Alþýðublaðið - 24.12.1969, Page 41

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Page 41
 PAPPIRSFUGLAR Á JÓLABORÐIÐ No. 1 er klippt út úr tvöföldum glanspappír og brotið eftir punktalínunum. No. 2 er einnig klippt út úr stífum pappír e3a kartoni (einfalt) en fæturnir eru tvær þvottaklemmur. — Mynd no. 3 er kertastjaki, gerður úr tveimur kartöflum, og er skorið í þær með hníf smárifur, en í þessar rifur koma svo vængir og stél, nef og kambur, og er þefta klippt út úr stífum pappír og málað. — Einnig þarf að mála kartöflurnar. — No. 5 og 6 eru fuglar gerðir úr svörtum pappír og no. 7 er þvottaklemma, sem gormurinn liefur verið tekinn úr. Síðan, þegar klipptir hafa verið væng- ir og stél, eru klemmu-armarnir límdir saman öf- ugir (sjá mynd) og pappírsvængjunum smeygt á milli. Vængirnir eru brotnir út tii hliðanna. SKREYTINGAR A JOLABORÐIÐ , . Teikningarnar af borðskrautinu skýra sig að mestu leyti sjálfar. Efnið er hvítur og mislitur, þykkur pappír eða karton, ípipuhreinsarar, eldspýtna stokkur, bréfaklemmur og pappírskúlur. — Límskálp er einnig gott að hafa vð höndina. No. 3, 4, 5, 8, 14 og 15 eru klipptar út úr tvöföldu kartöni. — No. 10: Stjarnan í topyinum er gerð úr „gullpappír" þ.e.a.s. pappír með gyltri húð, og er hann límdur saman þannig, að „guliið" snúi út beggja megin. — No. 11: Grænn jðlapappír (eða karton) er klippt ur út í líkingu við jólatré og gerð tvö eins. Þau límast svo á eldspýtna • stokk. — No. 6: Mátulega langir endar af pípuhreinsurum, 4 talsins, jr eru tímdir innaní perlur (sjá mynd) og mynda svo hornstoðir í fugla- húsinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.