Alþýðublaðið - 22.07.1970, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 22. júlí 1970
L- Ég byrja að rexa yfir málfari manna.
Q Brýn nauðsyn að kenna skólafólki að segja frá og
lýsa því sem fyrir augu ber.
O Höfðingjar sem ekki geta talað nema af blöðum.
□ Hvað er hægt að gcra til að bætía loft í húsum
inni? 1
O Vitlaust að byggja fyrst hús og fara svo að velía
fyrir sélr hvað gera eigi með það.
□ Hvaða stofnua vanlhagar íslenzku þjóðina mest
um? 1
O Reisum þá stofnun til minningar um 1100 ára
afmæli íslands-byggðar.
□ ÉG HEF ENGA LÖNGUN
íil aS rexa í mönnum útaf jT|áli
l>eirra. en ekki get ég stillt mig
aim aö benda á þá undarlegu
krókaleið í ræðu cg- riti sumra
manna að vera með alla skap-
að'a hluti á .,sviði“ þessara og
þessara mála. Talað er ivn aö,
eitthvað geti gcrz.t „á sviði ferða
mála“ í stað þess að segja bara
,.í feröamálum". Ekki þar fyrir
að það megi ekki taka svona
tíl orða. en þetta orð er farið
að ríða húsvm, og bess vegna
langar mig til að minna menn
sem láta til sín hcyra opinber-
lega aö reyna a. m. k. annaó
slagíð að hafa á takteinum eitt-
hveri annað orð, eða annaö
form á að koma útúr sér mcin-
ingunni.
ÞAÐ BEE Á ÞVÍ að orðatil-
tæki festist og séu .ofnoioð. Nú
er t.d., einscg ég höf áður bent á
í tíiku að sagja „ég mundi
segja“ í siaðion fyrir „ég tel“
eða eilthvað þvíumlíkí, „segja
m.á“ kemur og í tíma og óííma,
og ýmisiegt fleira mætti til tína
ef vildi. Á svonálöguðu ber tölu-
vert í sjónvarpsviðtölum því þá
verða menn að láía meininguna
í ljósið með þeim orðum sem
koma eðlilega upp í hugann.
Þeiia gefur mér tilefni til nokk-
urra hugleiðinga. í skólakerfinu
iiöfum við flestir verið látnir
skrifa stíla eða ritgerðir þótt
ekki verði hjá því. komizt að
segja að sú kennsla var löngum
heldur bágborto. En í skólunum
fá nemendur, eða a.m.k. íengu,
litla eða enga þjálfun í að tala
eða segja frá. Þ.eir voru teknir
upp í tímum og látnir ryðja úlúr
sér nokkrum atriðum hverju
sinni, og málfundasíarfsemi var
víst í flestum skólum. En þar
f.yrir uían var ekkert. sinnt um
þótt menn væru gevsamlega ótal
andi. Og það voiru suntir og er.u.
jafnvel jþótt -iþeir geti skrifað
þokkalega. Það sér maður m.a.
á því að margir háir embættis-
menn geta ekki komið útúr sér
síuítri tækifærisræð.u nema lesa
hana af blöðum. Og þetta þjálf-
unarleysi í íaii og frásögn kem-
ur fram í klaufaskap og hiki þeg
ar efctei er hægt að nota blöð.
I>AÐ ÆTTI a'ð verja takverð"
um tíma í skólum í að kenna
fólki að tala málið, segja irá
skýrt og greinilega, iýsa því sem
fyrir augu ber, segja sögu, -og
það er ekki einasta móðurmáls-
kennsla, það er líka hugþjálfun.
I slíkri kennslu ætti auðvilað að
taka til greina frarnburð og fram
sögn. Sumi ungtiólk étur helm-
inginn af hverju orði sem úíúr
því kemur, einsog það skorti
sálarstyrk eða afl í talfærunum
til að fylgja orðinu eftir einsog
vera ber, einkum er þetta mikið
áberandi hjá ýmsum tónlistarpilt
um í sjónvarpinu. Ekki má held-
ur líða neitl sérstakt söngl eða
■tón. en um tíu til fimmtán ára
skeið heíur sérstakur sönglanda
framburður iiðizt í úívarpi eink-
um þegar talað er um danslög.
A
ORÐSENDING hefur mér bor
izt frá „húsmóður í Vogum“: „Þú
nefndir um daginn inni-garða,
og hugmjmdin er-ekki sem verst,
en er ekki gagnslítil sú „útivist“
sem er í rauninni inniseta, þó að
sól skíni á mann gegnum gler.
Það er sagi að innilofi sé óhollt.
