Alþýðublaðið - 19.05.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 19.05.1970, Blaðsíða 14
i.f OT^.f Ibico 14 'Þriðj'udagur 19. ittiialí 1970 Rósamund Marshall: Á FLÓTTA IninitoaW kistunnar. var ekk- 'ert af þessp, enda liefði hún þá verið lítils virði. í hjárta minu var ég hon- uím sammála. Bókin mín var Iþrumgin lífi, undursamlegt isiafn heillandi frásagna, sem ekki verða metnar ti'l fjár. Belcaro bauð Giacomo miunki að dvelja eins lengi og faann vildi. Hann þáði það ekki. Við siáuim að hann gekk til strandar, hrinti fram litlum 'bát og reri á brott. B-eilearo tók mig þegar tali. Veizt bú nokkiuð hvað í kist- lunni var, Bianca? Eg? Nei. Eg reyndi að gera þ'etta stutta svar eins þr-ungið u-ndrun og m-ér -var unnt. Btílcaro gaif mig upp á bát- inn. Hann -horfði rannsakandi á v.esálings Nello. -Kannske Nél'lo viti eitthvað. Hann er a'Utaf að klifra upp um al'la veggi eins og api. Eg hló. NeHo myndi hafa sagt mér eða þér frá, ef hann hefði fundið eit-tlhvað. Það er -ekki honum líkt að þegja yf- ir því. sem fyrir hann ber. Jú. það er svo. En hafi bað ■verið gimsteinar .... Gimsteinar hafa það ekki verið, Belcaro. Mun-kurinn neitaði þvi. Eg heyrði það. En hvaða sannanir ihc-fuim við fyrir því, að hann hafi sagt satt? Hann virtist ekki þesslegur að fara með ósannindi. Be-lcaro yggldi sig. Hver veit im in-nræti þessara umrerm- niga, þótt þeir beri' munika- :ufla? Þetta getur lík-a haf-a verið forngripir, helgur dóm- ir, handrit eða þess háttar. — >etta e-ru mestu grúskara-r, þess r munkar. Ippolito var þekkt- ir fyrir að safna forn-um hand- itum, grískum, hebreskum og atneskum. Munki væri vel trú mdi til þess fíflaháttar að kallia ilí'ka hluti verðmæt-ari en ver- ildle-ga fjársjóði, — og stund- im eru þéir það líka. Svo ireytti hann skyndilega um jmræðuefni: Ég er að hugsa jm að fara ti'l Bologn'a bráð- jm, Bianca. Það er að segja, það er verið að biðja mig að koma og halda sýningar. Hvað f-innst þér? Á ég að þiggjia það? Eg greip fegin-s hendi tæki- færið til þess að gera honum eitthvað til geðs, edns og á stóð. Já, sagði ég. Það skaltu þilggja. Hefði ég vitað, hvaða ósköp þetta einfalda svar átti eftir að ieiða yfir mig, þá hefði ég þeg- ar í stað kastað mér ofain í síkið fyrir neðan sve-fnherberg- isgluggann minn, bundin á höndum og fótum og með þung an stein um hálsinn. SJÖTTI KAFLI. É-g lét Maiúu leiða mig um sk-raiutle-g og blómum skreytt stræti Bolognaborgar, meðan Belcaro s-kemmti fyr-iirmön'num henrtar í höll Bentivoglos greifa. Þú þarft ekki að vera með okkur á sýningum, Bianca, sagði Belcaro. Og þú ættir að hafa slæðu fyrir andlitinu, þeg ar þú e-rt úti við. Ég hlýddi honum, í blindni eins og va-nt var. Dag nokkurn maettum við hópi af pílagrímum á leið tl San Giacomo Mággiore. Þeir voru flestir fátæklega klæddir; þó voru nokkrir borgarar í fylgd með þeim, heldur betur til fara. Þeir ætla að hlusta á ræðu á torginu, sagði María. Það er umf erðapr éd ikari. Hvað heitir han-n? Ég veit það ekki. Hann er sagður mjög mælskur. Við slógumst í förina. Állra augu beindust að ræðu- stólinum. Hamn var tómur enn- þá. Nú gekk maður upp í ha-nn. Mér hnykkti við. Það var eng- inn an-n-ar en Giacomo munikur, Ijóslifandi. Hann lagði hendumar á stól- bríkina og hvessti augu-n út yfir mannfjöldann. Sofið, syn-dar-a-r, byrj-aði hann; hann talaði hægt og ekki hæri'a en hann þurfti. Leiðið ek'ki hug ann a@ morgundeginum, því það verður en-ginn morgundag- ur. Og þegar þið opnið svefn- þrungin augu ykkar, þá verður dagur refsingarinnar kominin. Hugsið ekki til iðrun'ar, því það verður enginn tími til þess að iðrast. Sjáið. Þrumuraust lávai-ðarins mun verða til þess að vekja yður. Stormur guðs reiði verður þúsund sihnum sterkari en samanlagt afl vind- anna. Hann mun feykja yður eins og laufblöðum, stjórnlaust, víða vega. í Skyjum munuð þið sjá krossinn, hið heilga tákn, kross heilagrar reiði. Ys fór um mannfjöldann. -— Pólkið kraup, beygði höfuð til jarðar. Giacomo munkur