Helgarpósturinn - 13.10.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
Útgefandi
Ritstjórar
Frétttastjóri
Framkvæmdastjóri
Markaðsstjóri
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Þórarinn Stefánsson
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð f lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Upplýsingar og
engar refjar!
Uppljóstranir fjölmiðla síðustu vikurnar um margs konar sið-
leysi, sem viðgengst í opinberri stjórnsýslu hér á landi, sýnir í
hnotskurn knýjandi þörf á skýrri lagasetningu um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda. Slík lög eru fýrir hendi í öllum siðmenntuðum
löndum og víðast hvar er grunnhugsunin sú, að stjórnvöldum er
almennt skylt að veita til dæmis fjölmiðlum allar umbeðnar upp-
lýsingar varðandi stjórnsýslu og meðferð almannafjár, og þurfa að
rökstyðja það sérstaklega ef slíkri beiðni er hafnað.
Hér á landi er þessu þveröfugt farið. Sumir ráðherrar og ýmsir
smákóngar í kerfinu virðast líta á embætti sín og stofnanir sem
einka- eða fjölskyldufýrirtæki, sem þeir geti ráðskast með út og
suður án þess að standa standa skil á ráðslagi sínu fyrir einum né
neinum. Þeir hafa fyrir löngu gleymt þeirri grundvallarstaðreynd,
að þeir eru þjónar almennings en ekki herrar.
Það væri hægt að rekja mörg kúnstug dæmi frá samskiptum fjöl-
miðlamanna og embættismanna síðustu vikurnar. Litlir karlar í
litlum kanselíkompum svara út í hött og snúa upp á sig þegar óskað
er eftir einföldustu upplýsingum. Nokkur algeng svör: „Ég nenni
nú ekkert að tala um þetta“, — „fólki kemur þetta ekkert við“, -
„ég sé ekki ástæðu til að svara svona asnalegri spurningu", og þar
fram eftir götunum.
Það skal tekið frarn, að flestir ráðherranna eru mun skárri að
þessu leyti en embættismennirnir, enda eiga þeir annars konar
hagsmuna að gæta og þurfa að standa skil á gerðum sínum gagn-
vart almenningi. Vandinn er hins vegar sá, að sumir ráðherranna
virðast ráða ákaflega litlu í sínum ráðuneytum, eða kannski vilja
það ekki. Sum ráðuneytin virðast þannig með einhverjum undar-
legum hætti eiga sér sjálfstætt líf, — utan og ofan við vilja viðkom-
andi ráðherra og rétt almennings til upplýsinga. Embættismenn-
irnir vita sem er, að ráðherrarnir koma og fara, en þeir sjálfir sitja
sem fastast, hvað sem tautar og raular. Ýmsar ákvarðanir, sem
snerta kjör embættismannanna sjálfra, koma aldrei fyrir augu ráð-
herra, eins og komið hefur fram hjá Guðmundi Bjarnasyni, fyrrum
heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Hér er til dæmis um að ræða
ferðakostnað og dagpeninga, en árlegur kostnaður ríkisins vegna
utanlandsferða opinberra starfsmanna nemur um 1.500 milljónum
króna á ári. Þetta kostar nærri 25 þúsund krónur á hverja fjögurra
manna fjölskyldu í landinu. Fréttamaður Stöðvar 2 reiknaði út, að
opinberir starfsmenn hefðu verið um 24.000 daga í útlöndum árið
1992. Eða nærri 70 manns á hverjum degi allan ársins hring! Og hér
eru þá væntanlega ótaldir þeir starfsmenn íslenska ríkisins, sem
hafa fast aðsetur erlendis. Nú kann þetta allt að vera bráðnauðsyn-
legt, — að minnsta kosti segir fjármálaráðherra að þetta geti bara
aukist. Það skal látið liggja liggja milli hluta að sinni.
Aðalatriði málsins er, að hér skortir skýrar reglur um aðgengi
fjölmiðla, og þar með almennings, að upplýsingum úr stjórnkerf-
inu. Það er óþolandi að það sé undir geðþótta einstakra embættis-
manna komið hvaða upplýsingar þeir veita, hverjum og hvenær.
Til að fjölmiðlar geti gegnt að gagni því aðhaldshlutverki gagnvart
stjórnvöldum, sem þeim er ætlað, að minnsta kosti á Vesturlönd-
um, er nauðsynlegt að réttur þeirra til upplýsinga sé skilgreindur og
ótvíræður.
