Alþýðublaðið - 19.01.1970, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.01.1970, Blaðsíða 13
1 Ritstjóri: Örn Eiðsson ................. ........ KR- [~| Valur átti í sannkölluðum erfiðleikum meff KR-inga í 1. tleild íslantkvnótsins í haudbolta í gærkvöldi, en tókst að merja sigur á síðustu sekúndunum. — Það er nær ótrúlegt, að Valur skyldi sigra FH um síðustu helgi ef miðað er við leik liðsins í gær kvöldi. Fyrri hálfleikur var jafn frá uhphafj til loka. Ólafur H. Jóns son .skoraði fyrsta markið fyrir Vai og hann átti svo sannarlega eftir að koma við sögu í leikn- um, hjargaði sigrinum fyrir fé lag sitt. KR-ingar svöruðu rösk- 'lega, fyrir sig með þremur mörk ‘Um, Karl 2 og Hilmar landsliðs þjálfai’i. Vörn Vals var afleit, stöð og illa á verði. KR-ingar réðu.illa við Ólaf, sem skoraði 'þrjú næstu mörk, 4:3 Val í hag. Þegar 10 mín. eru til hlésrjafn aði Karl Úr vítakasti, en Gunn- steinn ifærði Val aftur forystu En Iíilmar jafnaði enn fyrir KR. Á siðustu mínútunum skoraði Ágúst og staðan var 6:5 Val í hag ,í h.léi. • Fvrstu tuttugu mínúturnar- í síðari .hálfleik. voru svipaðar og fyrri hálfleikur og þegar níu mínútur eru til leiksloka er staðan jöfn 12:12. Úr því hélt Valur forystu til .leiksloka . og tókst aS tryggja sér fjögurra marka áigur 19:15. Verðskuldað- | ur sigur, en slappur leikur, því i að KR-liðið virkar óneitanlega I veikt, þó að það nái sæmilegum I árangri vegna skynsamlegrar1 leikaðfsrðar. Eins og fy.rl' segir var Ólafur I •langhezti leikmaður. Vals, en i Bjarni lék einnig sæmilega, þó að oft hafi hann verið beti’i. Allir aðrir léku undir eðlilegri getu. • . ■ • -I í liði KR eru ýmsir efnilegir nýliðar, en mest ber á Hilmari og Karli, ásamt Emil í markinu. Leikinn dæmdu Óli Qlsen og Eysteinn Guðmundsson. Haukar stöðvuðu sigurgöngu Fram □) Sigurganga Fram í 1. deild íslandvnótsins í handknattleik var stöðvuð í gærkvöldi. Haukar sigruð'u Fram í æsispennandi leik í íþróttahöllinni með 21 marki gegn 19, en í hléi var staðað 14:8, Haukum í vil. Ingólfur skoraði- fyrsta maik leiksins fyrir Fram og Fram komst fljótlega í 4:2. En Hau.k- ar voru ekki af baki dottnir. þeir léku skynsamlega og ákveð ið og með örlítilli heppni tókst- þeim að toreyta stöðunni í 7:4 og síðan í 10:5. Á fimmtán mín útum skoraði Fram aðeins 1 mark gegn 8 mörkum Hauka. — ótrúleg frammistaða Framara, sem sýnt ‘hafa mest öryggi í mótinu til þessa. Það var ein- hver taugaóstyrkur í liðinu og 'ineira að segja Þorsteinn í mark- inu brást, enda var vörnin ekki upp á rnarga fiska um tíma. — Eins og áður segir var staðan 14:8 í hléi. Haukar skoruðu fyrsta marlc- ið í síðari ihálfleik, en síðan fóru Framarar að síga á, jafnt og þétt og þegar 5 mínútur voru til leiksloka var munuripn að- eins 4 mörk 20:16. Framarar voru nú komnir í gang fyrir al vöru og ógnuðu Haukum veru- lega síðustu mínúturnar, þegar staðan var 20—19, en þá var að 'eins ein mínúta til leiksloka og á þeirri mínútu var leikið „mað ur á mann“. Viðar tryggði Hauk- um sigurinn með ágætu marki á síðustu sekúndunum. 1. deildakeppnin er nú aftur orðin spennandi fyrir alvöru. — 'Haukar áttu sigurinn skilið, þó að Fram léki skínandi undir lok in. Pétur markvörður Hauka varði skínandi og allir í liðinu stóðu sig vel. Mest bar þó á Sig urði Jóakimssyni, Viðari og Ól- afi Ólafssyni. Einnig lék Þór- arinn vel. Framarar eiga skemmtilegt Jið, ,en eitthvað fór aflaga hjá flokknum í gærkvöldi. Einnig mega liðsmenn hemja betur skap sitt, þó að á móti blási. Beztir voru Ingólfur, Guðjón og Axel. Óskar Einarsson og Gestur Sig urgeirsson dæmdu erfiðan leik aiJvel. — IJOHANSSON OG LISTON BYRJAÐIR AFTUR □ Tveir fyrrverandi heims- meistarar í þung.aviktar-hnefa- leik, Sonny Liston og Ingemar Johansson, haf.a nú aftur hafið klifið upp á hnefaleikatindinn, og! léttir það þeim róðurinn að Cassius Clay berst nú ekki leng- ur, og Henry Cooper er frá um stundar sakir vegna meiðsla á fæti. Blað hnefaleikara, „The Ring“, segir frá því, að hinri 37 ára gamli Liston hafi sigr- að 14 keppnir í röð síðan Cl.ay vann af honum heimsmeistafa- titilinn árið 1965. • ; II Ingemar Johansson, sem einn ig er orðinn 37 ára gamall, æfir nú daglega í Gautaborg. Fyrr- verandi þjálfari hans, Nils Blom berg, hefur sagt: „Ég þyrði að senda hann gegn Evrópumeistar anum innan þriggja mánaða. Ég held að Ingemar mundi endur- heimta titllinn". Johansson sigraði núverandi Evrópumeistara, Cooper hinn enska; í fimmtu lotu í Stokk- hólmi 1957. Tveimur árum síð- ar varð hann heimsmeistari, þegar hann sigraði Floyd Patter- ison, sem síðan endurheimti titil- inn ári seinna. Þriðja einvígið vann Patterson árið 1961. Þessir tveir ósigrar gegn Patterson voru einu ósigrar Johansson á 28 keppna ferli sem atvinnu- hnefaleikari. Hinn sænski bardagamaður skýrir afturhvarf ,sitt með þ’éss- um orðum: „Ég byrjaði aftur að æfa til að grenna mig, og'til að segja skilið við glaumgosa- lífiétni mitt; en þegar ég'kom aft- ur í hringinn gerði gamli glímu- skjálftinn vart við sig á ný“. — □ Finnar,hafa á síðasta ári lagt mikla áherzlu á kynningu fiinsks iðnvarnings í EFTA-löndunum, einkum þó í Bretlandi, Þessi mynd var tekin á | finnskri vörusýningu í London, þar sem gat að líta „Sauna“-böð af mismunandi gerðum. — j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.