Vera má að eitthvað meira af
útilofll verði i inni-görðunum
þínum. En hvað er hægt að gera
til þess að loft í íbúðum verði
svolítið betra? — Húsmóðir í
Vogum“.
INNI-GARÐUR er garðui-
sem er að nokkru yfirbyggður í
líkingu við gróðurhús með það
fvrir augum aðeins að halda
storminum frá; sjálfsagt að opna
allt uppá gátt þegar ekki er
stormur — eða þannig hugsa ég
þeíta. Á hinn bóginn er ég eng-
in sérfræðingur í þessum málum*
en ég íreysti ungum arkitektum
til að gera e.iít'hvað a.f viti úv
hugmvndinni. Um það hvernig
gera megi lofí í íbúðum dálítið
(betra þá -ber líka að vísa til ai-ki-
tekía og annarra séi-fræðinga. —
!Mér þvkir líkiegt að ibæta megi
loftlð á margan hátt, láta valn
gut'a upp við miðstöðvarofna svo
rakastigið h.ækki aðeins og
leggja rækt við að búa til góða
Inftræsíingu.
ANNARS ÞEKKI ÉG lítið
til þeirra fræða sem upplýsa
mann um hvernig loft eigi að
veva -:U þess manni líði vel. Eg
•hef ein-hvers staðar séð -að nauð-
svniegt sé að nóg sé a.f negatif-
jónum í loftinu, menn veröi þá
hressir og ‘finni til vellíðanar, og
til eru tæki sem hægt er að setja
í 'bús og framleiða stöðugt
negatifar jóni'r. Þá þarf auðvit-
að að vera nóg súrefni í loft-
inu, en mig grunar einmitt að
það sé af skornum skammti
stundum í húsum inni og of
mi'kið af öðrum lofttegundum.
VIÐ SEM BYGGJUM norð-
lægt land og kalt og taljum o-kk
ur þar að aukj mega vænta
kuldatímabils á næst-u árum
ættum að hafa a.ugun opin fyrir
því hversu gera megi inniloftið
hollara. Þessi jónutæki, kemur
til greina að nota eitt-hvað
slíkt? Kemur til greina að u-nnt
væ-ri með einhverjum tæknileg
um ráðum að auka súrefnis-
ma-gnið í loftinu? Annars er
bezt ég segi ekki meira um
þetta mál því á því hef ég ekk-
ert vit.
VIÐTAL ALÞÝÐUBLAÐS-
INS við séra Eirík J. Eiríks-
son þjóðgarðsvörð va'kti upp í
'huga mér gamlar spekúla-
sjónir um hvað við eigum að
gera til að minnast 1-100 ára
afmæli íslands byggðar. Einsog
menn muna var eitt sinn t-alað
um að reisa þj óðarhús á Þing-
völium, en af þeirri hugmynd
var ég ekki hrifinn. Mér finn-st
frámunalega vitlaust að byggja
fyrst hús og f-ara svo á eftir .að
velta fyrir sér til hvers eigj að
nota það. Einhvern tíma kom
líka í umtal að reis-a volduga
kirkju á Þingvöllum, en ekki
finnst mér bráð-aðkallandi að
reisa kirkjur meðan kirkjusókn-
in er ekki meiri almennt, enda
m.un sú hugmynd fremur hafa
staðið í sambandi við þús.und
ára kristni á Islandi.
MÍN TILLAGA ER ÞESSI:
Við skulum leggja höfuðin í
blevtj og reyna að fi-nna hvaða
stór-a stofnun íslenzku þjóðina
vanhagar um sérstaklega; vant-
ar einhverja deild við háskól-
ann, ein-hverja vísindastofnun,
einhverja stofnun sem vinnur
að heilbrigðis eða mannúðar-
málum o.sJrv.; og sí’ðan skul-u
við reisa þá sem fyrir val'inu
verður og ekki spara neitt til.
Það gerum við til minningar
um þessi ellefu hundruð ár á
íslanrii. En við skulum ekki'
heimska o-kkur á að reisa ein-
hvern meiningaiiausan og gagns
lausan minnisvarða. Nei, það
skulum við ekki gera. —
1
í
....................................... .1
o:'- . - : ■' •
m *
: ;•:■
• ■ • 4
' ■
- - - :
■
■
■
®ifÍ
-
Á
, ' ■ •
V:-
W&Smm
■ ■ ■•• ■ -v .....
Aðrar stærðir. smiðaðar eftir beiðni.
GLUGGAS8VIFÐJAN
Síðumúla 12 -'Sími 38220
VIPPU - BÍLSKÚRSHURÐIN
I-keraux
Lagerstærðir miðað við múrop;
Hæð; 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270sm