Helgarpósturinn - 13.10.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
7
Dögg Pálsdóttir var 1985-1986 við nám á launum frá heilbrigðisráðuneytinu. Engar reglur voru til
á þeim tíma um hverjir fengju að fara í launuð námsleyfi eða hve lengi. Það var alfarið metið af
yfirmönnum viðkomandi ráðuneytis. Faðir Daggar er Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
í heilbrigðisráðuneytinu.
„Námsleyfi er ekki réttur
samkvæmt kjarasamningi“
Segir Birgir Bjöm Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR ^
Feðginin Páll Sigurðsson og Dögg Pálsdóttir eru umsvifamikil innan heilbrigðisráðuneytisins. Hann er ráðuneytisstjóri og hún skrifstofustjóri.
Hér eru þau á fundi í ráðuneytinu í ráðherratíð Guðmundar Árna Stefánssonar. Frá vinstri Páll, Margrét Tómasdóttir, Guðmundur Árni og Dögg.
„Þú munt fá staðfestingu á því að
námsleyfi mitt og launagreiðslur
sem ég fékk eru hundrað prósent í
samræmi við reglur starfsmanna-
skrifstofunnar,“ segir Dögg Páls-
dóttir, dóttir Páls Sigurðssonar,
ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu-
neytinu, en eins og MORGUNPÓST-
URINN hefur greint frá þáði hún
laun frá heilbrigðisráðuneytinu í
eitt ár á meðan hún var við nám í
Bandaríkjunum.
Birgir Björn Sigurjónsson,
hagfræðingur og framkvæmda-
stjóri BHMR, sem stéttarfélag
Daggar heyrir undir, segir hins veg-
ar að nefnd sem hafi átt að koma
með tillögur um fyrirkomulag og
reglur um námsleyfi ríkisstarfs-
manna hafi aldrei verið skipuð
heldur hafi yfirmenn ráðuneyta
samið við starfsmenn um hvernig
námsleyfum yrði háttað. Enn frem-
ur segir Birgir að hann viti ekki til
þess að reglur um laun í námsleyf-
um hafi verið ákveðnar í samráði
við stéttarfélagið.
„Ég kannast alls ekki við að nein
regla hafi verið búin til í samráði
við félagið um launagreiðslur í
námsleyfum, hvorki skrifleg né
munnleg. Sá háttur hefur hins veg-
ar verið hafður á að þegar viðkom-
andi ráðuneyti eða stofnun hefur
fallist á ósk starfsmanns um náms-
leyfi, hafa viðkomandi yfirmenn
samið við starfsmanninn um
hvernig staðið yrði að því.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Birgi Guðjónssyni, skrifstofu-
stjóra starfsmannaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins, var á árum áður
stuðst við óskrifaða reglu um
launagreiðslur í námsleyfum en
hann bendir á að þar hafi engar
aðrar reglur verið að finna um
námsleyfi. Til að mynda hafi ekkert
verið um það hvenær starfsmenn
ráðuneyta haft átt að fá námsleyfi
eða hve lengi þau hafi átt að standa.
Það hafi yfirmenn ráðuneytanna al-
farið metið sjálfir.
Greiðslan fyrir þýð-
inguna ekki gefin upp
í síðasta tölublaði MORGUN-
PÓSTSINS er greint frá því að Dögg
hafi verið á launum frá heilbrigðis-
ráðuneytinu um eins árs skeið þeg-
ar hún var við nám í Bandaríkjun-
um. Eins og sagði í frétt blaðsins
hóf Dögg nám þar í landi um miðj-
an ágúst 1985 en tæplega mánuði
síðar, þann 11. september, var stað-
fest með bréfi innan ráðuneytisins
að hún yrði á launum meðan á
námi hennar stæði. Undir það bréf
ritaði Jón Ingimarsson, þáverandi
skrifstofústjóri ráðuneytisins, und-
irmaður og staðgengilí Páls, föður
Daggar. Á námstíma sínum var
Dögg jafnframt á styrk til náms frá
Alþjóða heilbrigðisstofnuninni sem
starfsmaður heilbrigðisráðuneytis-
ins hafði beitt sér fyrir að hún fengi.
