Alþýðublaðið - 17.03.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.03.1970, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 17. marz 1970 - segir Stefán Júlíusson rithöfundur og békafulltrúi rikisins □ Það er ekki langt síðan mikið var talað og fullyrt um neikvæð og menningarspillandi áhrif sjónvarpsins eða „imba- kassans" eins og sumir vilja nefna það. Allur bóklestur átti að leggjast niður, leiklistarlífið að slokkna út, fjölskyldutengsl að verða að engu, o. s. frv. o. s. frv. En sem betur fer hafa þær óheillaspár ekki rætzt. Leikhús- in þurfa ekki að kvarta um á- hugaleysi almennings, því að aðsókn fer sfvaxandi. Og það hefur komið í ljós. að fólk er svo sannarlega ekki hætt að lesa bækur. „Nei, bókin lætur ekki undan síga“, segir Stefán Júlíusson rit höfundur og bókafulltrúi ríkis- ihs. „Þáð. er greinilegt, að hún mun halda velli þrátt fyrir sjón varp og útvarp og aðra fjöl- míðla. Lestrarlöngunin og bók- elskan er alveg eins mikil og áður, og á seinustu tveimur ár- unum hafa útlán aukizt gífui’- lega úr almenningsbókasöfnun- um. Til dæmis voru útlán á öllu landinu árið 1968 um milljón eintök eða sem svarar 5 bókum á hvert einasta mannsbarn, og þótt skýrslur'séu enn ekki fyrir hendi um heildarútián á árinu 1969, er vitað, að þau hafa aukizt að miklum mun“. MIÐSTÖÐVAR MENNINGARVERÐ- MÆTA Þetta eru auðvitað mjög ánægju legar fréttir, en Stefán bendir jafnframt á aðra hlið málsins, þ. e. að í bókasafnsmálum dugi ekkert minna en stórátak til að geta komið til móts við ó- tvíræðar óskir almennings. „Bókasöfnin eru hiklaust að- almennta- og tómstundastofn- anir fólksins í landinu“, segir hann, „og þau eru orðin svo stór þáttur í þjóðfélagi okkar, að við verðum að sýna þeim þann sóma sem skyldi.. Fæstir átta sig á hversu umfangsmikil starfsemi þeirra er orðin, og enn færri gera sér grein fyrir hví- lík menningarmiðstöð gott bóka safn er og hversu ómetanlega þjónustu það getur látið í té ef nógu vel er að því búið. Hér hafa bókasöfn fyrst og fremst verið útlánasöfn, en hlutverk þeirra er í raun og veru miklu víðtækara, og við þurfum að gera hvort tveggja í senn að kenna fólki að notfæra sér söfn in betur og að auka þjónustuna í sífellu". Og hann talar um lesstofur, bæði fyrir börn og fullorðna, upplýsingamiðlun, tónlistardeild ir, „heyrnarstofur“ þar sem hlusta má á músík af ýmsu tagi, önnur söfn sameinuð undir einu þaki með bókasöfnunum, m. a. listasöfn, skjalasöfn og minjasöfn. „Héraðssöfnin þurfa að verða eins konar mennta- og fræðslu- setur, miðstöðvar menningar- verðmæta er veita fjölbreytta þjónustu og verða lifandi kjarni hvers byggðarlags. Safnahús eru að rísa á ýmsum stöðum um landið, t. d. á Sauðárkróki, Húsavík, Vestmannaeyjum, Akranesi og Borgarnesi, og mikl ar vonir eru tengdar við fram- tíð þeirra. Ný og glæsileg bók- hlaða hefur þegar verið tekin í notkun á Akureyri, og þar hefur útlánaaukningin orðið feiknaleg, o.g aðsóknin að les- stofunum sýnir hvílík þörf er á slíkri þjónustu við safngesti. En við eigum langt í land þang- að til bókasafnsmálin verða komin í viðunandi horf“. ÞÁTTTAKA RÍKIS- SJÓÐS FER SÍMINNK- ANDI Og þá eins og oftar eru það peningarnir sem á