Helgarpósturinn - 13.10.1994, Side 21
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
MORáUNPÓSTURINN FRÉTTIR
21
f' f ^rir
iBæ
****** 51
m* 83 i wKm •
*■ X. ■> «
Aíi
en hann sé mun hraustari í dag.
„Þetta hefur náttúrlega allt verið
mjög kostnaðarsamt. Ég missti at-
vinnuna og húsið og fjárhagurinn
hrundi. Við búum nú í húsi Ör-
yrkjabandalagsins en við reynum að
lifa eðlilegu lífi og erum ánægð
hér,“ segir Guðjón.
Fimm ára barátta
fyrir skaðabótum
Guðjón og Svava segja að mjög
erfiðlega hafi gengið að afla gagna
vegna málsins og þau hafi ekki feng-
ist fyrr en Landlæknir hafi í þrígang
beðið um gögnin að utan. I árslok
1992 var mat Landlæknis og þriggja
sérfræðinga tilbúið, en í því kernur
fram að unt mistök hafi verið að
ræða þar sem brugðist hafi verið of
seint við vandanum. Lögfræðingur
þeirra hérlendis hefur síðan verið í
sambandi við breska lögfræðinga og
að þeirra ráði var einnig leitað til
þarlendra lækna. Um þessar mund-
ir er verið að athuga hvort sættir ná-
ist í málinu en sú leið verður vænt-
anlega fullreynd öðru hvorum meg-
in við áramót. Gangi það ekki eftir
verður að fara dómstólaleiðina sem
gæti tekið nokkurn tíma. Ekki hefur
verið sett fram nein ákveðin skaða-
bótakrafa en sérfræðingar hér
heima segja að bætur séu að jafnaði
mun hærri en gengur og gerist hér á
landi.
„Við erum orðin hundleið á
þessu stappi,“ segir Svava enda hef-
ur þetta verið kostnaðarsamt fyrir
þau. Hjónin eru mjög ósátt við að
ekki sé hægt að leita í neina sjóði
hérlendis þegar svona tilfelli koma
upp erlendis og segja að tryggja
þurfi aðgang í sjóði eða koma á fót
einhvers konar tryggingakerfi fyrir
þá aðila sem leita þurfi lækninga er-
lendis. Eftir að hafa leitað til fjöl-
margra aðila leituðu þau til nokk-
urra ráðherra. Alls staðar komu þau
að lokuðum dyrum, nema hjá þá-
verandi heilbrigðisráðherra, Guð-
mundi Árna Stefánssyni. Af ráð-
stöfunarfé ráðherra veitti hann
þeim 400.000 króna styrk sem
meðal annars var notaður til að
þýða öll gögn fyrir hina erlendu lög-
fræðinga og sérfræðinga. „Ef þessi
aðstoð hefði ekki borist hefðum við
þurft að hætta baráttunni,“ sögðu
þau og vildu að lokum koma á
framfæri þakklæti til ráðherrans.
Pálmi Jónasson
Daníel, Helga, Guðjón, Jóhann og Svava
á heimili sínu á Selfossi. Á myndina vantar
tvö elstu börnin sem voru í skólanum. Þrátt
fyrir að sérfrceðingar séu sammála um að um
lœknamistök hafi verið að rœða bólar ekkert á
skaðabótum. Fimm ára barátta hefur enn ekki
nœgt til aðfá miskann bœttan.
Matthías Halldórsson „Væri mjög æskilegt að til staðar væri sjóður
eða skyldutrygging fyrir þá sem leita sér lækninga erlendis."
Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir
Engar breytingar fyrirsjáanlegar
Engir sjóðir né tryggingar ná yfir þá aðila semþurfa að leita sérlækninga erlendis.
Matthías segirþað lagalega erfitt að láta sjúklingatryggingu ná yfírþað sem gerist eriendis.
„Það er mjög sjaldgæft að fólk
þurfi að leita réttar síns vegna
meintra mistaka erlendis. Það er
viss galli í kerfinu hjá okkur að
þessi svokallaða sjúklingatrygging,
eða „Karvelslögin“, ná aðeins yfir
það sem gert er á stofnunum sem
starfa samkvæmt lögum um heil-
brigðisþjónustu. Þar af leiðandi
gilda þau ekki um það sem gert er
erlendis jafnvel þótt það sé borgað
af Tryggingastofnun. Við höfum
gert athugasemdir við það en það
virðist lagalega erfitt að Iáta þessa
sjúklingatryggingu ná yfir það sem
gerist erlendis."
Verður ekki að koma á fót ein-
hvers konar sjóði eða skyldutrygg-
ingu fyrir þá sem fara í læknisað-
gerðir erlendis?
„Það væri mjög æskilegt að það
væri til staðar.“
Hafa slíkar lausnir verið rædd-
ar?
„Það hefur verið rætt sérstaklega
að þessi sjúklingatrygging, sem er
til staðar, verði víðtækari en hún er
núna. Það náðust fram vissar um-
bætur á þessum lögum í breytingu
sem gerð var á almannatrygginga-
lögunum en ekki varðandi þá sem
eru erlendis. Breytingin fólst meðal
annars í því að áður gátu öryrkjar
ekki fengið neitt úr þessum sjúk-
lingatryggingasjóði þar sem þeir fá
örorkubætur. Reglurnar voru þær
að menn gátu ekki fengið úr tveim-
ur sjóðum Tryggingastofnunar á
sama tíma. I því sambandi gerðum
við tillögu um að það breyttist
fleira en bara þetta og þar á meðal
að þetta næði yfir aðrar stofnanir
en bara þær sem eru hjá hinu opin-
bera. Það er mjög slæmt, að fari
einhver á stofu hjá sérfræðingi úti í
bæ, gildir þessi sjúklingatrygging
ekki heldur, því það er ekki skil-
greint sem stofnun sem rekin er á
vegum hins opinbera. Menn hafa
því ekki sama rétt ef þeir verða fyrir
mistökum á stofu og ef það gerist
inn á spítala, svo dæmi sé tekið.“
En geta menn átt von á breyt-
ingum varðandi þá aðila sem
sækja læknisþjónustu erlendis?
„Það væri mjög æskilegt. Þetta er
alla vega komið inn í umræðuna en
lagatæknilega virðist vera eitthvað
erfitt að koma því við.“
Eru þá ekki fyrirsjánlegar nein-
ar breytingar á næstunni?
„Það hefur ekki verið rætt nema í
sambandi við þessi lög og þar var
ekki hægt að koma þessu máli í
gegn.“
Er það algengt að fólk lendi í
svona vandræðum erlendis?
„Þetta er mjög sjaldgæft. Það eru
svo fáir íslendingar sem fara til
læknismeðferðar erlendis. Mest allt
er gert hérna á lslandi.“
Er þetta einsdæmi?
„Það eru margir sem fara til
Norðurlanda og þá er allt auðveld-
ara við að eiga. En þegar það er til
Bretlands eða Bandaríkjanna þá
verður málið náttúrlega miklu
flóknara. Ég man aðeins eftir einu
öðru dæmi síðan ég byrjaði fyrir
fimm árum og það mál leystist." ■