Dögg vildi í gær ekki gefa upp hvað
þessi styrkur hefði verið hár.
Launakjör Daggar á námstíman-
um voru á þá leið að hún var á full-
um deildarstjóralaunum í þrjá og
hálfan mánuð 1985, frá 15. ágúst til
30. nóvember. En í átta og hálfan
mánuð, frá 1. desember til 15. ágúst
1986, fékk hún 60 prósent af laun-
um deildarstjóra. Dögg fullyrðir að
annar starfsmaður ráðuneytisins
hafi rúmlega áratug á undan henni
farið í sambærilegt námsleyfi og
hún hafi farið í, og segir að sama
regla hafi gilt fyrir hann. Hún ítrek-
ar að það hafi verið fullkomlega
eðlilegt fyrirkomulag á námsleyfi
hennar.
„Ég fékk 60 prósent laun eins og
reglur starfmannaskrifstofunnar
kváðu á um en í þrjá og hálfan
mánuð fékk ég 40 prósent umfram
það, á meðan ég var að skrifa þessa
skýrslu sem ég hafði tekið að mér
að gera fyrir ráðuneytið.“
Skýrsla þessi var liður af námi
Daggar í Bandaríkjunum. í frétt
blaðsins á mánudag sagði að ráðu-
neytið hefði keypt skýrsluna af
Dögg en þar er um ónákvæmni að
ræða, því hún fékk laun fyrir að
þýða hana af ensku yfir á íslensku.
Dögg segist ekki geta á þessari
stundu látið það uppi hvað hún
fékk greitt fyrir þýðinguna.
„Ég er ekki búin að fletta því upp,
en það verður gert. Ráðherra mun
fá þær upplýsingar og hann mun
ákveða hvort þeim verður dreift."
Samkomulag um
hvernig náms-
leyfinu var háttað
Þann 20. maí 1985 féli kjaradóm-
ur um sérkjarasamning fjármála-
ráðherra og Stéttarfélags lögfræð-
inga í ríkisþjónustu, en undir þann
samning féllu kjör Daggar á þessum
tíma. Ákvæði um „viðhaldsmennt-
un“ í samningum eru mjög lausleg:
Þeir starfsmenn, sem starfs síns
vegna hafa á því sérstaka þörf, skulu
eftir föngum eiga kost á því að taka
þátt í námskeiðum og annars konar
menntun til að halda við og auka
starfsþekkingu sína, enda séu satnn-
ingsaðilar sammála um það hverju
sinni.
I samningnum er kveðið á um að
nefnd verði sett á fót, skipuð einum
fulltrúa hvors samningsaðila, til
þess að gera tillögur um fyrirkomu-
lag og reglur í þeim málum sem
lúta að viðhaldsmenntun. Sú nefnd
var hins vegar aldrei skipuð heldur
var yfirmönnum ráðuneytanna lát-
ið eftir að meta það sjálfir hvernig
staðið væri að námsleyfum starfs-
manna. Eða eins og Birgir Björn
Sigurjónsson orðar þetta:
„I þessum tiltekna kjarasamningi
lögfræðinga í ríkisþjónustu eru
ákvæðin á þá leið að vinnuveitand-
anum er það algerlega í sjálfsvald
sett hvort hann veiti námsleyfi eða
ekki, og ef hann veitir leyfið, hvað
það stendur lengi og hvað hann
borgar háan hluta launa á meðan á
því stendur. Þetta er í raun og veru
galopið í þessu tilfelli og samkomu-
lagsatriði milli viðkomandi starfs-
manns og yfirmanns hans. Það eru
hins vegar til samningar ýmissa
annarra félaga innan BHMR þar
sem eru skýrar reglur um iengd
námsleyfis, laun, ferðakostnað og
dagpeninga á meðan námsleyfi
stendur. Eg vil taka það fram að
námsleyfi er ekki réttur samkvæmt
kjarasamningi heldur heimildar-
ákvæði. Það er að segja, starfsmað-
ur getur óskað eftir slíku leyfi en
það er algerlega háð vilja yfirmanna
viðkomandi ráðuneyta eða stoíh-
ana hvort hann fái það nokkurn
tímann.“
Er fótur fyrir námsleyfi, eins og
um er að ræða í þessu tilfelli, í
kjarasamningnum frá 1985?
