Alþýðublaðið - 24.12.1969, Side 37

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Side 37
JÓLABLAÐ 1969 37 Jólin kvödd (Lag: Við læðumst hægt um laut og gil) Nú kveðja okkur karlar þeir, sem kcmu fyrir jólin, og frí við eigum ekki meir, því aftur byrjar skólinn. Við lærdóm skal nú setzt um sinn, því senn er liðinn þrettándinn. Nú kjagar til fjallanna karlfauskur einn, þar kveður hinn síðasti jólasveinn. í gleðivímu ganga enn þau Gunna, Jón og Kalli, sem von er til, því viti menn, þau voru á jólaballi. Af söng og dansi sveitt og móð þau svifu um gólfið, heit og rjóð. Nú kjagar til fjallanna karlfauskur einn, þar kveður hinn síðasti jólasveinn. ijóð fyrir börn Eftir Böðvar Guðlaugsson Að vera í fýlu etr fráleitt þó, því flest við eflaust höfum fengið meira en feikinóg af fögrum jólagjöfum, og síðast ósköp sæl í gær ég settist við að telja þær. Nú kjagar til fjallanna karlfauskur einn, þar kveður hinn síðasti jólasveinn. Og margir eru eftir sig af ósköp Ieiðum sökum, þeir átu sem sé yfir sig af ístertum og kökum. Já, takmörk eru til á því, hve troðið verður magann í. Nú kjagar til f jallanna karlfauskur einn, þar kveður hinn síðasti jólasveinn. Og stofan titrar, hæ og hó, af hlátri, söng og spili, þótt kannski sé nú komið nóg af kátínunni í bili. Um Hamhorgara og hangiket ég hugsað varla að sinni get. Nú kjagar til fjallanna karlfauskur einn, þar kveður hinn síðasti jólasveinn. Og nú fer loks að lengja dag, á lofti hækkar sólin. Við kyrja skulum kátan hrag og kveðja blessuð jólin, sem flestum urðu á allan veg svo: yfi'r máta gleðileg. Nú kjagar til f jallanna karlfauskur einn, þar kveður hinn síðasti jóiasveinn. Sjónvarpshetjunar mínar A &&& (Lag: Nú er Gunna á nýju skónum) Ekki máttu æðrast, vinur, er ég segi þér, að ólæknandi sjónvarpssýki setzt er að í mér. Enda get ég einhvörn veginn ekki gert að því, cn af og til ég er að vona, að upp hún renni á ný. Alveg að brenna af hráðlætinu híð ég eins og þið eftir því, að krummi karlinn komi í sjónvarpið. Fólk segir, að ég sinni hvorki svefni, mat né drykk, er sem fastast hug minn heillar hetjan Maverick. Margoft hef ég mikið hlegið, meðan entist þol, er horfði ég á heiðursfrúna, hana Lucy Ball. Hlusta ég á hann rámum rómi raula lögin sín. Og mér finnst allt of stutt við standa stundin mín og þín. Það gengur líka oft og einatt alveg fram af mér, hve dáðríkur og dirfskufullur Dýrlingurinn er. Þá leit ég oft á miimmu mína og mælti á þennan veg: „Varst þú einu sinni, sjáðu, svona skemmtileg?“ En dýrling allra dýrlinganna Denna minn ég kaus, því hann eir eins og allir vita alveg dæmalaus. Ég glápi því nær úr mér augun, er í krappan dans komast Hrói, kempan snjalla, og kappavalið hans. Mamma horfir hýr í hragði á hjartagosann sinn, með spalrirómnum spotzka segir: „Spurðu hann pabba þinn.“ Ekki er ég nú alveg viss um, að þið trúið því, að ótilkvaddur klukkan tíu kemst ég háttinn í. í skylmingum þeir skæðir eru og skotmark hæfa hvert, það hefði Gunnar á Hlíðarenda held ég varla gert. Lassie gamla er gæðaskepna og greind hún lumir á. sem skákar margri mannskepnunni, mikil ósköp, já. Og mamma strýkur mjúkri hendi mér um rjóða kinn, og biður góðan guð að leiða grallaraspóann sinn. Allt er bannað, ei má fást við uppátæki nein. Þá var, held ég, eitthvað önnur öldin kennd við stein. Á sunnudögum er ég oft með óþolinmótt rex. „Hvenær verður klukkan orðin kortétf yfir sex?“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.