Alþýðublaðið - 29.04.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.04.1970, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 29. apríll970'-r' Netið greitt. n ' En við megum undir eng- um kringumstæðum gleyma skipshundinumi, homun Týra, sem heldur sig aðallega í brúnni og bestikkinu, en hleypur þó út á bátapall þegar hann fær svæsnustu köstin af „baujufó- bíu“, en það er undarleg veiki, sem ekki er vitað til að aðrir hundar á íslenzka bátaflotan- um: Iíði af. Lýsir hún sér eink- um í gelti, ýlfri og væli ásamt stökkum og hringsnúningi af I 'ttr.eiknaníegri gerð. 'Vertðutr þá stundum að ganga maður undir inanns hönd að róa hann. Veikin stendur í beinu sam- bandi við það, þegar bátnum er lagt að baujum og þeim kippt Þorvaldur Árnason skipstjóri innfyrir, eða þegar þeim er kastað á eftir drekanum, sem heldur trossuendanum við botn inn. Þá er hann einnig haldinn þeirri áráttu að vilja Iíta eftir því með skipstjóra sínum að öll vinna á þilfari gangi létt og eðlilega fyrir sig. Standi t.d. einhver við bakborðsgluggann, þegar Þorvaldur situr í róleg- heitum við stjómborðsglugg- ann og andæfir, linnir hann ekki látum fyrr en honum er lyft upp og haldið þannig að hann sjái vel til allra vinnu. Þá dillar hann rófunni af á- nægju og tungan lafir út úr öðruhvoru kjaftvikinu meðan hann skimar eftir að allt fari fram með heiðarlegum skikk. En nú vorum við sem sé bún- ir að draga fyrstu trossuna í Miðniessjó og leggja Skagatross una þar skiammt frá og byrjað- ir á þeirri næstu. Hún var sein- dregin, því úr henni töldust á þrettánda hundrað fiskar og. í þamæstu sögðu þeir að hefði verið handsápa. Mér varð á að hvá. Jú það voru Ii3'13 fi'skar, sem blóðguðust niður úr þeiriri trossu og skildi ég þá við hvað þeir áttu. Hitt vissu þeir ekki að ég hafði um skamma hríð utnnið við að sullia saman efn*- um í einmitt þessa sápu meðan Frigg var enn á Ægisgötuhorn- inu og ekki farin að auglýsa í sjónvarpinu. Meðan við drógum trossuna Þorvaldur; „Jæja svo þú held uir það kunninigi. Það er ein- mitt það. Jæja við skulum sjá til. Það verður þá að detta oflan á endann á ykkur ef illa fer. Blessaður.“ Óþarfi er að taka fram fyrir þeim, sem eitthvað hafa lagt við hlustirnar á bátabylgjunni, að orðtakið „það er einmitt það“ skipar þar ákafl'ega háfin sess ásamt hinu sígilda „jæja, svo þú heldur það já“. Þetta eru ágætar setningar til að halda sambandinu. Láta hinn vita að maður sé ekki farinn úr stöðirmi en sé bara að hugsa sig um hvað eigi að segja næst. Hitt er svo annað mál að ekki eru allir eiras elskulfegiir og kurteisir í stöðvar sínar og Prír menn í blóðgun. vatt' emn og einm oatur að renna með síðunni og kíkja á hjá okkur. Eitthvað hefur þeim fundizt það fiskilegt sem þeir sáu, þvi einum varð það á að sigla afturfyrir okkur og byrja að leggja í slóðina ofckair. Þá varð ég þess fyrst var að Þorva'ldi mislíkaði. Þótti hon- um þetta athæfi ganga út yfir allan þjófabáik og hafði um það ýmis orð og þau meinleys- islegustu féllu eitthvað á þann veg að „svona væri þó fjanda- komið ekki hægt að láta fara með sig“. Eftir nokkurn umþóttunair- tíma snaraðist hann í talstöð- iita og kallaði bátinn upp. Hinn svaraði ekki lengi vel og þá «gtefrt-i- 'Þorvaftdar. • ’hfö' myndi himi ^Jiklegd irþlykoast. eiga von á heldur bágu og væri að upphugsa við eigandi og við- hlítandi svör. Loks kom svarið og Þorvald- ur var ekkert nema elskuleg- heitin. Það var einis og hanm væri að tala við hana ömmu sína í landsíma. Hann spurði kurteislega hvort hinn hefði ekki tekið eftir þvi að hann- hefði laigt í slóðina sína og hvort .hann héldi að þetta myndi ganga þegar hamn færi sjálfur að kasta. Hinn hefur líklega átt von á heldur meiri dembu, því það var eins og honum vef ðist tunga um tönn rétt augnablik, en síð- an sór hann og sárt við lagði að hann hefði „kannski farið svo sem eins og eitt net inná“. Þetta hlyti að verða í lagi. Jú hann áliti það nú heldur en hitt. Þorvaldur og þótt þeir séu að tala við sína bestu vini, þá er hreint alls ekki einís og þeir séu að tala við hana ömmu sína í landsíma — 3íS ekki sé meira sagt. Nú er að segja frá síðustu trossunni, eða „óskaitirosslunni“ eins og þeiir voru famir að -kalla hana. Hún var nefnilega tveggja nátta. Ekki var það sarnit ásetnings- synd hjá karlinum, heldur hafði annar bátur lagt þvert yfir hana og alltaf annað slagið um daginn var veríð að ámálga við hann, hvort hann ætlaði ekki að fara að draga ofanaf svo við kæmumst að trossunni. Þorvaldur ætlaði að draga hana síðast. Við komum að henni seint og um síðir. Hann var farinn að kula á vestan og hireyta úr sér stöku éli og það var komið fram í ljósaskipti um kvöldið. Líklega er á fáum stöðum eins óhreinn snjór í vestanátt og þa-rna undan Stafnesinu pg Hvalsneskirkjunum þáðum. -—. Undiraldan ösliar þung- af hafi, komin óraveg fyrír Hvarf ef til viill, en með landinu er ýmist belj andi suður- eða norð- urtlall og /þegar það kemur þvert á ölduna, getur hún tekið upp á kúnstum, sem hatfa orð- ið skipum skeinuhætbair þarna um slóðiir. Nú var veður og straumur orðið með þeim hætti að karl- inn varð að andæfa 'öfugt á trossumia, þ.e. dnaga hlémegin og þá má stundum ekki mikið út af bera til að allt lendi ekiki undir bátinn og síðan í skrúf- una. En Þorvaldur ,ei' .enginn við> -vaniagur og þaó var. .ald-rei hætta á að trossan færi 'i skrúf- una, hvemig sem sjórinn lét, því karlinn kann sitt fag, en þeir sem srtóðu kulmegin í bátn um fengu líka stundum hressi- lega gusu og hatfa þó sjáltfsagt oft séð hamn svartari. Þrátt fyrir að miðjam á tross- urmi væri -búin að liggja við botn í sólairihTÍng og þrátt fyrir veður og vandasamt andóf, brást hún ekki vonum okkar hvað fiskinn snerti. Þeir voru á sextánda hundraðið sem komu innfyrir og fóru niður í lest og þá vorum við búnir að losa 6000 fiska í túrnum, eða rétt rúmlega 30 tonin. Nú var kom’ið framundir mið nætti, niðamyrkur og beljandi hvassviðri. Öðruhvoru dimml slydduél, svo ekki sá út úr augum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.