Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 19
JQLABLAÐ 1969 19 að prestur settist um kyrrt þann dag, en prestur sagði sem var að annir kölluðu að, en hét Stefáni bónda því að koma til hans síðar um veturinn og vera hjá honum þrjár nætur að kynni að fornum sið. Við höfð- um nú alllanga dagleið, hús- vitjuðum alla bæi austanmeg- in Vestárdals og komum í rökk urbyrjun að Brekkulæk. Þar bjó þá Sigvaldi Björnsson. Kona hans var Hólmfríður Þor valdsdóttir Bj arnasonar hins málfróða. Sigvaldi var fríður sýnum og hinn drengilegasti maður. Sr. Þorvaldur hafði mikið dálæti á þessum tengda- syni sínum og sagði að hann væri Kalos kagaþos — þ. e. góð fallegur. Grískir orðshætt- ir voru honum ekki síður til- tækir, en hans móðurmál. Eftir stutta viðstöðu, héld- um við á stað heimleiðis, var þá komið brúnamyrkur. Við komum heim á prestsetrið seint um kvöldið. Melstaður á dögum séra Eyjólfs Kolbeins voru gamalmenni, vangefnir unglingar, konur og karlar á bezta aldri. Þegar vinnumenn voru komnir inn frá gegningum og kvenfólk frá mjöltum, -'lét prestur mig setjast við borðið í hjónaherberginu með pappír og skriffæri. Svo kallaði hann fyrir sig hvern heimilismann og spurði um aldur, stöðu og lífsviðhorf. Þetta varð eins og leiksýning: Vinnukonur urðu undirleitar og fámæltar, er hann spurði þær hvort þær hefðu ekki löngun til að gift- ast, ala börn og uppfylla jörð- ina að guðsboði. Jón bóndi svaraði þá fyrir þær og kvað þær vera náttúrulitlar; strák- arnir hefðu víst nægar kynhvat ir, en kjarkleysi væri þeim fjötur um hönd og fót. Prest- ur sagði að lífið væri stutt og það væri skylda ungra manna að veita kvenfólki alla blíðu og úrlausn, sem það þráði. Þessi næturgisting í Huppa- hlíð var hin ánægjulegasta að öllu leyti. Næsta dag stigum við prestur á skíðin. Það hafði snjó að í logni um nóttina og færið þyngst til muna. Presti sem var feitlaginn varð þungt um ganginn, hann vildi stanza öðru hvoru og kasta mæði. Þá hafði hann orð á því, að fólk hins- vegar í dalnum myndi geta margs til er það sæi til ferða okkar á snjóbreiðunni. Honum þótti líklegast að það ætlaði að maður væri að leiða kú, sem 'þyrfti nauts við á næsta bæ, en væri þó þungt í taumi. Margt fleira hafði hann í getgátum, sem var kátlegt, þvi skáldlegt hugmyndaflug hans var óþrjót- andi. Við komum að Kollafossi, sem er næsti bær fyrir framan Huppahlíð. Prestur tók þar manntal og lét börn lesa stuttar greinar í Helgakveri, klappaði á kollinn á þeim og sagði að' þau væru fluglæs, þá þau stöm uðu á hverju orði vegna feimni. Frá Kollafossi héldum við að Hújci, sem er fremsti bær í Vesturárdal, þangað komum við í rökkurbyrjun. Jónas bóndi var stórvitur maður, skáldmælt ur og glettinn er hann var við vín, en hann gerðist ölkær á gamalsaldri; Hann sótti brenni- vín til Borðeyrar hvern laug- ardag að sumarlagi, en að vetr- inum dró hann að sér væna kúta, sem entust milli ferða er til féllu. Kona Jónasar var Helga Stefánsdóttir. Hún var mesti búforkur og hin merk- asta húsfreyja. Þessi hjón voru í góðum efnum, eins og fyrr er sagt. Okkur presti var tekið með beztu kostum. Ég hafði er ég var á tólfta ári verið smala- strákur hjá þeim hjónum, þ. e. setið yfir kvíaám og átti síðan athvarf hjá þeim eins og í for- eldrahúsum. Er við höfðum setið að ríkulegum matarveit- ingum, settumst við þrír við spil. Jónas hafði mikla skemmt un af að spila „Manna“, hann var alltaf birgur af koparpen- ingum og smá silfurmynt og lánaði gestum gjaldeyri, ef þá þraut féð. Eftir litla stund bar húsfreyja okkur kaffi. Jónas seildist þá í rúmshorn sitt og dró þar upp fullan brennivíns pela og bætti kaffið verulega. Ekki óx áhugi prests á spila- mennskunni við þessa dreypi- fórn, en gerðist nú all málreif- ur og þeir Jónas báðir. Jónas hafði ort langt heilræðakvæði til Jónasar sonar síns, en hann var faðir Sigurðar lögfræðings, forstjóra og fjármálamanns. Þetta kvæði var að stíl og formi áþekkt heilræðavlsum Hallgríms Péturssonar, sem er hinn bezti katekismus öllum ungmennum. í kvæði Jónasar voru mörg spakmæli. Prestur mæltist til þess að Jónas flytti