Alþýðublaðið - 24.12.1969, Page 45

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Page 45
JÓLABLAÐ 1969 45 *r J Ódýrasti lúxus- bíHinn Hafrafell hf. Brautarholti 22 ARGERÐ SÓKRATES Frh. 15. síðu. konungsins. Listamenn, skáld og heimspekingar, stúdentar, vísindamenn og kennarar streymdu nú til Aþenu úr öll- um áttum. Alla leið frá Sikil- ey komu synir auðmanna til þess að slást í för með Sókra- tesi á gönguferðum hans og hlýða á sérstæð rökfræði þessa spekin'gs. Og kennsla hans var ókeypis fyrir alla. Hann heimt- aði aldrei eyris virði í laun af nokkrum manni. Allir þeir stóru heimspeki- skólar, sem upphaflega risu af grunni í löndum Grikkja og síðar í Rómaveldi, áttu rætur sínar að rekja til hans. Platon var lærisveinn hans, og Aristó- teles var lærisveinn Platons. Arfleifð Sókratesar hefur flutzt frá kynslóð til kynslóð- ar allt fram á okkar daga. Kenningar Sókratesar hefðu máski ekki haft jafn mikil á- hrif á umheiminn, ef reyndin hefði ekki orðið sú, að hann varð að deyja píslarvættisdauða vegna skoðana sinna. Það kann að þykja undarlegt tiltæki að dæma mann til dauða fyrir þá sök eina, að hann „barðist fyr- ir ótvíræðri skilgreiningu hug taka“. En það verður ef til vill ekki svo óskiljanlegt, ef við hugleiðum, hvernig fara mundi fyrir mörgum hefðbundnum og viðkvæmum skilningi, væru rökréttar afleiðingar hans dregnar miskunnarlaust fram í dagsljósið með aðferðum Sókratesar, svo nýstárlegar sem þær voru á þeim tíma. Þótt Sókrates væri einstakur friðsemdarmaður í augum ungra vina hans, hljóta þús- undir gamalla og skorpinna skrögga og jafnvel ábyrgðar- fullra samfélagsverndara að haf a álitið hann hættulegan frið arspilli og öfgamann. Tvenns konar formlegar ákærur voru bornar fram gegn honum; hann trúði ekki á guðina, og hann „spillti æskulýðnum“. Ekki vitum við nákvæmlega nú til dags, hvaða ákærendur Sókratesar meintu, en hitt er fullvíst, að ungu fólki þeirra tíma þótti vænt um þennan gamla mann. Ferskar hugmynd ir hans höfðu sterkt aðdráttar- afl, og hvatningarræður hans um gildi sjálfstæðrar hugsunar drógu æskuna að knjám hans, en foreldrarnir óttuðust, að unglingarnir drykkju þar í sig byltingaráróður. Þessi skoðun fékk meðal annars byr í seglin, þegar einn lærisveina hans, ungi skapmaðurinn, Alkibiade3, gekk í lið með fjandmönnunum í stríðinu við Spartverja. Sókra tes átti enga sök á því, en Aþenubúar, sem nú bjuggu við margháttað mótlæti, urðu að finna einhvern syndasel. Sókrates var leiddur fyrir al- þýðudómstól skipaðan 501 kvið dómara og dæmdur til dauða með aðeins 61 atkvæðis meiri- hluta. Ef til vill hafa einungis fáir af viðstöddum trúað því, að hann yrði í raun og veru líflátinn. Hann hafði lagaleg- an rétt til að biðja um mildari refsingu og krefjast nýrrar at- kvæðagreiðslu. Meira en 30 meðlimir dómsins hefðu án efa skipt um skoðun, ef hann auð- mjúkpr og knékrjúpandi hefði beðizt vægðar, eins og þá var siður. En Sókrates vildi ekki víkj a frá grundvallarkenning- um sínum. „Það er ein af óhagganleg- um skoðunum mínum“, sagði hann við nokkra lærisveina sína, er heimsóttu hann í fang- elsið og reyndu að hvetja hann til að flýja, „að lögin beri að hafa í heiðri. Sú skylda hvíl- ir á hverjum góðum þjóðfélags borgara, eins og ég hefi svo oft sagt ykkur, að hann hlýði lögum borgar sinnar. Ég hefi verið dæmdur til dauða sam- kvæmt gildandi lögum í Aþenu, og þá er það rökrétt afleiðing af þeim dómsúrskurði, að ég verði að deyja.“ Æstum og angistarfullum vinum hans hlýtur að hafa ur en rök. „Er þetta ekki að teykja rök- réttar afleiðingar helzt til langt?