Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 Bréf til blaðsins ■ Viðvarandi tap og áframhaldandi kjaraskerðing á Fróða ■ Össurkom með fjöruga tóna panflautunnar frá Kólumbíu Stefnir í metútflutning á hrossum króna. Mest er flutt út af hrossum til Þýskalands og Svíþjóðar, en einnig til Danmerkur og Noregs, Hol- lands, Belgíu, Frakklands, Sviss, Kanada og Bandaríkjanna en í síð- astnefnda landinu er vaxandi markaður fyrir íslenska hestinn. Nú er talið að séu um 8o þúsund hross á íslandi og 40 þúsund hross erlendis af íslensku kyni. ■ Aætlað meðalverðmæti hrossa er 200 þúsund krónur. hí ýverið samþykktu starfsmenn tímaritaútgáfunnar Fróða hf. áframhaldandi launalækkun sem nemur þremur prósentum. For ráðamenn fyrirtæk- isins kynntu starfs- mönnunum stöðu þess á fundi og þar kom fram að viðvarandi tap er á rekstrinum sem þeir skýra með álagningu virðisaukaskatts á tímarit sem ríkisstjórnin ákvað að lagður skyldi á þau á síðasta ári. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Fróða, beindi þeim til- mælum til starfsmann- anna að þeir sættu sig við $ áframhaldandi launa- skerðingu. Var það sam- þykkt með yfirnæfandi meirihluta. Jafnhliða var sú ákvörðun tekin, sem kunnugt er, að hætta útgáfú Samúels, selja barnablaðið ABC og slíta samstarfinu við Náttúrulækn- ingafélagið vegna útgáfu Heilsu- verndar. í kjölfar þess hættu einhverjir starfsmenn störfum, meðal annars Jóhann Guðni Reynisson, sem var ritstjóri Heilsuverndar og ritstjórn- arfulltrúi Samúels... Það er tilbreyting að hringja í um Hross útfyrír 600 milUónir hverfisráðuneytið þessa dagana, ekki síst ef bíða þarf í símanum eftir þvx að fá samband inn á einhvern kontórinn. Tónlistin sem þá hljómar er miðamer- ískrar ættar, krydd- uð fjörlegum tónum panflautunnar. Flest fyrirtæki og stofnanir bjóða viðskiptavinum sínurn hins vegar upp á eintóna og þreyt- andi lyftutónlist. Össur Skarphéðinsson, umhverfis- ráðherra, var nýlega á ferð í Kólumbíu og berast böndin að honum í þessu máli — hann hafi keypt spólu með pantónlistinni og skellt henni í símtækið í ráðuneytinu... Allt bendir til þess að árið í ár verði metár í útflutningi hrossa og eru líkur á að alls verði flutt út um þrjú þúsund hross á árinu. Þetta er umtalsverð aukning frá því í fyrra en þá var einnig metár með 2500 útflutt hross. Áætlað er að meðalverð út- fluttra hrossa sé um 200 þúsund krónur og er heildarútflutnings- verðmæti því um 600 milljónir Á fundi byggingarnefndar Reykjavíkurborgar á fimmtudaginn verður fjallað um deilur eldri borg- aranna í Breiðabliki, fjölbýlishús- inu við Efstaleiti 10-14, að sögn Magnúsar Sædal, byggingarfull- trúa. Niðurstöðu nefndarinnar er beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda logar húsið stafna á milli í ill- deilum. Fyrir nefndinni liggur beiðni meirihluta stjórnar húsfélagsins um leyfi til breytinga á sameign sem þegar hafa verð framkvæmdar. Einn íbúa hússins, Bent Scheving Thorsteinsson, krefst hins vegar að sameigninni verði breytt til fyrra horfs samkvæmt samþykktum teikningum. Deilurnar standa, sem kunnugt er, annars vegar milli stjórnar hús- félagsins með formanninn, Pál Ás- geir