Helgarpósturinn - 13.10.1994, Page 9
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
9
Nú á haustdögum senda frændur vorir danir kaldan hroll niður íslensk bök
með spennutryllinum Næturvörðurinn sem er ein aðsóknarmesta mynd
Norðurlanda í áraraðir. Þessi magnaði þriller segir frá Martin sem er svo
óheppinn að gerast næturvörður í líkhúsi á kolröngum tíma þegar
f]öldamorðingi og náriðill gengur laus.
Sýnd í Háskólabíói.
DUX-þaðbesta
semþúgeturgert
jyrirbakið
Bakið er ekki að drepa þig - það er líklega dýnan!
DUX rúmdýnan - einstök og frábær hönnun.
DUX dýnan er mjúk og lagar sig fullkomlega
að líkama þínum.
Þú liggur ekki á henni - hún umvefur þig.
Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt.
10% staðgreiðsluafsláttur á takmörkuðu magni.
DUX
A harðri dýnu liggur
hryggsúlan í sveig
Á DUX-dýnu liggur
hryggsúlan bein
GEGNUM GLERIÐ
Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sím|: 689950
Heilahimnubólga:
Þrír látnir á árinu
Dauðsföll afvöldum heilahimnubólgu eru nú orðin þrjú, en alls hafa komið upp
25 titfelliþað sem aferárinu.
„Þetta hefur gengið í bylgjum,
var mest í ágúst og íyrri hluta sept-
ember,11 segir Matthías Halldórs-
son, aðstoðarlandlæknir. „Þetta
virtist vera í rénum, en síðan hafa
komið upp tvö tilfelli. Ég held að
það sé varla hægt að tala um farald-
ur í þessu sambandi, að vísu hafa
komið upp eitthvað fleiri tilfelli en í
meðalári, en þetta er auðvitað
spurning um, hvernig menn vilja
skilgreina faraldur.“ Flest tilfelli
voru skráð árið 1976, eða 82, þar af
létust 6. „í gegnum árin hefur dán-
artíðnin verið um það bil 10 pró-
sent, en það er meira og minna til-
viljunum háð, hversu margir látast
af völdum heilahimnubólgu á ári
hverju, þetta byggist fyrst og fremst
á því hversu fljótt menn komast
undir læknishendur og greinast
með sjúkdóminn. Þessi tilfelli, sem
hafa verið að koma upp núna eru
flest af völdum bakteríunnar men-
ingococcal, og það er ekki hægt að
grípa til fjöldabólusetningar vegna
hennar. Það er að vísu til bóluefni
gegn henni, en það er stuttvirkt efni
og hefur ýmsar aukaverkanir í för
með sér. Því er aðeins hægt að
beita, ef faraldur brýst út á mjög af-
mörkuðu svæði,“ segir Matthías.
Nú í vikunni lést Lárus Jakobs-
son, framkvæmdastjóri Knatt-
spyrnuráðs Vestmannaeyja, og var
dánarorsökin gefin upp sem heila-
himnubólga. Fyrstu rannsóknir
hafa leitt í ljós að í þessu tilfelli var
ekki um smitandi heilahimnubólgu
að ræða. „Þetta er einstakt tilfelli og
ekki í neinu samhengi við hin. Ég
get ekki farið út í nein smáatriði í
þessu sambandi, en það er alveg
Ijóst að þetta dauðsfall á ekki heima
í neinni statistík yfir dauðsföll af
völdum heilahimnubólgu. Þetta er
allt annað mál.“
Kristín Jónsdóttir, læknir á
sýklarannsóknadeild Landspítal-
ans, segir vafasamt að tala um far-
aldur á þessu stigi, þó um nokkra
aukningu hafi verið að ræða. Sú
bylgja, sem gekk yfir seinni hluta
sumars virðist gengin yfir að mestu.
