Alþýðublaðið - 22.06.1969, Side 5

Alþýðublaðið - 22.06.1969, Side 5
ÞaS er meS fjöllin eins og mennina, sum vekja meiri athygli en önnur, standa upp úr, skera sig úr fjöldanum; eitt slíkt tjail er Baula í BorgarfirSi. ÞaS er þó ekki hæS fjallsins, heldur hiS keilulaga form, sem hún á frægS sína aS þakka aö' verulegu leyti. En þó aS hæSin sé ekki ýnja mikil, 934 m, þá er staSa henn ar í landslagirru á þá lund, aS hún sést víSa aS, gnæfir yfir aSliggjandi fjöll, t.d. var hún lengi hötö fyrir eyktamark vestur í Dölum. Baula er bratt fjall, grýtt og skriSurunn- in ,og lengi vel lagSi sig enginn í þá lífs- hættu aS klífa tindinn, enda tíSkaSist ekki slíkt klifur framar en nauSsyn krafSi. Þar viS bættist, aS fólki stóS stuggur af fjöll um og óbyggSum, hinu ókannaSa og ó- þekkta í náttúrunni. En því minni sem hin raunverulega vitneskja var, því meiri varS hlutur ímyndunaraflsins og hugmynda- flugsins. i ÞjóSsögum Jóns Árnasonar er skráö eftirtarandi lýsing á Baulu, sem gefur vel tii kynna þær hugmyndir, sem almenning- ur gerSi sér um tjalliS, þjóStrú þess tíma: „uppi á toppinum á Baulu í Borgarfiröi er tjörn ein eöa stöSuvatn, og þar er guií- kista niSri í, sem engum hefur heppnazt aS ná, enda kemst maöur ekki upp á Baulu, nema á gandreiS." I sama þjóSsagnasafrri er einnig aö finna eftirfarandi upplýsingar: „Kofri, einstakur og hár fjallstindur, rís upp úr „fjallgaröi á Arnarnesi viö Álfta- tjörö í ísafjaröarsýslu. Þar skal safna nátt- úrusteinum, einkum á Jónsmessunótt, viS tjörn þá, sem er uppi á tindinum; þar er sagt, aS finnist bæöi óskasteinar og aörir fásénir hlutir, en nálega er þar öllum ófært upp aö komast. Hella ein, sem sum- ir segja aö sé hol er í Kofra; hún getur af sér hvers konar náttúru á Jónsmessu- nótt. Sú hella heitir Steinamóðir. ASrir segja ,að sams konar hella eigi aö vera uppi í tjörninni á Baulu.“ Hér er gengiS út frá því sem staöreyno aö uppi á toppnum á Baulu sé tjörn. Þar kom þó aS lokum, að héraðið eign- Baula í Bogarfiröi. Gestur Gudfinnsson: aöist ofurhugann, sem þorSi að leggja fil atlögu viS fjalliö og þjóStrúna. Um 1850 bjó Halldór Bjarnason, hreppstjóri, aS Litlu gröf í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Hann vann sér þaS til frægöar aS ganga á Baulu fvrst- ur manna, aS því er ætlaö hefur venS. Þótti það mikiS afrek á sínum tíma, þótt Framhald á bls. 14. AlþýSublaS -- - HelgarblaB 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.