Alþingi hefur verið að bögglast með þessa lagasetningu árangurs-
laust í áratugi. Forsætisráðherra skipaði fyrir tveimur árum nefnd
til að semja frumvörp um stjórnsýslulög og upplýsingaskyldu
stjórnvalda. Fyrra verkefninu er lokið með ágætum, og hér með er
skorað á forsætisráðherra að láta nefndina ljúka hinu síðara strax,
þannig að lögin fáist afgreidd á yfirstandandi þingi.
Páll Magnússon
mmMorgun j \
Postunnn
Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, simi 2 22 11
Beinir símar eftir lokun skiptiborös:
Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999
Símbréf ritstjórnar 22243 - Simbréf auglýsingadeildar 22241 - Simbréf afgreiöslu 22311
Enda veit enginn annar
hvar þau em
„Enginn annar en ég
getur lamið börnin
mín. “
Halim Al
kaupmaður
Skjlningur er allt sem þarf
„Ég hefekkert að fela en skil þessa
tortryggni. “
Ólafur G. Einarsson laumupúki
— Og svo er hún bara étin!
„Þaðþarf að hugsa um
spœgipylsuna eins og barn í
vöggu til þess að hún verði
eins og best verður á kosið.
Óskar Erlendsson
spægipylsu-
sérfræðingur
Er þetta ekki að hætta
í miðju kafi?
„Ég er búinn að vera lengi á þingi,
eða í 27 ár, og held að það sé tíma-
bœrt að hcetta. “
Pálmi Jónsson alþingismaður
u
Auðsöfnun ogfátœkt
Þessarfórnir launafólks hafa skilað sér í
bœttri afkomu ríkissjóðs, fjármálastofnana og
fyrirtœkja og í launakjörum toppanna í þjóð-
félaginu, — alls staðar nema í afkomu heimila
launafólksins.
Eitt greinir stjórn og stjórnar-
andstöðu ekki á um á Alþingi.
Launafólkið í landinu, ekki síst lág-
launafólkið, á stærstan þátt í því að
ná þjóðinni út úr þeirri djúpu efna-
hagslægð sem hún hefur verið í síð-
astliðin sjö ár. Fórnarkostnaður
launafólks felst meðal annars í lítilli
sem engri launahækkun á síðast-
liðnum árum, þrengt hefur verið að
velferðarkerfinu á ýmsum sviðum
og 5-6 milljarða skattatilfærsla hef-
ur átt sér stað frá fyrirtækjum yfir á
launafólk.
Þessar fórnir launafólks hafa skil-
að sér í bættri afkomu ríkissjóðs,
fjármálastofnana og fýrirtækja og í
launakjörum toppanna í þjóðfélag-
inu, — alls staðar nema í afkomu
heimila launafólksins.
Úr skattskýrslum ársins berast
upplýsingar um launakjör þeirra
sem hæst hafa um að ekki sé svig-
rúm til að bæta kjör láglaunafólks,
en þar eru algeng launakjör hálf til
ein milljón á mánuði, sem sunir
hafa meira að segja fundið leiðir til
að hækka verulega á milli ára. Og
fórnir launafólksins hafa skilað sér í
verulegum hagnaði margra fyrir-
tækja, ekki síst þeirra stærstu, sem
nú skila tugurn og hundruðum
milljóna króna í hagnað, en af-
komubati stærstu fyrirtækjanna á
fyrstu sex mánuðum þessa árs var
um 2.5 milljarðar króna. Á síðast-
liðnum tólf mánuðum minnkuðu
skuldir fyrirtækja við bankakerfið
um níu milljarða króna, á sama
tíma og skuldir einstaklinga við
bankakerfið jukust um fjóra millj-
arða króna.
Hlutur launa í framleiðslukostn-
aði fyrirtækja hefur líka lækkað
verulega. Á árinu 1988 var hann
68.8 prósent af framleiðslukostnaði
en á síðstliðnu ári var hann 66.6
prósent og hefur hlutur launa í
framleiðslukostnaði því lækkað um
7.2 milljarða króna. Og nú senda
stjórnvöld frá sér uplýsingar til er-
lendra fjárfesta um hvað vinnuafls-
kostnaður hér á landi sé lítill sam-
anborið við önnur lönd. Af 13 lönd-
um sem saman eru borin, meðal
annars Norðurlöndin, Þýskaland,
Bretland, Frakkland, Holland,
Belgía, Ítalía, Japan og Bandaríkin,
kemur í ijós að hlutfall launa og
Þungavigtin
launatengdra gjalda er langlægstur
á Islandi. Þannig er algengt að hann
sé 50-85 prósent hærri í þessum
löndum en á íslandi.
