Alþýðublaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 16
RUST-BAN, RYÐVÖRN RYÐVARNARSTÖÐIN H.F. Ármúla 20 — Sími 81630. Danska lands- liðlð glstir á Hótel Esju □ Allar líkur benda nú til að Hótel Esja geti opnað fyrr en búizt var við eða á mánudag- inn, en þá fær danska landslið ið þar inni. Á þriðjudag tekur hótelið á móti hóp útlendinga ?em sækj a hér norræna verzl- unarmálaráðstefnu. Friðrik Kristj ánsson sagði fréttamanni að smiðir og aðrir störfuðu nú allt að 18 stundum á sólarhring og gengju Störf þeirra mjög vel. Upphiaflega var áætiað að opna 1. júlí, en vegna vefkfallanna þótti ekki annað ráðlegt en fresta opnun- ! inni til 11. júlí, en síðan hefur i gengið það vel að dönsku lands liðsmennimir verða meðal fyrstu gestanna og ætti ekki að væsa um þá. Hótelið var full- bókað í júlí og ágúst, og tals- vert mikið er bókað í septem- ber og október. Þá er háLfur | júnímánuður á næsta ári full- bókaður og 8 dagai- í septem- ber. — 'ífffr m i IVIikið að gera á bílaleigunum □ Mjög mikið er að gera á bílaleigum borgarinnar í sum- ar, mun meira en í fyrira. Sér- staklega er aukning á útlend- ingum sem fá bíla á leigu, en einni'g virðast íslendingar einn ig fleiri nú en í fyrra, sem vi'lja á bíl út um sveitir. Sigurgeir Svanbergsscn hjá Vegaleiðum sagði, að allir Stærri bílar hjá sér, þ.-e. Land- rover-jeppar, svefnvagnar og litlir rútubíiar hefðu verið pan't aðir upp í allt sumar, en hins vegar væri svo nær alltaf hægt að íá Volkswagen með skömm- um fyrirvara, enda hefði hann það mikið af þeim. Sigurgeir gaf út í fyrra bækl ing um fyrirtækið og ísland, ' sem hann dreiifði erlendis og I hafa við&kiptin aukizt mikið við það og sagði hann, að við- skipti útlendinga við sig hefðu stcraukizt í sumar. Mest er af Englendingum, Þjóðverjum og Norðurlandabúum, sagði Sigur- geir. | Hjá bilaleigunni Fal var svip aða sögu að segja, allir stænri bílar liggja ekki á lausu í sum- ar, en Volkswagen hægt að fá með skömmum fyrirvara. SVEINSSTYKKI f IÐN- SKÓLANUM vilja að lána húsnæði s'kólans til sýningarinnar. Heimili fyrir sjúka í Höfn □ I kjallara Iðnskólans fer fram laugardag og sunnudag kl. 2—10 báða dagana sýning á sveinsstykkjum nen.'.a í hús- gagnasmíði. Fyrir sýningunni stánda Meistaraféíag húsgagna- smiða í Keykjav/k og Sveinaíé- lag húsgagnasmiða. Sýningin er öllum opin. Á sýningunni eru 21 sveins- stykki sem unnin hafa verið í þrjár vikur sem lokaáfangi sveinsprófsins. Karl Maaok, for maður Meistarafélags húsgagna smiða ávarpaði blaðamenn, þeg ar þeim var sýnd sýningin í gær og minntist á það, að mörgum þætti þessi áfangi prófsins full- erfiður, en það væri heillandi að Ijúka náminu með svo viða- miklu verki. Flestir gripirnir, sem eru til sýnis eru skrifborð, skatthol eða snyrtiborð úr tekki, palisander og einn úr álmi. Karl iþakkaði Þór Sandholt, skóla- stjóra Iðnskólans fyrir iþann vel Síðan tók Þór Sandhölt til máls og vildi nota tækifaerið til að vekja athygli á nýstofnuðum forskóla í verknámi. Hann kvart aði yfir því, að færri hefðu sótt um nám við skólann en vænzt befði verið og sagði