Alþýðublaðið - 24.12.1969, Side 17

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Side 17
JÓLABLAÐ 1969 17 Prestshjónin á Melstað og börn þeirra tíu. Með Eyjólfi Kolbeins presti á Meistað EFTIR MAGNÚS F. JÖNSSON Nokkru fyrir jólafösbu hafði Kolbeins prestur í ráðagerðum að fara í húsvitjunarferðalag fram í Vesturárdal. Það var að visu embættisskylda að prest- urinn færi á hvern bæ í sókn- um, tæki manntal og kynnti sér uppfræðslu bama, í lestri og lífsnauðsynlegu bænanámi, sem ungir og gamlir fóru með sér til velfarnaðar, kvölds og morgna og þegar í miklar raun ir rak. Ekki hafði prestur neina fasta reglu á þessu embættis- verki, svo þessi ferðalög voru tilviljanakennd. Bændum og búaliði þótti það eftirminnilegur atburður, þeg- ar Kolbeins prest bar að garði: Hann var ólíkur öðrum gestum, hafði á reiðum höndum mikils- verðar heimsfréttir jafnt og heimspekilegar athugasemdir um lítilsverða hluti, sem hann kunni að gera eftirminnilega með skáldlegri andagift, sem honum var jafnan tiltæk. Kannski sió í honum skáldæð, sem hann hafði tekið að erfð- um frá forföður sínum, Kol- beini prest Þorsteinssyni, sem orti Gilsbakkaþulu og sneri Passíusálmum Hallgríms á klára latínu og lét bragarhætti alla halda sér; er það einsdæmi í kunnáttu og hagleik á hinu forna göfuga máli. Þessi fyrirhugaða húsvitj- unarferð dróst á langinn í nokkra daga vegna umhleyp- inga og óstöðugrar veðráttu. Ég sem þjónn hans var sjálf- sagður til að fara með honum í þetta ferðalag. Einn morgun leizt mér ferðaveður bærilegt, gegndi skylduverkum mínum, gekk inn í svefnherbergi prests, tróð reyktóbaki í pípu hans, kveikti í henni og stakk í munn hans og sagði að ferðaveður væri nú allgott. Við förum ekki í húsvitjunarferð í dag, mælti prestur: Ég var að lesa Hegel hinn mikla speking fram eftir nóttu og annað veifið greip ég í meistara Jón Vídalín. Eng inn er honum líkur að orð- kynngi. Hann segir, lífið er stutt, en helvíti er heitt, og eng inn veit nær dómurinn kemur. Svo varð ég andvaka; fór að hug leiða hvort mannkynið þyrfti nauðsynlega á svona hörðum áminningum að halda til þess að gæta hófs í yfirgangi og harðýðgi. Prestur kvaðst ætla að veðrahlé mundi verða skammvinnt og sneri sér til veggjar. Eftir nokkur dægur, rann upp dagur með heiðskíru hrein- viðri. Þegar ég kom inn í suð- urstofuna, svefnherbirgi prests- hjónanna, var prestur byrjað- ur að klæðast. „Nú húsvitjum við Vesturárdal á næstu dög- um. Ég þarf líka nauðsynlega að hitta Jónas vin minn bónda á Húki. Jónas var landseti Kol- beins prests. Hann var í betri bænda röð, skuldaði engum manni neitt og átti jafnan nokk urt reiðufé í tíukrónaseðlum. Þegar Kolbeins lá mikið á leit aði hann til Jónasar um skyndi lán. Nú þegar loks kom að þess- um húsvitjunarleiðangri, var snjófall allmikið á jörðu svo ekki kom til greina að við fær- um á hestum í þessa ferð. Tvenn væn eikarskíði voru til á prestsetrinu. Prestur kvaðst kunna vel til skíðagöngu, því þá íþrótt hefði hann iðkað í foreldrahúsum á Melgraseyri. Ég kunni líka nokkuð að beita skíðum, þó lítt hefði sú íþrótt orðið mér til frægðar eða frama: Ég gat staðið á skíð- um ofan brattar brekkur, en kunni ekki að ráða stefnu eða ferð þessara þörfu farartækja að neinu leyti. Prestur bjó sig venjulega þykkum skjólfötum til vetrár- ferða. Svo var og að þessu sinni. Við lögðum á stað árdegis. Til að þyrja með dróst ég aftur- úr á göngunni, því hann kunni mér langt um betur að ganga á skíðum á flatlendi. En það stóð ekki lengi, prestur varð fljótt móður og tók sér alllang- ar hvíldir, því hann sagði að það væri stórhættulegt að svitna ef við yrðum að liggja úti einn eða tvo sólarhringa, sem vel gæti komið fyrir. Þá sagði hann að mér sem þjóni sínum bæri að vera alltaf á undan, hvort serh við ferðuð- um3t á göngu eða hestum. Þessu hlýddi ég að þessu sinni eins og ég gerði ævinlega, þeg- ar prestur skipáði mér einhver verk að vinna. Þegar við komum að Huppa- hlíð, var prestur orðinn sveitt- ur og göngumóður. Jón bóndi stóð úti fyrir dyrum ásamt bonu sinni Þorbjörgu, sem þá var talin eitt mesta góðkvendi í sveitinni. Það var venja Jóns bónda ef hann hafði veður af gestum á næstu grösum, að vera viðbúinn á bæjarhlaði að taka á móti