Alþýðublaðið - 29.12.1969, Page 3

Alþýðublaðið - 29.12.1969, Page 3
Alþýðublaðið 29. d'esember 1969 3 Ekið á mann □ Á laugardagsmorgun var ekið á gangandi mann, sem var að fara yfir Snorrabrautina á gangbraut. Hlaut maðurinn höf uðhögg og nokkurn áverka á hnakka. Lögreglunni var ekki tilkynnt um slysið.'er það varð. Hins vegar ók ökumaður bif- reiðarinnar, sem slysinu olli, hin um slasaða á slysadeild Borgar- spítalans. Slysið var ekki til- kynnt lögreglunni fyrr en síðari hluta dags á laugardag. — Harður árekstnr □ Um klukkan 19.30 á laugar dag varð allharður árekstur á Holtavegi og lenti bifreið þar á Ijósastaur með þeim afleiðing- um, að tvær stúlkur, sem í bif- reiðinni voru, slösuðust. Voru þær báðar fluttar á slysadeild Borgarspítalans, en síðar lagðar inn á sjálft sjúkrahúsið. Stúlk- an, sem bifreiðinni ók, skarst talsvert á enni og hlaut auk þess önnur meiðsli. en hin stúlk an hlaut áverka á andliti. — Ekið á kyrrslæða bíla □ Á laugardagskvöld var ek- ið á tvo hyrrstæða bíla við Snorrabraut. Ók ökumaður bif reiðarinnar, sem árekstrinum olli, í burtu og kom bifreið sinni í nokkurt var. En að því búnu fór hann á lögi;eglustöðina og lét að því liggja, að bifreið sinni hefði verið stolið, en sennilega mun lögreglan ekki hafa trúað sögu mannsins, sem mun hafa verið eitthvað rykaði|- í kollin- um, og endaði méð því, að hann játaði að hafa ekið á tvær kyrr- stæðar bifreiðir og vísaði á eig- in bíl. — Ekið á Ijosastaur □ Ekið var á ljósastaur við Reykjanesbraut sunnan við Litluhlíð skömmu eftir hádegi í gær. Ekki varð slys á fólki. Um kl. 22 í gærkvöldi var aftur ek- ið á ljósastaur við gatnamót Hafnarstrætis og Aðalstrætis, en þar mun heldur ekki hafa orðið slys á fólki. — I f I I I I I I t I I I I I I I I I I S Gerum kjarna handritanna að lifandi þætti í þjóðiífinu Ræða menntamálaráðherra við vígslu Árnagarðs 21. desember. Herra foi’seti íslands. Hátt- virt samkoma. Það er fagnaðarefni allri ís- lenzkri þjóð, að þessi bygging, Árnagarður, skuli risin hér í há- skólahverfi. Hér mun verða íil húsa ein merkust menningar- stofnun íslendinga, Handrita- stofnun fslands. Hér verður varðveittur sá menningararf- ur, sem íslendingum hefur ver- ið og verður ætíð hjartfólgn- astur, handritin, sem geyma þær bókmenntir, er gert hafa sögu smáþjóðar að merkum þætti í menningarsögu heims- ins. Hér verður einnig miðstöð íslenzkra fræða við Háskóla íslands, þeirra fræða, sem æðsta menntastofnun íslend- inga hefur við helgastar skyld- ur. Hér á ekki aðeins að vera miðstöð íslenzkra fræða innan Háskóla fslands, heldur í heim- inum öllum. íslendingar hafa átt og eiga vísindamenn, sem verið hafa í forystusveit á þessu sviði á alþjóða mæli- kvarða. Þegar handritin ís- lenzku verða komin hingað í þetta hús, verður þessi forysta íslendinga enn að eflast og treystast. Það er ekki aðeins skylda okkar við sjálfa okkur, við þjóðerni okkar og tungu, við allt íslenzkt, það er einn- ig skylda okkar við heimsmenn- inguna. Við höfum ekki barizt til sigurs fyrir sndurheimt handritanna til þess eins að eiga þau. Við fáum þau til þess að gera anda þeirra og kjarna að lifandi þætti í þjóðlífi okk- ar, til þess að þau auðgi menn- ingu heimsins framvegis enn meir en hingað til. Ef þetta ger- ist ekki, hefðu handritin mátt vera áfram hvar sem er. Þegar við fáum þau, erum við ekki aðeins að eignast dýrgripi. Við tökumst einnig á hendur helga skyldu, gagnvart sjálfum okk- ur, gagnvart heiminum. Ég þakka öllum þeim, sem að byggingu þessa húss hafa unnið, byggingarnefnd, húsa- meistara og öllum þeim, sem unnið hafa högum höndum að þessu fagra húsi. Fyrir hönd íslenzka ríkisins tek ég með á- nægju og bjartsýni við þessu húsi og afhendi það til afnota Háskóla íslands og Handrita- stofnun íslands. Ég veit, að all- ir íslendingar . óska þess, að allt starf, sem í þessu húsi verður stundað, megi verða í senn menningu íslands og menningu heimsins til bless- unar. I Jólasteikin í hættu á nokkrum stöðum , i - en blessunarlega ræifísl úr og rahnagnlð sbemmdi ekki jólagleðina. Reksíur Norðurflugs gengur bærilega □ Hætt er við að húsmæðrum í Revkjavík hafi brugðið í brún á aðfangadag er rafmagn fór af nokkrum götum í bænum vegna mikils álags. Hafa þær væntan lega horft örvæntingaraugum á jólasteikina í ofninum með að- stoð kertaljóss. Örvæntingin hvarf þó og breyttist í sanna jólagleði því rafmagnsleýsið varð skammt. Haukur Pálmason, yfirverk- fræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur .sagði í morgun, að á 9 stöðum í bænum hefði raf- magn farið af einstökum hús- um vegna oflestunar innanhúss og í 6 tilvikum hefði r-afmagn farið af heilum götum eða götu- hlutum vegna yfirálags á götu-. strengjum. Rafmagnsleysið varð á tímabilinu frá kl. 17—18 á aðfangadag, en á þeim tíma er álag hvað mest. i' Haukur sagði að truflanir þessar væru. mun minni en und- anfarin ár qí; .iólin í ár og í fyrra hefðu skorið sig úr hvað þetta snerti; fólk virtist taka vel í þær óskir rafmagnsveitunnar að rafmagnsnotkun væri dreift sem mest á aðfangadag og væru þeir hjá rafmagnsveitunni þakk látir fyrir þessar góðu urtdir- tektir. — Alþýðublaðið ræddi í morgun við Tryggva Helgason flug- mann á Akureyri og spurðist tíðinda um starfsemi Norður- flugs. Tryggvi sagði, að rekst- urinn hefði gengið bærilega að undanförnu, talsvert væri um leigu- og sjúkraflug og hefði hann síðast í gær flutt veikan mann frá Vopnafirði og hefði það verið 11. sjúkraflugið í þessum mánuði. Þegar síldin var fyrir Austur- landi og athafnalífið í kringum síldina í fullum gangi hafði Norðurflug mikil verkefni en. síðan hefur umsetningin verið minni en jafnari. Tilraunin með að gera Norðurflug að almenn- ingshlutafélagi hefði eþ.ki tek- izt, og hefði þeim, sem greiddu hlutaféð, verið greitt til baka. Þessi tilraun varð félaginu dýr, en Tryggvi sagði að félagið væri nú komið yfir þá erfið- leika. , Norðurflug heldur uppi áætl- unarflugi til Vopnafjarðar og Grímseyj ar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.