„Ég tel að ekki hafi verið fylgt eft-
ir formreglum kjarasamníngsins
um hvernig átti að gera þetta. Þar
með má gera ráð fyrir að það hafi
verið ráðningarsamningsatriði
milli starfsmannsins og vinnuveit-
andans hvernig átti að hátta náms-
leyfinu.“
í þessu sambandi ítrekar Birgir
að starfsmenn BHMR fýlgist fyrst
og fremst með því að lágmarks
ákvæði kjarasamninga séu haldin
og það sé ekki þeirra mál þó eitt-
hvað meira sé gert.
Aðspurður hvort það sé ekki
ótækt að ekki hafi verið skipað í
nefnd til að íjalla unt námsleyfi,
eins og kveðið er á um í kjarasamn-
ingum, svarar Birgir að svo sé ekki.
„Það eru einungis örfá tilvik til
staðar um námsleyfi ríkisstarfs-
manna að eigin ósk, og ég tel að
þetta sé ékki stórt ágreiningsatriði
milli stéttarfélaganna og viðsemj-
enda þeirra.“ Birgir Guðjónsson,
skrifstofustjóri starfsmannaskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins, tekur
undir það með nafna sínum að það
sé ekki algengt að starfsmenn ráðu-
neytanna fari í launuð námsleyfi.
„Eftir næstum því aldarfjórð-
ungsdvöl mína hér í stjórnarráðinu
þekki ég dæmi þess, en ég get ekki
sagt að það sé almennt.“
Hætti tæplega þremur
árum áðuren Dögg kom
I Morgunblaðinu á þriðjudag seg-
ir Dögg að það sé ekki rétt að deild-
arstjórastaða í alþjóða- og lögfræði-
deild hafi verið búin til fyrir sig.
Orðrétt segir hún: „Þegar ég sneri
heim eftir tveggja ára dvöl vestan-
hafs hafði Almar Grímsson deild-
arstjóri, sem fór með alþjóðamál,
nýverið hætt störfum í ráðuneyt-
inú. Það þótti eðlileg skipan mála
að ég tæki við þeirn málaflokki, auk
lögfræðilegra verkefna í ráðuneyt-
inu og sá sem leysti mig af í öldrun-
armálunum héldi áfram með þau
verkefni." Þegar blaðamaður
MORGUNPÓSTSINS hafði sambandi
við Almar kom í ljós að þarna fer
Dögg ekki að öllu leyti með rétt mál
því Almar var hættur störfum fyrir
ráðuneytið töluvert áður en Dögg
sneri heim.
Almar hóf störf í heilbrigðis-
ráðuneytinu 1982. Ári seinna tók
hann sæti í stjórn Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar. Norður-
löndin skiptast á um að eiga full-
trúa þar og situr fulltrúi hvers lands
að jafnaði eitt kjörtímabil sem er
þrjú ár. Að sögn Almars snerist
verulegur hluti starfs hans í heil-
brigðisráðuneytinu um þessa
stjórnarsetu.
„Ég sá um alþjóðaheilbrigðismál
í ráðuneytinu en inn í því starfi var
stjórnarseta hjá Alþjóða heilbrigð-
isstofnuninni sem var verulegur
hluti starfsins. Ég gegndi starfi hjá
heilbrigðisráðuneytinu sem fastur
starfsmaður fram til áramótanna
1984-1985. Eftir það var ég í hluta-
starfi hjá ráðuneytinu þar til kjör-
tímabil mitt í stjórn Álþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar rann út
1986.“
Almar segir að erfitt sé að meta
hversu viðamikið þetta hlutastarf,
sem hann ítrekar að hafi eingöngu
verið bundið við Alþjóða heilbrigð-
isstofnunina, hafi verið en hann
segir það þó ekki hafa náð hálfri
stöðu. Fram til ársins 1989 fór Al-
mar á vegum ráðuneytisins á nokk-
ur þing Alþjóða heilbrigðisstofnun-
arinnar. Það var hins vegar ekki
launað starf heldur fékk hann ein-
göngu ferðakostnað greiddan.