Tryggvason sendiherra, í broddi fylkingar og Bents Sche- vings hins vegar. Stjórnin stendur að baki Páli Asgeiri en flestir íbú- anna skipa hinn þögla meirihluta sem vill sem minnst skipta sér af krytunum sem staðið hafa árum saman um hvort setustofiinni hafi Nýlega var þessi veggur settur upp til að stúka endanlega af setustofuna í húsinu. Áður var þetta rými hluti gangs milli íbúðar Bents Schevings og útidyranna. Hann vill fá vegginn rifinn niður og annan gegnt honum. Byggingarnefnd fjallar um það mál á fimmtudaginn. verið breytt í ölstofu þar sem menn sitji að sumbli kvöld eftir kvöld, eins og Bent heldur fram. Hann tel- ur að íbúð hans hafi ólöglega verið lokuð af frá anddyrinu og barað- staðan í setustofunni hafi rýrt verð- gildi eignar hans, auk ónæðis sem hann telur sig verða fyrir. Bent stendur ekki einn í deilum sínum við stjórnina. Hörður Þorleifsson, augnlæknir, skrifaði stjórninni bréf fyrir nokkrum dögum þar sem hann mótmælti síðustu breyting- um á sameigninni og sagði þær ekki til þess fallnar að ná sáttum í hús- inu. Emmanúel Morthens skipar sér einnig í flokk með Bent. Hann lítur svo á að deilan snúist um hvort meirihlutinn hafi rétt til að kúga minnihlutann. En stjórnin segir ekki líðandi að einn maður kúgi meirihlutann. Inn í þetta fléttast málaferli sem þremenningarnir höfðuðu til að koma í veg fyrir sölu húsvarðar- íbúðar og annarrar ætlaðri hjúkr- unarkonu sem meirihluti íbúanna hafði samþykkt. Úrskurður féll þeim í vil fyrir Héraðsdómi en stjórnin áffýjaði málinu til Hæsta- réttar. í frétt MORGUNPÓSTSINS í síð- ustu viku kom fram að sáttaumleit- anir fóru út um þúfur í sumar þeg- ar í ljós kom að Árni Gestsson, kaupsýslumaður, og Vilhjálmur Árnason, hæstaréttarlögmaður, sem ætlað var að leita sátta, voru ósammála um leiðir. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Árni hafi sýnt sjónarmiðum Bents Schevings skilning en Vilhjálmur hafi viljað setja honum þau skilyrði að hann félli frá málshöfðuninni, þá fyrst væri hægt að koma til móts við hann í öðrum deilumálum. @Millifyrirsögn:“AIlt annað en huggulegt að standa í eilífum úti- stöðum“ Blaðamaður hitti formann hús- stjórnarinnar, Pál Ásgeir, að máli í Breiðabliki. Hann var spurður hvort verið væri að leggja Bent í einelti, eins og hann hefur haldið fram. „Þetta er að snúa hlutunum við. Við höfum aldrei meinað honum að ganga hér um setustofuna. En við höfum óskað eftir því að fá að nota hana óáreittir þegar eitthvað er um að vera hjá okkur.“ Hefur komið til álita að óska eftir því við Bent að hannflytji út? „Ekki ennþá. En maður veit ekki hvað gerist ef hann heldur uppi sí- endurteknum árásum og leiðind- um í húsinu. Við erum gamalt fólk sem komum okkur hér fyrir til að hafa það huggulegt síðustu æviárin. Páll Ásgeir Tryggvason, formaður hússtjórnar. „Við erum gamalt fólk sem kom- um okkur hér fyrir til að hafa það huggulegt síðustu æviárin. Það er allt annað en huggulegt að standa í eilífum útistöðum." Það er allt annað en huggulegt að standa í eilífum útistöðum. Mönn- um finnst afskaplega skrýtið að Bent getur ekki tekið þátt í neinu sem hér fer fram. Hann er löngu hættur að mæta á aðalfundi og sendir alltaf lögmann sinn fyrir sig.