Alþýðublaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 12
Alþýðu Uaáð 1. október RUST-BAN, RYÐVÖRN 8YÐVARNARSTÖÐIN H.F. 4rmúla 20 — Sími 81630. Nýr sendiherra Brefa á íslandi er kvænlu r ísienzkri konu: - að verða send fil íslands □ — -Það kom okkur hjón- ' unum sannarlaga á óvart, þeg- ar brezka utanríkisráðunieytið áfevað að senda okkur til ís- lands, sagði John McKenzie, , hinn nýi ambassador Bretlands á fundi með fréttamönnum i gær. Ambassadorinn kom hing- að til lands s. 1. mánudag ásamt feonu sinni, Sigriði Ólafsdóttur Kenzie, sem er borinn og barn- fæddur Reyfevíkingur. Lýstu (þau ■ ihjón mikilli á- nægju sinni með að vera komin aftur til íslands, en John Mc- Kenzie . dvaldist hér á landi á árunum 1938—1947, var hann fyrst sendifcennari við Háskóla Islands og síðar s tarfsmaður við brezka sendiráðið í Reykjavík. Tvö af- þremur böx-num þeirra hjóna eru fædd á íslandi. Hingað til lands koma hjón- in frá Calcutta á Indlandi, en áður hafa þau dválizt m. a. í Finnlandi, Búlgaríu og írak, en McKenzie h'efur starfað í brezku utanríkisþjónustunni allt frá því , hann hóf störf hjá brezíka sendi , ráðinu í Reykjavík fyrir um það 'bil 25 árum síðan. Frú Sigríður sagði í samtaí- inu við fréttamenn, að iþað væri dásamlegt að háfa átt þess kost að koma til íslands og geta nu , endurnýjað kynnin \ið land og þjóð og skoðað fagra staði.í ró og næði, staði,, sem þau bæði hjónin .hefðu svo oft hvarflað huganum til á um'liðnum árum. John McKenzie kvaðst hafa mikinn persónuiegan áhuga á menningárlegum tengsium Bret- lands og íslands, en augljóst væri, að hér hefði mikil breyt- ing átt sér stað síðan hann dva'id ist á íslandi fyrr á árum; nú væri svo að heyra, að allir skildu og töluðu ensku. Þá hefði Reykjavík augljóslega breytzt mikið að undanskildum gömlu hverfunum í miðborginni. í grennd við brezka sendiráðið. John McKenzie hefur enn ekki afh'ent trúnaðarbréf sitt, þar sem utanríkisráðherra Is- lands er erlendis á þingi Sam- einuðu þjóðanna. —• Tillaga Árna í borgarstjórn: Skipulögð aöstoð viö drykkjusjúka 0 Á borgarstjórnaríundi í dag verður m. a. tekin fyyir. svohljóð andi tillaga frá Árna Gunnars- gyni. borgarfulltrúa Ál.þýðu- fioidsins: „'Borgarstjórn samþykkir að fela félagsmálastjóra að kanna. eins Xljótt og unnt er, hvernig samræma megi störf þeirra stofn ana og íélaga í Reykjavík, sem veita aðstoð drykkjumönnum. í framhaldi af því beiti Reykja- víkurborg sér fyrir þvi. í sam- vinnu við rikið, að komið verði á fót lækningamiðstöð’ fyrir drykkjumenn, þannig að lryggt verði að þeir komist í sjúkra- hús þegar þess er þörf“. Eins og kunnugt er hafa mál- efni drykkjusjúklinga lengi ver- ið mikið vandamál á íslandi. Ým.is félög og samtök hafa lagt sig fram um að veita drykkju- mönnum nauðsynlegustu umönn un og aðstoð en sú aðstoð hef- ur verið takmörkuð við naum fjárráð þessara félaga óg sam- 5-600 starfandi í áhugaleikfélögum 1 □ Aðalfundur Bandalags leik- ' ifélaga fyriir leikárin 1968—69 