Alþýðublaðið - 31.03.1970, Side 9

Alþýðublaðið - 31.03.1970, Side 9
BLAÐINIJ barst fyrir páska yfirlýsing frá Súgandafirði fyr- ir milligöngu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Fjalla yfir- Iýsingarnar um samskipti fisk- kaupenda og fiskseljenda á Súgandafirði, en Alþýðublaðið hefur skrifað nokkuð um þau efni upp á síðkastið. Fer yfir- lýsingin hér á eftir: Undirritaðir bátaei'gendur, sem hafa á síðastliðnu sumri selt Fiskiðjunni' Freyju h.f., Súgandafi'rði, fis’kafla simg vilja hér með mótmæia harð- lega blaðaskri'fum ATþýðu- blaðsins frá 17. miarz sl. þar sem því er meðal annars hald- ið fram, að Fiskiðjan hafi ekki graitt það verð fyrir1 aflann, sem Verðlagsráð sjávarút- vegsins hafði ákveðið. O’kkur var það kunnugt fyrirfram, að fiskur undir 50 om. yrði' ekki keyptur. Samt sem áður keypti Fiskáðjan Freyja alLan smáfisk niður í 40 cm. til 19. júlí 1969, en þá hófst maðka- tímabilið og eftir það var ekkii mögulegt að 'koma smáfiski' undir 50 cm. í verð. Þá bauð Fiskiðjan okkur hús og írítt salit, ef við vildum hagnýta okkur smáfisikinn á eirihverni hátt. Mun Fiskiðjan hafa verið ei-ni fiskkaupandinn á norðan- verðum Vestfjörðum sem keypti svo lengi smáfisk und- rr 50 cm. Við getum þvi ekki' skilið hvaða tilgangi það þjónar að ráðast á fiskkaup- anda, sem í alla staði hefur veuið til fyrirmyndar í við- skiptum sínum við hráefnis- seljendur. Súgandafirði, 21.3. 1970. Mb. Einar, Egiil Kristjánsson. Mb. Sigurfari, Jón Snorri Jónasson. Mb. Sif, Gestur Kristinsson. Mb. Valur, Guðm. J. Gissurarson. Mb. Stefnir, Guðbjörn Kristriiannsson. Mb. Vonin, Eiríkur Sigurðsson. Mb. Bergleifur Guðmundur Guðmundsson. Mb. Bli'ki, Jóhann Bj'arnason. Mb. Friðbert Guðmundsson Einar Guðnason. Mb. Hersir, Árni Sigmundsson. Mb. Ól. Friðbertsson, Ólafur Friðbertsson. Við undirritaðir starfsmenn á S'krifstofu Fiski'ðjunnar Freyju h.f. Súgandafirði, stað festum hér með að vi'ktar- nótur fyrir inniagðan fils'k sumai'ið 1969 eru í fullu sam- ræmi við nótur ferskfisks- matsmannsi'ns á Suðureyri og er fiskurinn greiddur sam- kvæmt því. Eftir 19. júlí 1969 var fiskur undir 50 cm. ekki keyptur til vinhslu og var öll- um sjómönnum kunnugt um það, enda komu þeir með fiskinn undir 50 cm. óblóðg- .aðan og óslægðan 'að landi til iimleggs í fiskimjöisverk- smiöju. Var sá fiskur ekki metinn iaf ferskíisksmats- manni eins og auðs'ki'lið er. Þessar r'eglur giltu að sjáif- sögðu fyrir Mb. Svan, sem Bjarni G. Friðbertsson og Eyjólfur , sonur hans, eru ei'g- endur að. Súgandafirði, 21. 3. 1970. Ós.kar Kristjánsson. Marías Þórðarson. .1 Gögn þau, sem biaðið hefur undir höndum í þessu máli, eru frá því í ágústmánuði 1969. Þar er um að ræða ann- ars vegar vigtarskýrslu og uppgjör fyrir mánuðinn af háifu fiskkaupanda, Fiskiðj- unnar Freyju, og hins vegar matsseðla yfir afla bátsins þennan mánuð frá fiskimats- manni. Það mun rétt, sem segir í athugasemdunum hér að ofan, að Fiskiðjan hafi keypt smá- fisk frá 40 til 57 cm. á því verði, sem ákvæffi verðlags- Framhald á bls. 11. Lil Diamond komin aftur DIAMOND LIL, sem um þessar mundir skemmtir gestum á Hótel Lo'ftleiðum, er enginin nýgræðingur á íslandi. Hún, skemmti á sama stað fyrir u. þ. b. ári og margir munu ef til vi'1'1 minnast þess, er hún kom hér fram í sjónvarpinu. Við hittum li’stakonuna stutt lega að máli eftir æfingu með hljómsveit Karls Li'lliíendahls og inntum hana fyrst eftir hvað drægi hana hingað á hjara ver- aldar aftur. — Ég var beðin að koma aft- ur og mér var ljúft að verða við því, vegna þess að héðan á ég ágætar minni'ngar frá fyrri dvöl. Hingað kom ég svo beina leið frá Guam, en ég hef að undanförnu skemmt í banda- rískum herstöðvum á Kyrra- hafi og Suðaustur-Asíu. Segja má, að ég hafi verið verið skemmtikraftur allt mitt líf. É'g fæddi'st í Suður-Karó- línariki í Bandarikjunum, en fluttrst þaðan til Norðrirríkj- anna upp úr 1950 og þar hef ég átt heimili síðan. Siðustu 4 árin hef ég verið á þveitingi heimshornanna á milli. Héðan fer ég t. d. beinustu leið til Kanada, þar sem ég á að koma fram á árlegri hátíð hestamanna (Rodeo) og er það orðinn eins konar fastur liður hjá mér. Þú spyrð hvort ég eigi ekki einhverjar uppáhaldsstjörnur á mínu sviði og er mér þá efst í huga nafnið Sophie Tucker, en því hefur einmitt aíltaf verið ha'ldið fram, að rödd mín og söngstíll minni mjög á hennar, þótt ég hafi aldrei reynt að stæla hana. Annars væri hægt að nefna ótal nöfn, því að ég hef yndi af allri tónlist. Pop- músik gæti' meira að segja ver- ið nokkuð góð, ef hún væri ekki svona skolli hávær. Annars syng ég einkum Dixie land, Ragti’me og Blues tónlist og þar að auki kem ég oftlaga fram sem gamanleikari. Mála- múrinrt kemur samt i veg fyrir að ég geti notað brandarana Framh. á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.