“ Sérðufram á að deilurnar leysist? „Ég veit það ekki.“ Kemur til greina að fá einhvern utanaðkomandi til að miðla málum? „Ég efast um það. Það er eins og Bent noti hvert einasta tækifæri til að efna til andmæla.“ Páll Ásgeir segir að vissulega hafi þessi deila haft áhrifá andann í hús- inu en er þetta stríð? „Nei, en það keyrði allt um koll þegar Bent fór í mál við okkur við þriðja mann vegna sölu á tveimur íbúðum sem ætlaðar voru húsverði og hjúkrunarkonu. Málaferlin hafa kostað húsfélagið hálfa milljón og eiga eftir að kosta okkur meira.“ Haft var samband við Bent Sche- ving en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. -SG I setustofunni er að finna þennan bjórkrana sem er Bent Scheving Thorsteinssyni mikill þyrnir í aug- um. Hann segir baraðstöðu í setustofunni valda honum ónæði og rýra verðgildi eignar hans. Opið bréf til heilbrigðis- og íjármálaráðherra Dagpeningar eða dagpeningar Fimmtudaginn 6. október síðast- liðinn kom fram frétt í Morgun- blaðinu af ársfundi Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að þjóðin greiddi ráðherrum sínum dagpeninga, rúmar 15.000 krónur á dag, og ráðherrafrúm 7.640 krónur á dag, fyrir utan fargjöld og hótel- kostnað. Meðal þeirra sem fóru þessa ferð var heilbrigðisráðherra, sem alltaf er að skera niður útgjöld til sjúkra og þeirra sem minna mega sín. Úndirritaða langar til að benda heilbrigðisráðherra á að eflaust er dýrara að vera sjúklingur á Islandi en ráðherra á fundi í Madrid. Hvers vegna eru dagpeningar sjúkra á íslandi 500 krónur á dag þegar ráðherra úthlutar sér rúmar 15.000 krónur á dag? Undirrituð vill benda á eigið dæmi: Undirrituð þurfti að sækja um sjúkradagpeninga vegna slyss, eftir að greiðslum úr sjúkrasjóði míns stéttarfélags lauk. Ér ég fékk sjúkradagpeninga greidda fannst mér það ekki ná 500 krónum pr. dag, svo ég gerði fyrirspurn sem ég fékk mjög greinargóð svör við. Undirritaðri var góðfúslega bent á að vegna ekkjulífeyris, sem mér væru greiddir frá Tryggingastofnun ríkisins, fengi ég skerta dagpeninga. Ef undirrituð hefði ekki verið ekkja, sem sagt haft fyrirvinnu, þá hefði ég fengið óskerta sjúkradag- peninga. Ekki er gert ráð fyrir í lög- um að ekkjur geti slasast eða orðið veikar. (Undirrituð vill taka fram að á meðan ég stundaði fulla vinnu var ekkjulífeyrir ekki skertur.) Dagpeningar 15 þúsund krónur- Ekkia Ekkja má ekki fá greidda ekkju- lífeyri og sjúkradagpeninga sam- tímis = ekki vera á tvennum laun- um frá Tryggingastofnun. Þannig eru lögin, ráðherra, betur væri ef slík lög væru til vegna embættis- manna ríkisins, að þeir tækju að- eins ein laun vegna starfa sinna. Vinsamlega takið dagpeninga- mál til endurskoðunar og hafið jafnréttið að leiðarljósi. Það er okk- ar sameiginlegi sjóður sem um er að ræða. Með vinsemd og von um skilning, Björg Stefánsdóttir 010539-4479 Ibúar í Breiðabliki bíða úrskurðar byggingarnefndar Reykjavíkurborgar vegna deilnanna um breytingar á sameigninni AIK annað en huggu legt að standa í eilffum deilum segir PállÁsgeir Tryggvason, foimaður hússtjómar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.