- tveggja að ég óttast alvarlega um skopskyn komandi kyn- slóða, annars vegar fyrir aukna tækni og vélvæðingu, hinsveg- ar fyrir aukinn áróðursmátt fjölmiðlunartækninnar. Mér finnst sú staðreynd ekki verða sniðgengin, að viss öfl vinni nú markvíst að því að rugla ger- samlega alla viðmiðun manns- ins, meðal annars með aðstoð fjölmiðlunartækninnar; villa um fyrir honum með „dulfræði legum töfraformúlum“ eins og tækniþróun, iðnvæðingu, fram leiðni, lífsstandarð og svo fram vegis. Með þessu móti er unnið markvíst að því að gera hvern einstakling fyrst og fremst að örsmárri og áhrifadaufri múg- eind í skipulögðu hagkerfi á grundvelli vélvæðingarinnar, þar sem framleiðnin verður einskonar viðmiðunardepill í sjálfu sér en ekki maðurinn, lífsskoðunin, eins og það er kallað en ekki lífshamingjan. Með því að svipta hann allri mannlegri viðmiðun má leiða hann hvert sem vill. Hið eina, sem getur bjargað manninum frá algerri glötun sem einstak- lingi þegar svo er komið, er næmara, skarpara og miskunn- arlausara skopskyn til viðmið- unar í tilverunni, að honum megi takast að staðsetja sjálfan sig annarsvegar, þróunina hins vegar þar sem hvort um sig á heima — miskunnarlaust skop Skyn gagnvart allri slagorða- tækninni og véltækninni og síð- ast en ekki sízt gagnvart leið- togum þjóðarinnar á hv°rjum tíma. Ég segi þetta í fúlustu alvöru. Og mér er sama þótt ég láti það fara, að i hvert skipti Frh. á 44. síðu. SMAMUNIR SAGA er sögð af kínversk- um nátnuverkamanni sem hafður var að skotspóni með- al félaga sinna og það gert að tilefni að hann var krist- inn.' Hún á að hafa gerzt snemma á þessari öld. Þessi námumaður var orðinn aldr- aður, hann hét Chow. Ein- hverju sinni gerðist það niðri í námunhi að verkamannahóp ur safnaðist saman til hádeg- sverðar i einum ganginum, undir stólpa sem skilinn hafði vérið eftir til að halda tryggi- lega uppi þakinu. Chow sat sér, hann hafði nestið sitt á hnjánum og lokaði síðan aug- unum að gera bæn sína eins og hans var siður. Einhver félaga hans brá við meðan gamli maðurinn bænaði sig, greip nestið og faldi það. Þeg ar sá gamli opnaði augun og sá að maturinn var á burt, hlógu hinir og bentu eitthvað út í göngin og sögðu: „Þjóf- urinn hljóp þangað.“ Show stökk upp og vildi ná í þjóf- inn sem alls ekki hafði farið neitt, heldur var inní miðjum hópnum. En rétt í því brast stólpinn og fyllan hrundi nið ur úr þakinu nákvæmlega þar sem Chow hafði setið. Einn maður beið bana og allir særð ust eitthvað nema Chow. HJÓN frá Bandaríkjunum æm voru á ökuferð í Kana- da neyddust til að gista í lít- illi borg af því bíllinn bilaði en fundu hvergi nokkursstað- ar rúm á hótelum eða ferða- mannaheimilum. Að lokum var þeim bent á hús þarsem herbergi voru til leigu hjá gömlum presti. Þau fengu þar strax herbergi og leyfi til að nota eldhúsið að vild. Enn- fremur sögðu gömlu prest- hjónin þeim að ef einhvern gest bæri að garði, mættu þau vísa honum á annað herbergi sem enn var óleigt, og þau skyldu líka segja honum að nota eldhúsið. Síðan fóru hús ráðendur út og komu ekki heim fyrr' en seint um kvöld- ið. Önnur hjón komu og gistu í óleigða herberginu, og nú var prestshúsið fullt af gest- um sem höguðu sér einsog þeir væru heima hjá sér. Undruð- ust allir hvílíkt traust gömlu presthjónin höfðu á heiðar- leika gesta sinna. Og ekki urðu þáu minna undrandi þegar maður kom um kvöld- ið til að borga gamla prestin- um 50 dollara sem hann hafði lánað honum. Virtist hann ekki einasta treysta gestum og gangandi fyrir húsinu og því sem í því var heldur líka