ennfremur, að ihúsgagnaiðnaðurinn hefði ekki gert sér grein fyrir liag- kvæmni þessa náms. Einn vet- ur í þessum skóla samsvaraði tveimui' vetrum í bóknámi í Iðn skólanum og einu ári í námi hjá meistara. — □ Heimili hefur verið opnað í Kaupmannahöfn fyrir islenzka sjúklinga og aðstandendur [þeirra. Eins og kunnugt er, hafa Bðstandendur sjúklinga sem lagð *ir hafa verið inn á sjúkrahús í Kaupmannahöfn iöngum þurft að búa á dýrum hótelum í borg inni oft og tíðum ókunnugir og einmana og elcki fengið auð- veldlega þá hjá'lp eða leiðbein- ingar sem íþá vanhagaði um. Félagsmálaráðherra fól á s. 1. ári Giís'la H. Friðbjarnarsyni að athuga um úrbætur á þessum málum og nýlega. tókst honum með aðstoð velviljaðra aðila i Kaupmanna'höfn að koma slíku iheimili á fófc. Fékkst leyfi hús- næðisyfirvalda að stór. íbúð í hjarta borgarlnnar — að Vest- erbrogade 110 — yrði leigð í þessu skyni. íbúðin er 5 her- bergi og er eitt þeirra ætlað sem sameiginleg setustofa, þar sem sjónvarp er og íslenzk blöð liggja frammi ásamt íslenzkum bókum. Fólk sem heldur til á heimili þessu getur lagað sér mat og kaffi eftir vild. í eldhúsinu er frysti- og kaéliskápur. Gísli lætur þess getið í bréfi heim að hann sé sérstaklega þakklátur Vanförehjemmet, í Kaupmannahöfn fyrir góða að- stoð við að gera heimili þetta að veruleika, einkum eigi for- stjóri þess Fredrik Knudsen miklar iþakkir skildar. Gísli bein ir því og til íslenzkra blaða og bókaútgefenda að íslenzkar bæk ur og blöð séu ved iþegin af heim 11! þessu. —• iVeröur byggt viö J Bændahöllina? I I I I I □ Stjórn Bændahalilarinnar lie'fur sótt um stækkun á lóð hallarinnar til borgarstjórnar. — Sæm undur Friörik-son, fram- kvæimda'Stjóri BændáhallariTm- ar, sagði í viðtali við þlaðið í gær, >að þetta vséri gert til að tryggja stærri lóð, cf ráðist fyrði í iað stækka (höllina, en það væri nú bcllalagt, þótt allt væri óráð ið ium 'þær framkvæmdir að svo komnu máli. vSæmundur sagði, að vöntun væri á slærra gistirými í höll- inni, ien vieitingasalir í henni gæt-i tdkið við auknu gistirými 'án bdeytinga. Tvær hugmyndir ieru uppi um stækk.un Bænda- 'hallarinnar. Önnur er sú, (að austan við höllina komi ný álma sem lægi samsíða húsinu, en væri tengd við bað með álimu sunnaa á höllinni. Hin hugmynd in, seim er raunar á upphaflegri teikningu hailarinnar, gerir rá® fyrir lálmu þvert norðan við höll ina, en næði lengra í suð-auist- ur en sjálf höllin. — Umferðarslys □ Þrjú umferðarslys urðu upp úr hádeginu í gær. Tvö urðu þannig, að piltar á bif- hjólum lentu aftan á fólksbíl- um. Vax annai- pilturinn flutt- ur á slysavarðstofuna og reynd ist lærbrotinn, en hinn var flutt ui’ á sjúkrahús. Ekki er kunn- ugt um meiðsli hans. Þriðjá slysið varð á Holta- vegi, þar sem ung stúlka á rei® hjóli varð fyrir leigubifreið, sem var á leið austur Holta- veg. Ætlaði lieigubifireiðin fram úr stúlkunni, en hún ók 2 veg fyrir hann og höfnúðu bæði bíllinn og stúfkan útii i skurði. Stúlkan var flutt á slysa varðstofuna, en bíllinn skemnul ist eitthvað. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.