Alþýðublaðið - 04.03.1970, Page 3

Alþýðublaðið - 04.03.1970, Page 3
Miðvi!kiuda)gur 4. marz 1970 3 Ágæt loðnuveiði i gær - Arni Friðriksson út í dag [~j Ágætur loðnuafli var í gær út af Ingóifshöfða og var vitað um í morgun 16 báta á leið til Vestmannaeyja með 3410 tonn. í þeim hópi er ekki nema einn Austf jarð'abátur, þannig að lík- legt er að margir bátar hafi far ið austur ti* löxidunar og er þá ofangreind aflatala hvergi nærri tæmandi. Bátarnir, som voru á leið t:l V.astmannaeyja voru þessir: — 'Þorsteinn með 150 tonn, Jón Garðaír 250 tonn. Örn 300. Bára SU 170. Helga II. 235, Höfrung- ur II. 225, Ha'frún 180, Náttfari 150, Gígja 150, Akurev 270, Bjarmi I. 200, Ólafur Magnús- íon 200, Loftur Baldvinsson 300, Sú'an 200, Óskar Magnússon 250 og Ólafur Sigurðsson 180 tonn. Hsi'darioðnuaflinn í vetur mun rni vera farinn að nálg- a:t 30.000 tonn. Árni Friðriksson fer út k’. Í4 00 í da.g og verð'ur við loðnu l?it og miun því mega vænta nákvæmari frétta af aflanum í nædu blöð 'm. Leiðangurssi.ióri nú verður Jakob Jakobsson. Hýr deildarstjóri □ Stefán Örn Stefánsson verkifræðiin.gur hefur tekið við deild.arstjórastarfi hjá Flugfé- laigi fslands sem yfirm.aður Tæknideildair. Br Stefán fædd- ur á Husavík 15. febrúar 1938. Stefán er stúde'nt frá MA, var í .þrjú ár í verkfræðidei'ld HÍ, en stundaði framhaldsnám í vélaverMræði í Kaupm.höfn starfaði erlendfe um hríð, en tók 1966 vi'ð Starfi framkvæmda- stjóra SR á Seyðisfirði. Tækni- deiildin saman stendur af verk- stæði, Skoðuniardeild og Skipu- lagsdeild og í Tæknideild starfia 85 manns. ÍBÖAR SIGTÖNS VIUA EKKISTRÆTISVAGNA □ Algengast mun vera að fólk kvarti yfir því að strætisvagnar aki of langt frá húsum þess, en öllu óalgengara er að þessu sé öfugt varið. Þó gerðist það, að íbúar Sigíúns, austan Gullteigs, sendu borgarráði bréf í síðustu viku þar sem því var eindregið m.ótmælt, að samkvæmt nýja leiðakerfinu aki strætisvarnar í báðar áttir um þennan hluta Sig túns. Rökin eru þau. að fyrir er mikiil átroðningur stórra langferðabíla, sem flytja „stop- over-farþega“ Loftleiða að lista verkagarði Ásmundar Sveinsson ar, og auk þeirra komi þangað mikill fjöldi smærri bíla, bæði leigubíla og einkabíla, með fólk r Sömu erindagjörðum. Þá er bent á þann átroðning sem íþú ar götunnar verða fyrir umferð vegna íþróttahátíða og -leikja, en oft er bifreiðum lagt beggja vegna Sigtúns, langt inneftir götunni, er leikir eru háðir í Laugardalnum. Að .lokum er bent á, að íbúar Sigtúns noti alls ekki strætisvagna og því sé alls engin þörf að þeir aki um þennan götuhelming. Alþýðu.blaðið hafði samband við Eirík Asgeirsson, forstjóra SVR í morgun, og sagðist hann ekki geta annað séð en að tvö fyrrnefndu atriðin bentu til þess, að mjög mikil þörf sé fyr- ir. áð stræi'isvagnar aki einmitt niður Sigtún og inn á Reykja- veg. Sagði hann, að þetta sýni sérstaklega sá mikli fjöldi einka bíla sem þarna fer um við viss tækifaéfi: — REISA KORNTURNA VIÐ SUNDAHÖFN □ Samþykki hefur nú feng- izt hjá borgaryfirvöldum fyrir byggingu kornturna við Sunda- höfn. Teikningar og útboðslýs- ingar eru tilbúnar, og er ætlun- in að hefja framkvæmdir á næstu vikum. Þrír aðilar, Sam- band ísltenzkra samvinnufélaga, Mjólkurfélag Revkjavíkur og Fóðurblandan h.f. standa saman að byggingu korntumanna o'g hafa stofnað með sér fyrirtæki í því skyni, Komhlöðuna hf. Þessir aðilar hafa haft á hendi megnið af fóðurkomsiinn- flutningi lamdsins og kjamfóð- urframleiðslu á undanförnum áratugum. Tilgangurihn með stofnun Kornhlöðunn'ar hf. er að reka komgeymslurnar og 'annast losun, lestun o-g geymslu á korni, ásamt innflutnihgi og verzlun með komvörur til kjarn fúðurframleiðenda. Fyrsti áfangi komturnann|a er fyrirhugaður fyrir 5340 tonn. Með gameiginleguin inn- flutningi korsina í svo mildu magni er hægt að ná hagstæð- ,ara innkaupsverði og lægii flutningsgjöldum. Eirmig er möguleiki á að kaupa kom til landsins á þeim tíma sem verð er hagstæðast, þegar svo mikl- ai' geymslur eru fyrir hendi. W »Vor undir vtengíum “ Vorltekkun Til móts við vorið Vorið er að koma suður í álfu og Loftleiðir bregða ekki vana sínum en bjóða nú: frá 15. marz til 15. maí hin lækkuðu vorfargjöld til fjölmargra staða í Evrópu. Fljúgið með Loftleiðum til móts við vorið og njótið hinnar rómuðu þjónustu um borð í Loftleiðaflugvélunum. Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og umboðsmenri um land allt veita upplýsingar og selja farseðla. Fjöldi þeirra íslendinga, sem nota sér hin lækkuðu vorfargjöld, eykst með ári hverju. Loftleiðir fljúga til: Oslóar - Kaupmannahafnar - Gautaborgar - Glasgow - London og Luxemborgar, en selja jafnframt framhaldsferðir með flug- félögum á öllum flugleiðum heims. Og enn sem fyrr geta farþegar notið hinna hagkvæmu greiðslukjara Loftleiða: FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.