Afkomubati fjármálastofnana,
eins og banka, hefur líka batnað
verulega, eða um 2.6 milljarða milli
áranna 1992 og 1993 sem meðal
annars skýrist af vaxtamun og
þjónustugjöldum. Nú skyldi ein-
hver ætla að komið væri líka að því
að skila batanum til að bæta af-
komu heimilanna, ekki síst lág-
launaheimilanna sem mörg hver
lifa við framfærslu sem eru neðan
við hungurmörk. Með öðrum orð-
um, breyta skiptingu þjóðarkö-
kunnar. Þess sér engan stað í
stefnumörkun ríkisstjórnarinnar,
sem fram kemur í síðasta (járlaga-
frumvarpinu sem lagt er fram á
þessu kjörtímabili, né stefnumörk-
un í ríkisfjármálum sem ríkis-
stjórnin hefur lagt fram til ársins
1998. Nei, þvert á móti. Hvað styð-
ur betur að afsögn mín sem ráð-
herra í sumar var réttmæt?
Ekki á að létta skattbyrði launa-
fólks. Enn er þrengt að velferðar-
kerfinu, svo sem menntakerfinu,
ekki síst Háskóla Islands og Lána-
sjóði námsmanna. Áfram er haldið
að skera niður í heilbrigðiskerfinu,
meðal annars útgjöld vegna bóta-
greiðslna elli- og örorkulífeyrisþega
og halda á áfram upptöku þjón-
ustugjalda í heilbrigðiskerfinu. At-
vinnulausum er ekki hlíft því
skerða á réttindi atvinnulausra, og
raunlækkun er á framlögum til
hópa sem höllum fæti standa, eins
og fatlaðra og aldraðra. Ekki er gert
ráð fyrir eingreiðslum til aldraðra,
fatlaðra eða atvinnulausra og tvö
prósent flatur niðurskurður kemur
verulega niður á þjónustu velferð-
arkerfisins.
Á sama tíma og þessi áform eru
uppi til að þrengja enn að afkomu
heimilanna í landinu, á að afnema
hátekjuskatt og fresta enn að skatt-
leggja 160 milljarða fjármagnstekj-
ur sem þó gætu gefið 2-3 miíljarða á
næsta ári. Það vekur furðu mína að
minn gamli flokkur ætli að standa
þannig að málum, þrátt fyrir álykt-
anir flokksþings um hið gagnstæða.
Áfram eiga 10 þúsund hjón og ein-
staklingar, sem eiga 3 milljónir í
skuldir umfram eignir, að bera
byrðarnar. Þessi heimili sem hafa
tekjur undir hungurmörkum hafa
enga möguleika eins og fyrirtækin
til að draga taprekstur heimilanna
frá skattgreiðslum sínum eða að fá
skuldir sínar afskrifaðar. Á sama
tíma eru 3-400 hjón og einstakling-
ar, sem eiga að meðaltali rúmar 100
milljónir í eignir, þar af um 44
milljónir í peningalegar eignir,
undir verndarvæng stjórnvalda
sem hlífir þeim við skattlagningu.
Á fyrri hluta kjörtímabilsins,
þegar ríkisstjórnin gekk í gegnurn
erfiðan niðurskurð, var þeirri rök-
semd ávalit beitt á okkur, sem of
langt fannst gengið í niðurskurði,
að batinn yrði nýttur til að bæta af-
komu heimilanna strax og betur ár-
aði. Það á að svíkja. Og ekki nóg
með það. I stefnumörkun, sem
þessi ríkisstjórn hefur sett sér í rík-
isfjármálum næstu fjögur árin, eru
engar tillögur eða aðgerðir settar
fram til að breyta skiptingu þjóðar-
kökunnar. Þar kemur einungis
fram sú stefnumörkun að skera á
niður útgjöld um 7 prósent að
raungildi.
Fátæktinni og stéttaskipting-
unni, sem staðreynd er orðin á Is-
landi, og stöðug auðsöfnun á fárra
manna hendur, á greinilega að við-
haida fái ríkisstjórnarflokkarnir
áframhaldandi umboð kjósenda. ■
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, HalldórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.