voga að lána ókunnugum fé. Á TORGI í Salt Lake City í Bandaríkjunum er minnis- varði sem ekki á að minna á einhvern stjórnmálamann eða leiðtoga, heldur furðulegan at burð er gerðist vorið 1848 þeg ar mormónar voru nýlega komnir til hins fyrirheitna lainds á bökkum Saltavatns. Þeir voru nýlega búnir að sá. Framtíðin býggðist á upp- skerunni. Ef hún brygðist voru framundan hungur og hörmungar, ef hún væri góð, gengi allt vonandi sæmilega. Einn morgun voru akrarnir huldir af engisprettum sem virtust ætla að éta kornteg- undirnar upp til agna. Fólkið beitti öllum hugsanlegum ráð um, reyndi að fæla þennan ófögnuð burt með bareflum, hávaða, eldi og reyk, en allt kom fyrir ekki. Þettá var sanntrúað fólk, það var komið á þennan afskekkta stað til að iðka trú sína: það eina sem það gat gert var að falla á kné og biðja. En rétt í því veitir einhver því athygli að dökk rönd er að færast upp á loftið yfir akrana, og fuglarn- ir réðust á engispretturnar og eyddu þeim, svo uppskerunni var bjargað. Landnemarnir voru ókunnugir, þeir vissu ekki af sveimi engisprettanna, og þeir vissu heldur ekki að fuglarnir væru á eftir engi- sprettunum þarsem þær bæru niður. AMERÍSK kona var að ferð ast á Sikiley. Hún var vel fjáð einsog margir amerískir túr- istar, en sakir þess að hún átti bágt með að þola gamla peningaseðla fór hún jafnan í banka og skipti á gömlum fyrir nýja. Einhver daginn var hún að aka gegnum litla þorp- ið þarsem hún gisti, er á vegi hennar varð hópur af fólki sem saman hafði safnazt ut- anum konu og mann sem vöru í háa rifrildi. Ökumaðurinn sagði henna að deiluefnið væri peningaupphæð sem konan sagði að maður hennar látinn i hefði átt hjá manninum, en maðurinn kvaðst ekkert umJ það vita. „Hversu mikil er upphæðin?“ spurði konan. Ökumaður nefndi einhverja tölu sem ekki var neinn pen- ingur í augum Ameríkumanns en skipti miklu fyrir fátæka fiskimenn á Sikiley; svo hún gefur konunni þessa peninga- upphæð í glænýjum banka- seðlum. Síðan heldur hún leið ar sinnar; næsta morgun er hún aftur er á ferð úti á göt- um þorpsins verður fyrir henni mannsöfnuður. Hún spyr enn hvað um sé að vera, og fær það svar að heilög guðsmóðir hafi stigið niður af himnum daginn áður og gefið tiltekinni fiskim’anns- * ekkju nákvæml. þá upphæð, er 1 hún átti hjá öðrum manni sem líka var tilgreindur. „En 1 hvers vegna vitið þið að þetta var heilög guðsmóðir? spurði könan, „gæti það ekki hafa ' verið venjuleg kona einsog ég‘.‘ „Nei, frú,“ svaraði mað- urinn, hún var með peningá- seðla sem engin mannleg hönd hefur nokkurn tíma snert.“ En það ér hægt að fá nýja sagði maðurinn aftur. „Hún konan í móinn. „Nei frú“, sagði maðurinn aftur. Hún talaði tungu sem enginn dauð legur maður getur skilið.“ STUNDUM verða slys fyr- ir undarlega óheppni, en fyrir kemur líka að slysum verður forðað fyrir undarlega heppni. Slíkt atvik skeði einhvern tímann rétt fyrir stríðið í lítilli ' borg í Bandaríkjunum. Kór ' átti að koma saman til æf- inga í kirkju kl. 7 um kvöld. Það höfðu oft vérið æfingar í kirkjunni áður á þessum tíma, og alltaf hafði kórinn verið mættur stundvíslega. En þetta tiltekna kvöld komu alls kyns tafir fyrir kórfólkið. Einn tafðist af þessu, annar af hinu, en enginn vissi af öðr- i um, hyer og einn hélt að hann væri sá eini sem tafizt hefði. ; Fyrir bragðið var enginn kom inn á vettvang fyrr en kl. 15 mínútur yfir sjö. En klukkan fimm mínútur yfir sjö kvikn- ( aði í kirkjunni einsog hellt væri yfir hana logandi benz- Frli. á 44. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.