hóf upp rödd sína. Hann talaði hærr-a. En ei að síður mátti heyra stunur og kvein mann- fjöldans. Þið liggið í bæli allr-a heims ins lasta. Þið belgið vín. Þið traðkið á fátækum og varnar- lausum; ekkjur og um'komulaus ir ótrba'st ykkur, því miskunn er ykkur framandi hugták. Þið hirðið ekki um hver fyrir rýt- in'gnum verður, þegar þið gríp- ið til hans; jafnvel feður ykk- aa', bræður og systur eru ekki óhuit. Keppinautum ykkar rýðj ið þið úr vegi með eitri. Valda- græðgin blindar ykkur. Þið drepið til þess að svala hégóm- legum duttlungum og stundar- fýsnum. Syndarar. Haldið áfram að sofa. Þið lifið, sem þið lifið, það er ekkert líf, heldur dauða- svefn. Og þið munuð ekki vakna fyrr en í helvítd-. Vissu- lega eruð þið fí-fl. Þið þekkið ekki þann veg, sem liggur til frelsun-ar, þekkið ökki guð og viijið ekki reyn-a að þræða hans vegi. Því mun-u Ijón Stökkva út úr skóginum og rífa ykkur á hol og úlfar og hýenur gleypa hræ ykkar. Hlébarðar og eitur- slönigur halda vörð um hús ykk- ar og híbýli og biða færis tii að sálga ykkur. Hver sá, sem vögar sér út á göturniair, er dauðanum ofurseldur. Ég hélzt ekki lengur við. — Komdu, María, grátbað ég skjálfandi röddu. Ég reyndi að ryðja mér leið út úr mannlþröng inni. Mér fannst ég ekki geta dj-egið andann fy-nr en við vor- um komnar fjiarri þessum voða lega ræðumanni. En þá var eins og fjötrar brotnuðu af mér. Hver er þessi voðalegi maður, María, sem hræðir vesalings fólkið svona óskaplega. Vesalings María flóði í tár- um. Hún var náföl. Ég hef aldrei heyrt annað eins; mér fannst ég vera allsnakin, stundi hún. Ekki f-ainnst mér það. En samt enj tár í augum þín- um, frú. Það er mannfjöldinn, sem sefj'ar mann svona, mótmælti ég. Ef fólkið hefð'i getað hlegið að honum, þá hefði ég gert það líka. Maíría þerraði tárin úf aug- um sér með svuntuhorninu og við.héldum áfram,- án. þess að taíást við. Bókin'a mína faldi ég niðri á VISNAÞATTUR Framhald af bls. 2. Þó Hekla verði glóðageld og gaddur í Kötlu bóli og þrjóti í Víti aHan eld, er einatt neisti á Hóli. ★ Stúlka, sem köl'luð var Veiga, átti 1 orðakasti við no-kkna strá'ka og kallaði þá m. a. svín. Einn þeirra svaraði með eft'ir- farandi vísu; Ásitum tryllta auðarlín, orðum stilltu betur þín. Ef við pil'tar erum svín, ertu gylta, Veiga mín. ★ Guðmundur skáld á Samdi kallar þessa vísu „Val-t er völu- beinið.“ Valt er okk-ar veðrahjól, vel ég þekki kulda sigg, nú hefur bundið sumarsól1 Sendlinginum glóð á hrygg. ★ Káinn sendi Wilhelm H. Paulson eftirfarandi vísu með mynd af sér: E-n er K. N. ern að sjá, þótt af sé fitan; sízt þeir efa, sem að líta’ hann: syndin hefur gert hann hvíta-n. Stephan G. Stephansson er höf-undur eftirfarandi vísu, eina og margir sjálfsagt vita, húni hefur að yfirskrift: Aldurs- hæðin. Hvað skal stórri sitarfsemd hér Stuttrair ævi að sákria. Letingjanum of stutt er eilíí'ð, ti'l að vakn-a. Rágna-r Ágústsson frá Sval- barði kveður um haustið: Fjörðinn lykj-a freðin naust, fjöllin slikja vefuir, sundin bli-ka bárulaust, bundin hvika sefur. ★ Bólu-Hjálmar var á fe-r-ð seirit á sumri, hann leit í loftið og kvað; Þarf-ara væri að þukla um orf en þreyta sig við ferðastörf, illviðrið, sem er í horf, endist fram á sólarhvörf. ★ Og að síðustu þessi óvenju- lega sólaírvísa: I Sólin lætur sólskinið sviða mannoigreyin. Hún er bara að venja þá við velgjuna hinumegin. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJdSASTILLINGAR HJÚLASTILLINEAR MÓTORSTILIINGAR Látio stilla i tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur verður haldinin í ‘kvöld, þriðju- daigstovöld 19. maí tol. 8. Dagskrá: 1. Skýrt frá samningamálum tillaga um ,heimild til að lýsa yfir vinnu- stöðvun. | Félagskonur fjölmennið á fundinn. Stjórnin Frá Barnaskólum Hafnarfjarðar Börn, fædd 1963 komi í skólanatil innritun- ar föstudaginn 22. maí sem hér segir; í Lækjarskóla kl. 2 s.d. í Öldutúns'skóla kl. 3—4 s.d. I Fræðslustjórinn í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.