Alþýðublaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 4. júlí 1970 Rósamund Marshall: Á FLÓTTA skapara okkar beggja, að ég er saklaus af því. — — Sverðu við himininn og sverðu við helvíti. — Það er mín eigin skarpskyggni, — sjötta skilningarvitið, sem nátt úran hefur gefið mér í vöggu- gjöf, sem ég á það að þakka, að ég er ekki dauður. Það var ég, sem skipti á eitrinu í hring Hellos og meinlausum appel- sínuvökva. — En — ýrförin. — Þú varst grafinn. Belotti sá fyrir því. Hann faldi mig. Hann lét hæfilega mi'kið af blýi í kistuna. — Belotti hefur þá alltaf vitað þetta? — Vitanlega. — Hann hef- ur alltaf verið mín hægri hönd, minn holli og trúi þjónn. — En hvers vegna, hvers vegna hefurðu verið svona lengi í felum? — Mér lá ekkert á. — Ég þurfti að fá frekari sannanir fyrir sviksemi þinni. — Tryllingur greip mig heljartökum. Það voru þeir félagarnir, Belcaro og Bell- otti, sem lögðu á ráðin um að gera mig að öreiga. Það voru þeir, sem í sameiningu áttu sök á morðunum á syst- ur Úrsúlu og systur Biötu. — Og veslings Beppo. — Svo komú mér börnin, veslings litlu munaðarleysingjarnir, í hug. Belcaro. — Hvað verður um litlu skjólstæðingana mína, saklausu, munaðarlausu börn- in? — Hann brosti því hinu sama djöfullega brosi, sem ég kannaðist svo vel við. — Skjólstæðingana þína? — Já, — þrjú hundruð níu tíu og níu börnin, sem við björguðum úr greipum svarta dauðans í Síena? — Hann kipraði varirnar, vissi ósköp vel um hversu viðkvæman blett á mér var mér að ræða og dró mig á svarinu. Heillbri'gðismála- stjórnin í Florence lét flytja þau burtu. Greyin litlu — bætti hann við með uppgsrð- ar vorkunnsemi. Svarti dauð- inn brauzt út meðal þeirra. Þau hrundu niður unnvörp- um. — Þú lýgur, Belcaro, grenj- aði ég. Þau voru ölll hraust og heilbrigð, þegar ég yfirgaf þau — og hlökkuðu til að koma hingað. — Belcaro yppti öxlum. Ég held, að yfirvöldunum geti ekki hafa skjátllazt, Bianca. Þau voru að láta sótthreinsa höllina, þegar ég síðast frétti. — Ég hné niður á gólfið og grét lengi og beizklega. Þeg- ar táralkirtlarnir voru tæmdir orðnir og grátinum linnti, var ég aiein orðin. Mér fannst silkibúið hásæti krypplingsins storka mér; — kaldir veggirnir bergmáia hjartasorgir mínar. Því gátu ekki örlögin bei’tt mig valdi sínu, hefnt sín á mér, en hlíft saklausum, munaðarlausum börnunum mínum? Hversu glöð hefði ég ekki viljað gefa líf mitt fyrh- velferð þeirra? Og nú var ég hér, gersamlega á valdi samvizkulauss níðings. Börnin glötuð, máske dáin þegar, fleiri eða færri, önnur hungruð og deyjandi. — Ég gerði mér vaiia grein fyrir því næstu dagana, hvort ég væri dauð eða lifandi. Það eina, sem héi't i mér lífinu, var hugsunin um börnin. — Sjálfri mér til handa vænti ég einskis framar á þessari jörð. Ég lá í rúminu. Belcaro sat á rúmstokknum og skrifaði og skrifaði myrkranna á miili. Ég vissi ekki hvað hann skrifaði. Skvldi hann vera að semja harmleik? Við og við stóð hann upp og vökvaði varir mínar köldu vaini. Svo tók hann aftur til við skriftimar. —■ Mór júkust kraftar á nýjan leik. — Bianca, sagði Belcano. Hreyfðu þig. Láttu æsku þína hrósa sigri. Láttu fegurð þína blómstra á ný. — Ég gát ekki lengur látizt veik, þoldi ekki ,að liggja lengur. Belcaro fylgdi mér til herbergja nokkurra, sem sýni lega höfðu verið útbúin handa mér t'ill íbúðar. Mér skyldi haldið fangaðri, en hlekkimir úr. skíru gulli. Hér var allt ti'l alls, ekkert skorti á þægindi; Belcaro var snillingur í þeim efnum, að láta fara vel um mann hið ytra. Aðeins eiltt skorti: Frjálsræði. Ég sá aldr- ei nokkurn mann, en matur og drykkur barst mér í ríkum mæli. Allt tj aldað pelli og pur- pura. Og Belcaro færði mér lútu. Það var sú hin sama og ég færði honum forðum daga. — Leiktu, syngdu, Bianca. Það rekur burt leiðindin og þú hættir að vera einmana. Skyldi hann vona, að ég yrði hér sú hin sama Bianca og ég áður var. Hann kunni ekki við stutta hárið mitt, burst- aði það og smurði olíum á hverju kvöldi. Næst á eftir fögrum vexti þinum er fa'l- lega, ljósa hárið þinn dýr- mætasti fjársjóður, Bianca. Láttu það vaxa af'tur — og verða lángt, og þú munt verða sú, sem þú áður varst, ólík öllum öðnrm konum að feg- urð og yndisþokka. Lengi vel vonaði ég, að fang elsun mín myndi verða lýðum ljós, og leyndir vinir verða til þess að frelsa mig. Þess vegna sat ég við gluggann klukkutíma eftir klukkutímai mændi út og bað til guðs að ég mætti frelsuð verða. Aldr- ei