Alþýðublaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. október 1970 7 s barni ærnig m úti rð — m er hægt ií, því fylgja Næsti kafli bæklingsins fjall- ar um hjálp í viðlögum og þar sem samnefnd bók er til á flest- um heimilum er nóg að benda á, að í henni eru allar þær upp lýsingar sem nota Þarf í slíkum tilfeilum. Þeir sem ekki eiga þessa bók á heimili sínu ættu ekki að láta hjá líða að útvega sér hana og kynna sér efni henn ar, því engin veit fyrirfram hvenær Iþörf gerist á að vita hvernig bregðast sknli við í ýmsvm neyðartilfellium. ‘Þá er vikið að sjúkdómum og byrjað á bin.um algengasta kvilla á smábarnaaidrinum, of- kælingu og kvefi. Það eina sem talið er að foreldrar geti gert til að fyrirbyggja þetta er að láta barnið vera eins vel und- irbúið og hægt er frá því fyrsta, m. a. með því að það venjist við smám saman að leika sér (vel.-klætt-) úti í misjöfnum veðrum og sofi ekki í mjög heit- um herbergjum. En þegar skaðinn er skeður og það er oftast begar bamið fer .að umgangast fleiri t. d. á barnaheimilum og í skóla, verð ,ur. að reyna þegar kvefið er mest, að hafa barnið heima. Það má ekki yera í kulda þá dagana en getur vel verið úti ef hiýtt er í veðri og það sækir það fast að komast út. Þá er komið að eyrnarverknium, sem getur or- sakað mikla vanlíðan og hita. Sé gefið eitthvað verkjastiilandi áð ur en læknir kem,ur, skal taka liitann fyrst. Oft gefst vel að láta barnið liggja á hitapoka. Annar fylgisiveinn kvefs er barkahóstinn, sem venjulega lýsir sér þannig að barnið vakn- ar upp um nótt, getur tæpast dregið andann og hóstar á merki lega geltandi hátt. Gufa hefur góð áhrif til að draga úr barka- hósta, og má framleiða hana með því að láta heitt vatn í fat og halda barninu undir laki yf- ir gufunni. Athuga skal að sjúk lingnum sé ekki haldið svo ná- lægt fatinu að hann brenni sig í framan. Mikilsvert ier að ítrasta hrein lætis sé gætt í sambandi við kvef og'barniní'Ji þvegið um hend ur eftir að það hefur snýtt sér. Alltaf skal nota vasakiúta . úr pappír, venjulegir v^isaklútar 'eru óhuggulegir smitberar, þeg ar bam er kvefað. Að isíffuistu er bent á að það skaðar minna að lofa litla sjúk- lingnum áð blaupa um vel- kiæddum, heldur en að reyna að halda honum í rúminu, að- eins tii þess að hann stökkvi um fáklæddcr uffl ieið og mamm- an snýr við honum baki. — ■ ■ le-'Mlpidí T6T Qppj w ■ 1 | i i VERT AÐ VITA i .; □ í nágrannalöndum okkari Noregi og Svíþjóð hefur neyzla djúpfrysts appelsínusafa auk- ízt að miklum mun, þegar fó'lk fór almennt að átta sig á því að hann er ekki aðeins svaia- ■ drykkur, heldm- ómissandi heilsugjafi, fullur af C víta- míni og inniheldur næringar- efni svo sem jám, koTVetnk kaik, fosfór dálítið af fitu og eggjiahvítu. — ■ □ Ef eggjakakan festist á pönnunni er votur klútur sett- ur undir pönnuna- kakan losn- ar auðveldlega. — i □ Smjörið fest'ist ekki við um- búðirnar ef stykkið er sett und- irr kalda kranann fyrst. — □ Ef skipta þarf um blóma- V pott undir kaktusnum má halda utanum plöntuna meff frauff- gúmí stykki — þá stingur maff- ur sig ekki í finguma og nál- amar skemmast ekki. — □' Ef barnið hefur fest tyggi- gúrrú á hárið, reyni'ð að nudda það með smjöri, þá á það að rúllast af. — l □ Naglaför á veggjum eru til lítillar prýðii. Þau má hylja með þvi aff stinga eldspýtna- bútum í holurnar effa bómull- arhnoðra sé gatið í stærra lagi. Þegar búiff er aff mála vegg- inn sést engin missmíff. — Q í norsku blaði birtist nýlega grein, skrifuð af manni að nafni Dag Agar. • Grein þessi. er rituð í léttum tón, en þó í taisverðri alvöru og er nokkurskonar varnarræða fyr ir þær konur sem ekki teljast til beirra sem hafa vaxtarlag kvikmyndadísa eða fyrirsæta. Telur herra Agar að, t.ími sé íil kominn að smékkur tízkukónga og þar með almennings breytist í þessum málum og hætti að láta sem það sé lögbrot að vera annað en skinn og bein. Telur greinarhöfundur það til háborinnar skammar, hve „ýiu- stráunum“ sé gert áberandi hærra undir höfði en 'hinum sem hafi þó enn meiri kvenleg an þokka til að bera, og segist mæla þar fyrir munn fjöTmargra kynbræðra sinna. Þær sem ,,of- boð lítið“ hafi utan á beinun- um geti t. d. ekki gengið inn í verzlun til að kaupa á sig sóma samlegan kiól. Spyrii.slíkur við skiptavinur eftir klæðisplaggi í stærðunum 44 eða 46 (giuð sé oss næstur) sé komið með ein- hverjar ólögclegar flíkur, eða að ekkert sé til í þeim stærðum. Afgreiðsluifólkið líti út eins og það ætli að líða útaf, og jafn- vel hvislist á eins og það hafi séð sirkusfíl. Vendir Agar nú sínu kvæði í kross og beinir orðum sínum að dag- og viku'blöðum, sem hrrnn telur að mættu endur- skoða afstöðu sína í þessum efnum og hælía að skrifa um hinar þrýstnu konur sem einhver sérstök fyrírbæri. í sama tón og um lífið sé að tefla linni ekki aug’lýsingum um megrunarkr'em, megrunarkex, megrunarnudd. Aiskyris kúra þar sem hinum „ólánsömu“ er lofað að þegar búið sé að hnoða þær og þæfa, gefa þeim gul- rætur og salatblöð, þá liggi leið, þeirra loksins um dyr dýrðar- innar -— inn í hjónabandið. Eftir að hafa iesið þetta, tel- ur Agar að margir muni hneyksl ast, fleiri gTeðjast. og enn aðrí.r myndu vilja þrýsia honum að brjósti sér — ef til hans næðrst, í hrifningu yfir afstöðu hans. En hver sem útkoman vcrðui’, mætti ætla að í þessu efni sem öðru væri farsælast að reyna að þræða hinn gullna meðalveg. —» 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 VELJUM ÍSLENZKT-iM\ VEUUM ÍSLENZKT-/MV VEUUM fSLENZKT-/W\ ISLENZKAN IÐNAÐ ÍSLENZKAN iÐNAÐ fSLENZKAN IÐNAÐ i ViS velium PlHliS I 1 þaS borgar slg — ■ ■ á"m" ■ ^ nintal - OFNAR H/F. Síðumúla 27 * Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.