“ spurðu þeir. En gamli maðurinn lét ekki bifast. Platon hefur lýst síðasta ævi kvöldi Sókratesar í samræðu- bók sinni, Faidon. Sókrates eyddi þessari hinztu nótt, eins og svo mörgum áður, til þess að ræða heimspekileg efni við unga vini sína. Síðasta umræðu efnið var: Er líf eftir dauðann? Spekingnum bar að trúa því, en hann lét spurningunni ósvar að og hlustaði íhugull á and- mæli vina sinna. Sókrates hugs aði skýrt og skipulega til hinztu stundar og lét ekki til- finningarnar ná tökum á hug- -anum. Hann ræddi óþvingaður um líkurnar fyrir öðru lífi eft- ir dauðann, þótt hann ætti að deyja að fáum stundum liðn- um. Þegar stundin nálgaðist, söfn uðust vinirnir umhverfis hann og reyndu að vera þess albún- ir að horfa á ástfólginn læri- meistara sinn tæma eiturbik- arinn. Sókrates sendi sjálfur eftir honum, í sama mund og sólin hvarf að fjallaba-ki í vestri. Er fangavörðurinn kom með bikarinn, sagði Sókrates með hægð og rósemi í röddinni: „Þú veizt allt um þessa athöfn, og þú ættir að segja mér, hvern ig ég á að haga mér.“ „Drekktu fyrst jurtaeitrið, og því næst skaltu rísa úr sætinu og ganga um gólf, unz fætur þínir byrja að lamast“, sagði fangavörðurinn. „Þá skaltu leggjast fyrir, og lömunin mun halda áfram til hjartans.“ Sókrates fór að þessum ráð- um með ískaldri ró. Hann gaf sér aðeins tóm til að átelja vini sína fyrir grátklökkva og kvein stafi, alveg eins og það sem hann aðhefðist, væri ekki rétt og skylt. Síðast-a hugsun hans snérist um smámuni, sem hann hafði gleymt. Hann lyfti ábreið unni, sem huldi andlit hans og sagði: „Kríton, við skuldum Asklepíosi einn fórnarhana. Borgaðu þessa skuld, og gleymdu því ekki.“ Þessu næst lokaði hann aug- unum og dró ábreiðuna yfir andlitið á ný, og þegar Kríton spurði hann, hvort hann hefði fleira að segja, svaraði hann ekki. „Þannig andaðist hann“, seg- ir Platon, sem lýsir banastund hans með ógleymanlegum orð- um „hann, — vinur okkar, sem var ráðhollastur, beztur og vitrastur allra þeirra manna, er við höfum kynnzt.“ Bakstur Framh. af bls. 33 möndlur, 125 gr smjörlíki. Til skrauts: 75 gr flórsykur, eggjahvíta og 2 dropar sít- rónusafi. f hveitið, haframjölið, sykur- inn og möndlurnar er smjörlík- inu blandað með tveim hníf- um. Deigið er síðan hnoðað og rúllað í stengur 10 cm langar. Bökunarplatan er smurð vel og stengurnar bakaðar í 1-0 mín. Kældar. Eggjahvítan, sykurinn og sítrónusafinn er hrært sam- an þar til það er seigt. Þá er því sprautað zig-zag á steng- urnar. i Uppáhald afa. 50 gr. ljósar rúsínur, 1 mat- sk. koníak, 50 gr smjör, 50 gr sykur, 1 egg, 50 gr hveiti. Rúsínurnar eru hakkaðar og koníakinu hellt yfir. Breitt yf- ir og látið standa í 4—5 tíma. Sykurinn er hrærður með smjörinu og egginu. Þá er hveit inu blandað í ásamt rúsínun- um. Látið á plötu með tveim teskeiðum og gott bil haft á milli kakanna. Bakað í ca. 6 mín. Rússa-kossar. 4 eggjahvítur, 226 gr sykur, 100 gr hnetukjarnar, 50 gr dökkt súkkulaði. Eggjahvítur og sykur er þeytt yfir heitu vatni, þar til það er seigt. Hökkuðu hnetukjarnarn- ir og súkkulaðið settir í. Mótað í toppa með tveim teskeiðum á smurða og hveiti stráða plötu. Bakað við 125 gráður, þar til kökurnar eru lausar frá plötunni. það bragðast!! Samvinnuverzlun tryggir yður sanngjarnt verðlag. : Verzlum með allar innlendar og erlendar vörutegundir. GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið og viðskiptin á því liðna. Kaupfélag Steingrímsfjarbar HÓLMAVÍK. i * ’

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.