1 og 1969 — 1970 var haldinn í 1 Iðnó í Reykjavík dagana 26. og ■ 27. þessa mánaðar. ■ Fulltrúar voru mættir frá mörgum félögum úr öllum landshlutum. Fundarstjóri var fcosinn Guðmundur Gunnars- son frá Leikfélagi Akureyrar. Formaður bandalagsins Birgir Stefánsson frá Leikfélagi Nes- kaupstaðar flutti skýrslu stjórn arinnar, en framkvæmdastjór- inn Sveinbjörn Jónsson skýrði reikninga bandalagsins og gaf lyfirlit um leifestarlfsemina í byggðum landsins. í bandalag- inu eru 35 leilcfélög auk 12 ungmennafélaga. Þessi leikfé- lög sýna um 40—45 verkefni á vetri hverjum og ætla má að finim til 6 hundruð manns taki þátt i þessu starfi. Þingið sam- þykkti ýmsar ályktanir um mál efni sín. Meðal ályktana þingsins er tillaga um að sett verði á stofn fastaráð til samræmingar leik- listarstarfseminnaT í landinu. Leggur B.Í.L. til að ráðið verði skipað mönnum frá Mennta- málaráðuneytinu, Þjóðleikhús- inu, B.Í.L., Leikfélagi Reykja- víkur og Ríkisútvarpinu. —■ taka. Ríki og bær hafa veitt nokkurn styrk til sUkrar stanf- semi sem hér um ræðir, en þó iivergi nærri nægan. Gerir. til- laga Árna Gunnarssonar þvi ráð fyrir því, að í fyrsta lagi beiti Reykjavíikurborg sér fyrir að samræma störf félaga og stofn- ana í borginni, sem veiti drykkju mönnum aðstoð og í öðru lagi að borgarstjórn hafi frumfevæði að sámvinnu við rfkisvaldið um að koma upp hjúkrunaraðstöðu og ilæfcningamiðstöð fyrir drykkjusjúka, en slíka lækninga miðstöð, sem opinberiir aðilar veiti forsjá, hefur lengi skort á íslandi. —• Ófafsvík: □ Um síðustiu helgi bættist 74 tonna bátur við fisfeiskipaflota Ólafsv-íkur. 'Þéissi nýi bátur er Hilmir KE 7, sem Guðlaugur Guffmundsson útgei'ðarmaður og synir hans keypfcu frá Keflavík. HiJimir muin hefja veiðar með Mcpx núna í vifeunni, en formað ur á bátnum verð.T Steiriþór Guðlaugsson. 'Guðlaugur og synir eiga annan bát, Auð’björgu SH 197, cg er hann 45 tonn að stærð. -Forma’ður á ihonum er Óttar Guðlaugsson. Annað er ekki í fréttum héðan úr Ólafs- vík í dag. — Ottó Árnason. BONN-maöui ræöirör- yggismál Evrópu □ Félögin VARÐBERG og SAMTÖK UM VESTRÆNA SAMVENNU hafa boðið hingað til lands til fyrirlestrahalda Peter Blaehstein, sem er sér- legur sendiherra vestur-þýzku samfcandsstjórnarinnar. Hann mun tala á hádegisÆundi með félagsmönnum og gestum þeirra í Leikhúskj allaranum laugardaginn 3. október. Um- ræðuefni hans er „Öryggismál Evi’ópu“. Ungur að árum sat Peter Blachstein í fangelsi nazisita og varð síðar að flýja til Norður- landa, þar sem hann dvaldist á styrjaldarárunum. Þar varð hann n'áinn vinur og samstarfs- maður Willys Brandts. Frá stríðslokum hefur hann verið stjóa'nmálamaður og blaðamað- ur í Hamborg. Hann er einn iaf forystumönnum þýzkra sósíaldemókrata og átti sæti á vestur-þýzka sambandsþinginu 1949—1968. 1968—1969 var hann sendiherra í Júgóslaviu, en síðan hefur hann verið sér- legui’ sendiheiTa Bonn- stjórn- arinnar og ferðazt víða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.