stendur. Það kostar ekki neitt smáræði að meiri þörf á góðri þjónustu í bókasöfnunum en þegar atvinna dregst saman og frístundum al- mennings fjölgar. Fólkið hefur minni peninga til að kaupa bækur fyrir og meiri tíma til að lesa þær, og þá leitar það til safnanna. Og það er mikils- vert, að sem flestir komist upp á að nota þau og haldi því á- fram jafnvel þótt aftur batni í ári. Lestrarlöngunina má aldrei slæva, hvort sem hún er sprott- in af menntaþrá eða leit eftir afþreyingu og dægradvöl. Marg ir byrja á léttmeti og reyfurum, en færa sig smám saman í átt til betri bóka, og þarna getur góður bókavörður verið ómet- anlegur við að koma þeim á bragðið' “. SKÓLABÓKASÖFNIN ERU KNÝJANDI NAUÐSYN Heppilegustu leiðina til að kenna almenningi að færa sér bókasöfnin í nyt telur Stefán tvímælalaust vera að byrja á börnunum og stofna skólabóka- söfn þar sem grundvöllurinn yrði lagður áð þeirri sérstöku kunnáttu að nota bókasöfn til fróðleiksöflunar. „Skólabókasöfn eru knýj- andi nauðsyn og eitt brýnasta verkefni sem fyrir liggur í bókasafnsmálum hér á landi. Bókasafn í einni menntastofnun er alger undirstaða, hjarta skól- ans, og það á við alveg niður í barnaskólana. Sennilega þyrfti nýja lagaseíningu þarna, því að enn er ekki skylda að hafa bóka söfn í skólum. Danir höfðu þetta lengi frjálst, en þó að langflest- ir skólar væru með sín söfn, var það samt lögleitt sem skylda fyrir þremur árum. Það þarf að kenna krökkunum að nota bæk- ur, hag.nýta sér uppsláttarrit, fara vel með bækur, standa í skilum þegar þeir fá þær lán- „Bókasöfnin eru hiklaust aðal m stofnanir fólksms í landinu“, : stuðla að ahnamxaþroskun og og veita ungum og öldnum kyrr dvöl.‘‘ (Mynd: Gunnar Heidal). aðar o. s. frv. Það er ekki sama sm.átí hvernig barnið lcemst fyrst í fjölbn tengsl við bækur og bókasöfn; anir : þetta er mikilvægur þáttur í þrc ki menntun þess og getur haft á- og vei hrif ævina á enda. láía i „Fyrsta skrefið er að sjá þroski bókasöínum fyrir rúmgóðum og er un haganlegum húsakynnum og flestui trau.stu starfsliði. Þegar það er ur á ; fengið, má auka þjónustuna reisa bókhlöður og safna'hús ... og ráða gott starfsfólk til að veita hina nauðsynlegu þjón- ustu. „Lögum samkvæmt á að vera eitt stórt bókasafn í hverju af þeim svokölluðu bókasafnshverf um sem landinu er skipt í, en þau eru 31 að tölu. Bæjar- og sveitarfélög standa straum af byggingu og rekstri safnhús- anna, en fá þó árlegan styrk frá ríkinu. Sá styrkur er hvergi nærri nógu hár til að komá að verulegu gagni, og auk þess er hann miðaður við ákveðinn krónufjölda á hvert höfuð lands manna en ekki Verðhækkanir eða aukna starfsemi safnanna, þan.nig að þátttaka ríkissjóðs í heildarrekstrarkostnaði þeirra minnkar ár frá ári í vaxandi dýrtíð og leggur æ þýngri byrð- ar á sveitarfélögin. Það leiðir svo af sér minni möguleika á æskilegri þjónustu: ' „En það er. niestúr vandinn í framkvæmd menningarmála, að fjarveitmgar tii þeirra þarf Á leðurvcirusýningfu í Offenbach í Vestur-Þýzkalandi voru s þjóðartekjur rýrna og afkoma ur gervikrokodilaskmni, og þær kosta ekki nema brot jaf \ fólks verður lakari. Aldrei er kosta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.