kvæðið, sem hann gerði, um leið lögðum við spilin frá okk- ur. Jónas fór með fleiri vísur, er hann hafði ort og var það hin bezta skemmtun, Þegar ’ kvæðalestri var! lokið drukku þeir Jónas og klerkur það sem eftir var í pelanum. Prestur hóf þá máls á því að þegar hann var í latínuskólan- um hefði hann ætlað sér að verða skáld og leitað leiðbein- inga hjá Bjarna frá Vogi. Kvaðst hann eftir umtali hafa komið til hans um kvöld í skáldkennslutíma. Bjarni hefði tekið sér vel í fyrstu, en þurfti að bregða sér frá litla stund. Á meðan sagðist hann hafa haft hönd á skrifuðum blöðum, sem lágu þar á borði, var það uppkast að erfiljóðum, sem Bjarni hafði í smíðum eftir móður sína. í þeim svifum gekk Bjarni í stofuna og þreif af honum blöðin og barði nær til meiðsla og kastaði út úr dyr- um og þar með var lokið allri kennslu í skáldsbap. Eftir það sagðist hann hafa horfið frá skáldskaparórum og einbeitt sér að guðfræðinni. En þó hann væri nú kominn á miðjan ald- ur, væri hann ekki vonlaus um að hann gæti ort ljóð sér til frægðar og þjóðinni til gagns og skemmtunar, en enginn væri fullgóður af sjálfum sér og nú vildi hann biðja Jónas að veita sér tilsögn í skáldskap, sem að haldi mætti koma. Jónas sagði að ekki mundi henta nemanda í skáldskap edduborið form til að byrja með. Sér kæmi nú í hug lítil fyrirmynd, sem prestur gæti haft að leiðarljósi og prjónað við: Bezt er að fara á Borðeyri og bera tösku, í henni hafa eina flösku. Presti varð tregt tungu að hræra og féll í þögn, sem hann átti vanda til. Jónas brá sér frá og kom með meiri vín- glaðningu, varð þá prestur mál reifur á ný: Hann sagði að eins og stæði væri sér um megn að yrkja áframhald af vísunni, sem væri þó eins og skær stjarna, sem gæti opnað sér leið að Bragatúnum. Helga húsfreyja, sem hafði aðgát á öllum heimilisháttum kvað nú mál að ganga til hvílu, hún hafði búið okbur hið bezta rúm í þröngri baðstofu. Helga var tærilát og kunni kvenna bezt til hreinlætis og virðu- legrar hússtjórnar. Hún hafði aðgát á drykkjuhneigð bónda síns með hæglátri og virðu- legri framkomu, sem var jafn- an hlaðin viljasterku jafnvæg- isgeði. Næsta dag þegar við risum úr rekkju, vildi Jónas bóndi að við yrðum kyrrir hjá sér til næsta dags, en prestur var tímabundinn við einhver emb- ættisverk á næstu dög- um, sem ekki mátti fresta. Eft ir ríkulegan morgunverð stig- um við á skíðin og héldum til næsta bæjar, Dalgeirsstaða, sem er austanmegin Vesturár. Þar bjuggu þá Stefán Sveinsson og Guðný Bjarnadóttir. Stefán var spekingur að viti, hann vildi Næsta dag skírði prestur barn í nágrenni. Að því loknu lagðist prestur í mikla rúm- leti. Ég mátti stjana við hann að mörgu móti: Láta tóbak í pípu hans, því hann reykti án afláts, kveikja í pípunni, stinga henni upp í hann, án þess að hann hreyfði hönd. Lesa fyrir hann greinar í Lögréttu og Þjóðólfi, sækja honum kalt drybkjarvatn og óteljandi snún inga mátti ég inna af bendi. Á þriðja degi var það, að Kol- beins prestur trúði mér fyrir því, áð vísa Jónasar á Húki væri sér sá þyrnibroddur, sem hann gæti ekki losað sig við. Vísan myndi berast út um sókn ina og verða kannski eilíf, en sér yrði lagt það út til gáfna- skorts og niðurlægingar, að geta ekki komið saman fram- haldi. Mæltist hann nú til að ég kæmi til liðs við sig að yrkja viðbæti. Hann sagði að sér væri Ijóst, að það væri ó- framkvæmanlegt, að yrkja rúmliggjandi. Andagiftin væxi sér fjarstæð þegar öll þægindi væru við hendina. Með óvenju legri snerpu reis hann nú úr rekkju og klæddist, við fórum fram í eldhús til madömu Þór- eyjar og fengum kaffihress- ingu. Þá fórum við inn á kont- ór, sem var litið herbergi inn- af svefnstofu presthjónanna. Við reyndum að brýna andríki okkar eftir öllum mætti, en allt var það árangurslaust. Pega- sús var rammstaður eins og hiið arbikkja, sem ekki verður mjakað úr sporum. Við reynd um að koma saman vísum, en / kirkjunni fæ ég Jbó in spírasjón sem hefur Jbau áhrif að konur gráta, ungir menn skyggnast eftir konum og bændaöldungar velta tóbakspontum milli handanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.