þeim með mikilli vinsemd og gamanyrðum, því hann var manna gestrisnastur og félagslyndur. Þau hjón tóku presti opnum örmum. Það mátti heita að þau bæru hann fremur en leiddu til baðstofu, sem var ærið stór, því heimil- isfólk var margt. Hjónahús var í öðrum enda baðstofunnar, þangað hélt þrenningin, en ég lónaði á eftir eins og lítill hnött ur, sem fylgir sólinni á lög- málsþundinni braut; þurfti ég þó sízt um það að kvarta að þau hjón, Jón og Þorbjörg, gleymdu að sýna mér þá gest- risnishlýju, sem þeim kemur bezt, sem minnst eru virðir. Jón bóndi fór ekki dult með það, að hann unni presti sínum af alhug. Jón var opinskár, ein- lægur og hinn bezti maður. Hann var ákafamaður um bús- annir, en svo drenglyndur og svo umhyggjusamur gagnvart sínu heimilisfólki, að orðlagt var. Gamalt fólk, vanburða og elliþreytt, sóttist mjög eftir vist á heimili þeirra hjóna. Jón hafði eins og títt var um al- þýðumenn á þeim tíma, ekki fengið neinn snefil af mennt- un, þó var hann allvel skrif- andi, sendibréf sem hann skrif- aði kunningjum sínum þóttu upplífgandi og skemmtileg, eins og hann var sjálfur í allri viðkynningu. Hann var líka mikill hugareikningsmaður og svo minnugur á tölur að með undrum þótti. Þorbjörg kona hans var borgfirzk að ætt. Hún var hæglát í fasi, en þó mikil verkkona, stillt og haggaði ekki skapi hvað sem að höndum bar. Hún var mikið góðkvendi og umgekkst jafnt hjú sín, hrakningsfólk og gamalmenni með móðurlegri hlýju. í bú- skapartíð þeirra hjóna var Hlíð arheimilið annað mannflesta býlið í sveitinni. Ef nokkur bóndi átti skilið að heita hús- faðir, og kona hans húsmóðir, þá áttu þau hjón það hugljúfa virðingarheiti með réttu. Það var hlýtt og notalegt í hjónahúsinu, tvö rúm voru sitt við hvorn hliðarvegg, en stórt matborð fyrir stafni. Baðstofu- þiljur voru úr hvítskúraðri furu, sem var gædd yndisþokka hins lífræna byggingarstiís, sem féll svo vel að íslenzku sveitaheimili. Þessi baðstofu- hús voru að utanverðu með þykkum torfveggjum, sem frost og kuldastormar voru úti lokaðir frá. Þessir lágreistu mannabústaðir voru lausir við stolt og yfirlæti steinsteypu- húsanna. Kvistir í þiljum og ramþöndum myndu nú vera talinn vottur um fátækt og smekkleysi, en gáfu þó aug- anu tilbreytingu og ímyndun- arafli áhorfandans flug. Þorbjörg húsfreyja vék sér frá en kom samstundis með hlýja ullarsokka og bauð presti ef hann væri rakur á fótum. Hún dró af honum fótaplögg- in eins og vanburða barni og gleymdi ekki að bjóða mér lít- ilmótlegum fylgdarmanni sams konar þjónustu, sem ég af- þakkaði. Svo hvarf þessi um- hyggjusama húsmóðir úr hjóna húsinu, en samræður milli Jóns bónda og prests urðu brátt hin- ar fjörugustu. f fyrstu ræddu þeir hversdagsleg sveitamál- efni svo sem nýálögð útsvör, en þau kunni Jón þóndi und- antekningarlaust, jafnt hjá stór bændum og lítilsmegandi vinnu fólki ungu sem gömlu. Hann fann útsvarsskránni sitthvað til ósamræmis. Hann sagði að útsvar sitt væri of hátf saman- borið vlð bændur í sveitinni, sem hann tilnefndi. En hann sagðist aldrei myndi kæra út- svar sitt þó hann yrði fyrir ó- rétti, því útsvarsþrætur væru hatursefni, sem spilltu mann- félaginu og gerðu menn böl- sára. Prestur, sem ávallt fann táknræna mynd á hverju mál- efni, líkti útsvarsálagningu við fjármörkun á vordögum: Efna- menn og bændaaðall væru blóð markaðir, eyrun skert til muna, en unglömb og úrgangsfé væri benjað neðst á eyrunum svo varla mætti merkja blóðdropa á lagðinum. i l. Allt í einu og óvænt snerist samtal þeirra að trumálum. Prestur sagði að kristindómur- inn bæri langt af öllum trúar- brögðum að mannúð og háleit- um hugsjónum, en flest trúar- brögð hefðu þó nokkuð til sín3 ágætis. Arabisk trúarbrögð leyfðu fjölkvæni. sem væri nauðsynlegt stórbændum og embættismönnum. sem of- gjörðu oft einni konu til stór- skemmda. Jón bóndi lét þá ekki sitt eftir liggja um feimnislaust tal, svo af varð mikið gaman- mál. Eftir nokkra stund bar Þor- björg húsmóðir mat á borð fyr ir okkur; var það veizlukost- ur; úrval úr íslenzkum mat, eins og hann gerist beztur. Eins og áður er sagt var Huppahlíð mannflesta heimili í hreppnum að undanteknu prestsetrinu á Melstað. Þar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.