Dögg Pálsdóttir tók ekki við
stjórnarsæti Almars hjá Alþjóða
heilbrigðisstofnuninni. Stjórnar-
kjörið var persónubundið og í
næsta kjöri tók sæti hans fulltrúi
Svíþjóðar.
Þegar þetta var borið undir Dögg
segir hún að það geti verið að hana
hafi misminnt ártalið sem Almar
hafi látið af störfum.
Staðreyndin er hins vegar sú að
Almar hafði ekki „nýverið“ hætt
störfum þegar Dögg sneri heim um
mitt sumar 1987. Hann hætti sem
fastur starfsmaður í ráðuneytinu
um það bil tveimur og hálfu ári áð-
ur en Dögg sneri þangað aftur til
starfa, eða rúmlega hálfu ári áður
en hún fór í námsleyfið til Banda-
ríkjanna.
Þetta þýðir að í rúmlega tvö og
hálft ár var enginn deildarstjóra-
staða fyrir hendi í alþjóðamálum
innan heilbrigðisráðuneytisins.
Þegar Dögg sneri heim varð aítur á
móti til deildin undir nafninu al-
þjóða- og lögfræðideild.
Jón Kaldal
Yfirmenn ráðuneyta mega senda starfsmenn sína
í eins löng námsleyfi á launum og þeim sýnist
í kjarasamningi lögfræðinga í
ríkisþjónustu frá 1985 eru ákvæði
um viðhaldsmenntun þeirra ákaf-
lega laus í reipum, eins og kemur
fram í greininni hér að ofan. Ekki
er kveðið á um eftir hve langan
starfstíma starfsmenn megi óska
heimildar fyrir námsleyfi og ekkert
er sagt um hve lengi þessi leyfi
skuli vera. I samningnum er sagt
að skipa eigi nefnd, sem átti meðal
annars að gera tillögu um fyrir-
komulag og reglur um þessi atriði.
Þessi nefnd var aldrei skipuð.
I kjarasamningi háskólamennt-
aðra starfsmanna stjórnarráðsins,
en það var nýtt féíag sem fyrr-
greindir lögfræðingar voru hluti af,
frá því 1987, hafa þessi atriði verið
iagfærð að ákveðnu leyti. Klásúlan
um framhaldsnám starfsmanna
hljóðar þar á þessa leið:
Eftir fjögurra ára starf í þjónustu
ríkisins er heimilt að veita háskóla-
menntuðum starfsmönnum stjóm-
arráðsins leyfi til framhaldsnáms er-
lendis í grein er nýtist í starfi þeirra,
alltað2 mánuði á 6 árafresti á fóst-
um launutn skv. gr. 1.1.1, og skal
ferða- og dvalarkostnaðtir þá
greiddur eftir mati, þó þannig að að
minnsta kosti þriðjungur af dvalar-
tímanutu yrði greiddur með þjálf-
unardagpcningum. Heimilt er að
veita lengri eða skemmri námsleyft á
lengra eða skcmmra árabili.
Eins og í fyrrnefnda samningn-
um, er kveðið á um að nefnd verði
skipuð til að gera tillögur um fyrir-
komulag og reglur um þessi mál.
En eins og fyrr var aldrei nein
nefnd skipuð. Þannig hafa þessi
mál alfarið verið á könnu yfir-
manna ráðuneytanna. Lokamáls-
grein klásúlunnar hér að ofan
heimilar auk þess yfirmönnum
ráðuneytanna að senda menn í
eins löng námsleyfi á fullum laun-
um og þeim sjálfum sýnist. ■