Alþýðublaðið - 22.06.1969, Page 3
Vörum skipað í Gljáfaxa Flugfélags ísiands.
BRETAR NEITA
Vorið 1919 kvaddi félagið hingað dansk-
an flugmann, Rolf Zimsen að nafni, og
skyldi hann kanna lendingarstaði og að-
stöðu til flugreksturs hér á landi. Um
líkt leyti festi hið nýstofnaða flugfélag
svo kaup á þýzkri vél, sem ætlunin var
að Zimsen þessi stjórnaði. Sú áætlun fór
þó út um þúfur, því að Bretar risu þegar
upp til handa og fóta og lögðu blátt bann
við því, að hingað yrði flutt þýzk flugvél.
EKKI AF BAKI DOTTNIR
Flugfélagsmenn voru þó ekki af baki
dottnir og tóku strax að leita fyrir sér
um kaup á annarri flugvél. Sneru þeir sér
til „Dansk Luftfartselskab" og tókst að r?á
samningum við þá um kaup á lítilli flug-
vél, „Avro.“ Flugmaður var ráðinn Cecil
Faber, sonur Haralds Fabers, ríkisráðu-
nauts Dana í Lundúnum. Var hann þekktur
og þaulæfður flugmaður, sem verið hafði
í brezka flughernum síðan 1915 og getið
sér góðan orðstír í styrjöldinni gegn Þjóð-
verjum. Ætlunin var, að hann hefði með
sér litla þriggja manna vél af brezkri
gerð, en af því varð þó ekki, þar sem
hún fékkst ekki flutt með skipi því, „ís-
landi,“ er kapteinninrr kom með; kom hún
ekki hingað fyrr en um það bil mánuði
síðar — eða í ágústmánuði 1919 — og
var að sjálfsögðu tekið með kostum og
kynjum, bæði af þeim flugfélagsmönnum
og landslýð öllum.
. ÞÚSUND HANDTÖK"
Faber og tveir erlendir aðstoðarmenn
hans, „annar æfður flugvélasmiður, en
hinn sérfróður um mótora af þeirri gerð.
sem í flugvélinni eru," hófust nú handa
um að setja vélina saman í flugskála þeim
er hið nýstofnaða flugfélag hafði látið
reisa suður við Vatnsmýri, og var það
ekkert áhlaupaverk á þeirra tíma mæli-
kvarða. „Að vísu er skrokkurinn í heilu
lagi, en vængirnir teknir af, og stýris-
taumar allir leystir, svo að mörg þúsund
hsindtök þarf til að koma þessu völundar
smíði í það lag, sem það á að vera,“ segir
eitt reykvísku dagblaðanna um þessar
mundir. og á milli línanna getur maður les
ið hrifningu og forundran blaðamannsins
gagnvart þesu furðulega sköpunarverki
mannlegrar hugvitssemi.
FYRSTA FLUGFERÐIN
En þrátt fyrir ærna örðugleika tókst þó
að koma „völundarsmíðinu" í viðunanlegt
horf; var því haslaður völlur yfir Vatns-
mýrina þvera frá svonefndu Briemsfiósi
við Láufásveg að Loftskevtastöðinni á Mel-
unum og að kvöldi hins þriðja september
rann svo upp hin stóra stund: Flugferðir
voru hafnar á slandi! „Fólkið horfði á vél-
ina, fullt eftirvæntingar. Og þegar hún
losnaði við jörðina, dundi við lófaklaoD
allra og köll margra. Fjöldinn allur hafði
C>
Alþýðublaðið — Helgarblað 3