„Síðan 16. september hafa aðeins
greinst tvö tilfelli heilahimnubólgu
af völdum meningococcal, þannig
að ég held að það sé alveg ljóst að
þetta er ekkert að aukast aftur í bili
að minnsta kosti. En nú eru skólar
að byrja aftur og því ekki að vita
hvað gerist, það varð töluverð
aukning á þessum tíma í fyrra,
þannig að það er aldrei of varlega
farið. Annað tilfellið kom upp 30.
september og hitt þann 7. október.
Annað tilfellanna, sem upp komu í
Vík í Mýrdal er ekki inn í þessum
tölum, það er ógreint ennþá. Við
höfurn náð mjög góðum árangri í
bólusetningu við haeomophilus b-
sýkingu, sem var algengasta orsök
heilahimnubólgu í börnum fyrir
nokkrum árum, en það er ekki
unnt að fjöldabólusetja við men-
ingococcal-sýkingunni, sem er sú
eina, sem gengur í faröldrum. Það
eru hins vegar til margar bakteríur,
sem geta valdið heilahimnubólgu,
en þær eru mun sjaldgæfari en
þessar tvær og ganga aldrei í far-
öldrum.“
Kristín sagði mjög ólíklegt að
andlát Lárusar Jakobssonar tengd-
ist meningococcal-sýkingu. „Hér er
um einangrað tilfelli að ræða, sem
ekki má setja í flokk með hinum.
Eins og ég sagði, þá getur fólk feng-
ið heilahimnu- og heilabólgu af
ýmsum orsökum, og það koma yf-
irleitt upp þetta 4-6 tilfelli af heila-
himnubólgu á ári, sem ekki eru af
völdum meningococcal-sýkingar.
Sjúkdómssaga þessa manns bendir
eindregið til þess, að ekki hafi verið
um slíka sýkingu að ræða í hans til-
felli. Ég get ekki sagt um það á þess-
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hélt partý til heiðurs
þjóðlagasöngvaranum Dono-
van í embættisbústað sínum á
Þingvöllum um síðustu helgi.
Hrafn Gunnlaugsson stóð fyr-
ir komu söngvarans til lands-
ins en Veisluþjónusta ríkisins
sá um veisluna sem
mun hafa verið hin
glæsilegasta.
Herma fregnir að
Kristján Jó-
hannsson hafi tek-
ið lagið í veislunni
en auk hans var þar fjöldi
góðra gesta. Bubbi Morthens
er gamall aðdáandi Donovans
Og spurði MORGUNPÓSTURINN
hann hvort honum hafi verið
boðið í veisluna. „Nei, svo fínn
pappír er ég ekki,“ sagði hann.
„Þótt við Donovan höfum náð
vel saman og haft fín samskipti
vissi ég ekki af veislunni. Mér
var heldur ekki kunnugt um
þennan áhuga
Davlðs á
þjóðlagatón-
list. Ég hef
aldrei séð
hann á tón-
lcikum hjá
mér...“
V eiðimenn
Allt í rjúpuna
Rjúpnaskot í úrvali
34g-42g
Verð frá kr. 750
Baikal tvíhleypur og
y/fe? einhleypur.
^ CBC einhleypur 3"
BRNO tvíhleypur
E Rizzini tvíhleypur
Bakpokar í rjúpnaveiði
Verð frá kr. 3.690
Legghlífar
Skotvettlingar, húfur hettur
og göngujakkar
Rjúpna-gönguskór
Verð frá kr. 7.900-12.400
Laugavegi 178,
símar 16770 - 814455
Matthías Halldórsson
aðstoðarlandlæknir
„Það er meira og minna
tilviljunum háð, hversu
margir látast af völdum
heilahimnubólgu á ári
hverju, þetta byggist
fyrst og fremst á því
hversu fljótt menn kom-
ast undir læknishendur
og greinast með sjúk-
dóminn.“
ari stundu uni hvað var
að ræða í þessu tilfelli,
það á væntanlega eítir að
koma í ljós,“ sagði Kristín
að lokum.
-ÆÖJ