varð ég samt vör neihna mannaferða. Að lokum greip ég tU þess ráðs að komast í samband við hann, sem flutti mér matinn og drykkinn. — Lengi vel komst ég ekki að því, hver hann var. En þó tókst það að lokum. Hann er mállaus og heyrnarlaus og hann kann ekki að lesa. Ég beið þess dags með kvíða, að Belcaro myndi taka það með valdi, sem honum var ekki veitt af fi-jálsum vilja. Belcaro átti í fórum sínum töfli’adrykki, sem veittu honum furðulegt vald. —- Klukkutíma eftir klukkutíma sat hann ytfir mér og reyndi að fá mig til þess að svara spurningum sínum og taka þátt í samræðum. Þegar það tókst ekki’, glotti hann kynd- uglega. Þolinmæði min hefur álitaf verið meiri heldur en annarra manna, sagði hann. — Mánuður leið, annar mánuður tíl. Hin megni hiti sagði til, áð kominn myndi júlímánuður. Ég svaf illa á nóttunni. — Börnin. Systurnar — Andrea —• Giacomo munkur. — Ég opnaði arugun. Yfir mér stóð Belcaro og glotti háðslega. Þetta var bara martröð, — Bianca. — Sofðu — söfðu, Bi- anca mín. Sú hin veika von, að ég myndi fyrr eða síðar ná til barnanna minna, var hið eina, sem hélt í mér lífinu. Ég vildi gjarnan deyja, og þó. Þeiiua vegna mátti ég ekki deyja. — — Júlímánuður íeið, ágúst- BRIDGE Umsjón: Hallur Símonarson □ Bandaríkjamenn sigruðu með miklum yfirburðum i sveita keppni heimsmeistarakeppninn- ar í bridge, sem lauk í Stokk-; hólmi nýlega. I hinum 15 um- ferðum í undankeppninni var bandaríska sveitin í sérflokki og tapaði varla leik. í öðru sæti varð sveit Formósu. Þriðja sveit Noregs. Fjórða sveit Brasilíu og fimmta sæti sveit Ítalíu — o.g er nú orðið langt síðan að sveit Ítalíu hefur orðið neðst í keppni — en ef ég man rétt þá varð sveit frá Ítaliíu neðst í úrslita- keppni Ólympíumótsins 1960. En síðasti áratugurinn hefur verið hrein sigurganga Itala í bridge þar til nú. I ítölsku sveit inni voru nýir menn — en eng- inn þeirra, sem skipað hafa ítölsku , bláu sveitina undan- farinn áratug gaf kost á sér í keppnina — en Iþað var fyrir- fram vitað, en það, sem kannski meira kom á óvart var, að engir þeirra spilara, sem hafa náð á- gætum árangri á Ev’rópumótum undanfarin ár — með nokkrum spilurum úr bláu sveitinni — spiluðu fyrir Í'talíu >í þessari heimsmeistarakeppni. Má þar til dæmis nefna Bianohi og Mess- ina, seni tvfvegis hafa orðið Evrópumeistarar — og gefa þeim beztu i bláu sveitinni ekki eftir, nema að síður sé. En nóg um iþað. I úrslitum um heimsmeistaratitiilinn sigruðu Bandaríkjamenn Formósu með yfirburðum — og Nor*egur vann sveit Brasilíu i keppninni um þriðja sætið. Heimsmeistaratit- illinn er því ekki iengur í Evr- ópu, en ekki er víst, að Banda- ríkjamenn hafldi honum lengi. e£ t. d. beztu spilarar Ítalíu, Englands eða Frakklands sækj- ast eftir að vinna hann frá þeim. Hér á eitir fer eitt spil frá keppn inni — frá leik Bandaríkja- manna og Formósu og anzi er ég hræddur um. að Bandaríkja- menn licfðÍJ orðið að sýna arun an og betri bridge en þar kem- ur fram, ef þeir hefðu átt í höggi við hina heimsfrægu ítali, En spilið er þannig: S ÁD9742 H efckert T KG42 L KG6 S K8 H KG9853 T 98 L D83 S 65 H ÁD106 T 1073 L 9742 Á öðru borðinu spiluðu Banda ríkjamenn sem Norður/iSuður þrjá tígla og fengu átta slagi —• eða 50 ti’l Formósu — en á .hinu 'borðinu. þar sem bandarísku spilararnir sátu í Austur/Vest- ur gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norffur Austur pass pass 1 Sp. pass pass 1 gr. pass 3Hj. pass 4 Hj. pass pass dobl pass pass ífcss Vestur hefur sagt pass á fyrstu umlerð og eitt grand sýnir því, að hann er nærri opnun. Ekki er beint hægt að gagnrýna þriggja hjarla sögn Austurs — en skrít ið, að Suður skyldi ekki dobla þá þegar — en hvernig Vestur gat bætt við fjórða hjartanu er óskiljanlegt. Nú árangurinn varð eftir því og spilarinn fékk að- eins sjö slagi — eða 800 til For mósu og 13 stig fyrir spilið. Þetta var aðeins eitt af mörgum slæmum spiium Bandaríkja- manna i umi'erð, sem þeim tókst að vinna með 17—3, svo ekki hefur nú spilamennska Kínverj- anna verið upp á marga fiska. En þetta var leikur í annarri umferð undankeppninnar og spilararnir því ef til vill óvenju taugaslappir. —1 S G103 H 742 T ÁD65 L Á105 GLERTÆKNI H.F. Xngólfsstræti 4 — Sími 26395. FRAMLEIÐUMj TVÖFALT EINANGRUNARGLER A-gæðaflokkur. Höfuim allar þykktir af gleri. Sjáum um ísétningar á öllu gleri. Sími 26395 — Heimasími 38569. Auglýsingasíminn er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.