Alþýðublaðið - 22.06.1969, Qupperneq 12
Hallur
Símonarson:
VIOGRŒNA BORÐIÐ
Heimsmeistarakeppnin í bridge, sem háð
var að pessu sinni í Kíó de Janeiro í Bras-
in'u í maí, lauk með sigri ítalíu, og er það
í tíunda sinn, sem ítalir verða heimsmeist-
arar í bridge frá því 1957. Aðeins árið
1960 hefur Italía ekki hlotið titilinn, en þá
sigruðu Frakkar á Olympíumóti, sem háð
var í Torínó á Italíu — en þau árin, sem
Ölympíumótinr eru háð — á fjögurra ára
fresti — fer ekki fram nein sérstök heims-
meistarakeppni.
Fimm sveitir, frá Ítalíu, Formósu, Banda-
ríkjunum, Frakklarrdi og Brasilíu spiluðu í
Ríó. ítalía var í efsta sæti í undankeppn-
inni frá upphafi og í úrslitakeppninni sigr-
aði ítalía Formósu með miklum mun —
meiri mun en nokkru sinrri áður hefur ver.
ið í úrslitakeppninni.
Eftir keppnina lýstu ítölsku spilararnir yf
ir því, aö þetta hefði verið síðasta keppni
„bláu sveitarinnar“ sem slíkrar og munu
nokkrir spilaranna hafa ákveðið að leggja
keppnisbridge að miklu leyti á hilluna. Sig-
urganga sveitarinnar hefur verið einstök
— og vafasamt að það verði nokkru sinni
leikið eftir. í þessi tíu skipti, sem sveit-
in hefur orðið heimsmeistari, má segja, að
sami kjarninn hafi verið í sveitinni öll ár-
in, og þrír þeirra, það er Belladorrna, Avar-
elli og Forquet, verið með í öll skiptin.
Þá hefur D'Alelio einnig flest árin verið
í sveitinni — Chiaradia, sá, sem bjó til-
Napoli-sagnkerfið, fyrstu árin, en þeir Gar-
ozzo og Pabis Ticci síðari árin.
Af þessum spilurum mundi ég telja
Giorgio Belladonna frá Feneyjum þann
frægasta, enda hefur hann tekið þátt í
mun fleiri stórmótum en nokkur hinna —
og er nú meðlimur í hinum fræga „bridge-
circus" kvikmyndaleikarans heimsfræga
Omars Shariffs. Auk þess sem Belladonna
hefur tíu sinnum orðið heimsmeistari, hef-
ur hann sex sinnum orðið Evróþumeistari
og þó það kunni að hljóma einkennilega
hefur honum reynzt erfiðara að sigra á
Evrópumótunum en í heimsmeistarakeppn-
inni.
Belladonna er frábær spilari, jafnt í sókn
sem vörn og hið skemmtilega ítalska kerfi,
ómar-laufið, er samið af honum og Mond-
olfo, sem hann hefur spilað við síðustu ár-
in á Evrópumótum, og tvívegis hafa þeir
orðið Evróþumeistarar saman.
Við skulum til gamans líta hér á spil,
er Belladonna spilaði fyrir nokkrum árum.
S G9
H K4
T G10876
L Á764
SK4 S 2
H D1087 H Á965
T K95 T D432
LKD93 L G1082
S ÁD1087653
H G32
T Á
L 5
Belladonna var Suður og átti að spila
fjóra spaða. Vestur spilaði út tígulfimmi
og spurningin er: Hvernig getur Suður unn
ið sögnina, sama hvernig spilin skiptast
hjá mótherjunum.
Svar Belladonna: Eftir að hafa unnið á
tígulásinn spilaði harrn laufafimminu, tók
á ásinn í blindum og spilaði litlu hjarta
frá kóngnum
Öryggisspil, sem tryggði honum annað
hvort hjartaslag eða að trompa hjarta í
blindum. Enginn annar spilamáti er ör-
uggur. Þetta er mjög skemmtilegt spil —
og sennilega fáir, sem koma auga á þessa
leið við spilaborðið.
Hallur Símonarson.
12 MþfBublaOK — HelgarWað